Sunnudagur, 2. mars 2008
Nýr skóli
Á föstudag undirrituðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og forsvarsmenn Menntafélagsins ehf. samning um rekstur nýs framhaldsskóla sem verður til við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands. Sjálfur varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur undirritunina.
Eigendur Menntafélagsins ehf. eru Samtök iðnaðarins, Landsamband íslenskra útvegsmanna, Samorka, Samband íslenskra kaupskipaútgerðar og Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur. Félagið hefur frá árinu 2003 annast rekstur Fjöltækniskólans með góðum árangri, en tekur nú við rekstri hins nýja skóla, auk þess sem félagið mun leggja fram 100 milljónir króna til þróunarstarfs sem nýtt verður til hagsbóta fyrir hinn nýja skóla, kennara og nemendur hans.
Samningur menntamálaráðherra og Menntafélagsins ehf. um einkarekstur hins nýja skóla er sérstakt fagnaðarefni og eiga þeir Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík, og Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskólans, heiður skilinn fyrir sitt framlag til málsins, en þeir tveir hafa að öðrum ólöstuðum verið helstu driffjaðrir sameiningarinnar.
Með samningi þessum verður til stærsti framhaldsskóli landsins með rúmlega 3.000 nemendur. Skólinn verður einkarekinn og ljóst að með samningnum verður hlutverk atvinnulífsins við að móta iðn- og starfsnám til framtíðar stærra en áður.
Markmið þessarar sameiningar skólanna tveggja er að efla og styrkja iðn- og starfsnám til framtíðar. Fulltrúar þeirra atvinnugreina sem um ræðir eru best til þess fallnir að móta slíka framtíðarsýn. Þeir hafa með því að leggja strax fram 100 milljónir króna til þróunarstarfs innan skólans sýnt vilja sinn í verki svo um munar.
Ef ég þekki Ögmund Jónasson og félaga hans í þingflokki Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs rétt er ljóst að þeir munu halda því fram að með samningi þessum hafi Iðnskólinn í Reykjavík verið einkavæddur og að slík breyting sé til mikillar bölvunar.
Slíkar fullyrðingar eiga auðvitað ekki við rök að styðjast. Hið opinbera mun eftir sem áður koma að rekstri hins nýja skóla með fjárframlögum, sambærilegum og þeim sem þekkjast varðandi rekstur Verzlunarskóla Íslands, auk þess sem hið opinbera mun setja hinum nýja skóla lagareglur og viðmið varðandi hvernig skólastarfinu skuli háttað.
Þá má ekki gleyma því að Iðnskólinn í Reykjavík á sér meira en 100 ára sögu. Skólinn var rekinn af atvinnulífinu til ársins 1954 þegar ríkið tók við rekstri hans. Má því segja að með þessum samningi sé skólinn kominn aftur heim, þ.e. undir ábyrgð þeirra atvinnugreina sem honum er ætlað að þjóna.
Það er fagnaðarefni að atvinnulífið skuli taka svo mikla ábyrgð þegar kemur að menntamálum þjóðarinnar sem aðkoma þeirra að rekstri hins nýja skóla sýnir. Fyrir slíku höfum við sjálfstæðismenn barist um árabil og haft óbilandi trú á erindi þess að menntamálum þjóðarinnar.
Nú er það verkefni þeirra sem um stjórnvölinn halda innan hins nýja félags að sýna fram á mátt einkaframtaksins og að sú breyting sem gerð var á rekstri þessara tveggja menntastofnana verði iðn- og starfsnámi á Íslandi til framdráttar.
Ég hef fulla trú á að samningur menntamálaráðherra og Menntafélagsins ehf. muni marka tímamóti í eflingu iðn- og starfsnáms á Íslandi og tel að allir þeir sem að honum standa eigi heiður skilinn fyrir framlag sitt.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.