Laugardagur, 1. mars 2008
Guðfaðir klækjastjórnmálanna?
Könnun Capacent sem birtist á dögunum bendir til þess að einungis 9% landsmanna beri traust til borgarstjórnar Reykjavíkur. Mun þetta vera versta útreið sem nokkur stofnun samfélagins hefur fengið í könnun þar sem spurt er hversu mikið traust almenningur ber til helstu stofnana þjóðfélagsins.
Niðurstaðan er vond fyrir borgarstjórn Reykjavíkur og út úr þessari stöðu verða þeir sem þar sitja að vinna sig.
Í fréttaviðtali í kvöld heyrði ég haft eftir Degi B. Eggertssyni, fyrrum borgarstjóra í Reykjavík og oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, að niðurstaða könnunarinnar væri ,,áfellisdómur yfir klækjastjórnmálunum" og beindi hann orðum sínum augljóslega til þeirra borgarfulltrúa sem nú skipa meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.
Vel má vera að útskýra megi niðurstöður könnunarinnar með þeim hætti að í henni felist sá áfellisdómur sem Dagur lýsti í viðtalinu.
En getur verið að Dagur sjálfur beri þar einhverja ábyrgð?
Getur verið að Dagur sjálfur hafi beitt klækjum þegar hann lokkaði Björn Inga Hrafnsson og Framsóknarflokkinn til samstarfs við sig og sprengdi þar með meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og komst með því sjálfur að kjötkötlunum?
Getur það verið?
Og getur verið að þeir klækir sem Dagur beitti við myndun þess meirihluta séu þeir sömu sem Dagur telur að þátttakendur í könnuninni séu að lýsa vanþóknun sinni á?
Getur verið að einn höfuðarkitekt hinna nútímalegu umræðustjórnmála, Dagur B. Eggertsson, sé jafnframt guðfaðir klækjastjórnmálanna?
Það skyldi þó ekki vera?
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 203686
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Þurfti að lokka Björn Inga?
Ég efast stórlega um það.
En Ólaf þurfti að lokka, það vita allir góðir menn.
Ari (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 23:46
4. flokka stjórnir eru bara kjánaskapur, það vita allir góðir menn.
Björn Ingi taldi sig ekki fá stefnumál sín fram og það sama á við með Ólaf.
En það er nýtt hvað hlutirnir gerast hratt, allri með farsíma og sendandi SMS og ef það næst ekki í einhvern í 2 daga þá fara menn að ókyrrast og hætta í meirihluta eða hætta alveg.
Sjálfstæðisflokkurinn var ekki búinn að ákveða næsta leik í REI-málinu, Björn Ingi kallar það óstarfhæfur en það er náttúrulega auðvelt fyrir borgarfulltrúa framsóknar að vera sammála þar sem hann er bara einn. Hann var of fljótur á sér og það veit hann vel.
Það er skrítið að fólk treystir ekki nýrri stjórn frekar en þeirri síðustu, sú nýja hefur þó málefnasamning. Einnig er skrítið að fólk treystir ekki stjórn sem hefur ekkert fengið að sanna sig.
Johnny Bravo, 2.3.2008 kl. 02:44
Ef hægt er að beita mönnum klækjum og lokka þá til gjörða sem ekkert siðferði er í, þá eru þeir að mínu mati ekki verðir þess að þjóna þegnum þessa lands.
Fólk sem hægt er að lokka eru veikgeðja undirlægjur.
Þú verður ætíð að standa á þínu, hvort sem það er vinsælt eður ei.
Sigurður Kári, þetta er mitt fólk sem um ræðir með 9% fylgi, en það er ekki það sem skiptir máli, hvað það mælist með, heldur er þeim treystandi?
Ég verð nú bara að segja að í öll þessi ár sem ég er búin að fylgjast með pólitíkinni hef ég aldrei verið eins ósátt með gang mála, þá meina ég það sem gerist á þingi og í borgarstjórn, þó ég búi núna úti á landi þá kemur mér þetta allt við. Ætla ekki að hafa fleiri orð um það þótt ég gæti.
Eigðu góðan dag.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2008 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.