Föstudagur, 29. febrúar 2008
Evrópumálin
Ástæður þess að menn eru farnir að ræða það nú hvort Íslendingar ættu að gerast aðilar að Evrópusambandinu eru líklega nokkrar. Hugmyndir manna um að evra verði tekin upp sem gjaldmiðill og viðbrögð ráðamanna hér á landi og í Evrópu skýra það að einhverju leyti.
Við upphaf þeirrar umræðu ræddu ýmsir málsmetandi menn þá hugmynd hvort mögulegt væri fyrir Íslendinga að taka upp evru einhliða án þess að ganga í Evrópusambandið.
Eftir að sú hugmynd var slegin út af borðinu af ráðamönnum hérlendis og erlendis Evrópuumræðan þróast á þann veg að nú telja menn einungis tvo kosti í stöðunni. Annar er sá að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu með upptöku evrunnar og öllu öðru sem slíkri aðild fylgir. Hinn er sá að Íslandi standi utan Evrópusambandsins, láti sér nægja að nýta kosti EES-samningsins og innri markaðarins og haldi sig við krónuna sem gjaldmiðil.
Það eru auðvitað fleiri þættir sem hafa leitt til þess að Evrópuumræðan er nú orðin fyrirferðarmeiri en hún var, til dæmis fyrir síðustu kosningar þar sem enginn flokkur þorði að berjast fyrir Evrópusambandsaðild. Má þar nefna háa vexti á Íslandi, verðlag á matvöru og fleira.
x x x
Í dag heyrði ég Birgi Guðmundsson, stjórnmálafræðing á Akureyri, tjá sig um þessi mál á einhverri útvarpsstöðinni. Þar reyndi hann að skýra út hvers vegna meirihluti svarenda í skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birtist í blaðinu á þriðjudaginn, væri hlynntur því að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu.
Í máli Birgis kom réttilega fram að helstu rök þeirra sem berjast gegn því að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu væru þau að með aðild myndi yfirstjórn sjávarútvegsmála færast frá Íslandi yfir til Brussel.
Hins vegar tók Birgir fram að í Evrópuumræðunni í dag færi minna fyrir þeirri röksemd andstæðinga aðildar sem byggir á því að með aðild væri þjóðin að afsala sér fullveldi og þar með lagasetningarvaldi í eigin málum.
x x x
Við þessa upprifjun Birgis rifjaðist það upp fyrir mér að í mörg ár beittu Evrópusinnar, innan þings sem utan, þeirri röksemd fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu að aðild breytti í sjálfu sér engu hvað varðaði framsal fullveldis og löggjafarvald umfram það sem þegar hefði verið gert. Þeir sögðu að með aðild Íslands að EES hefði Alþingi afsalað sér svo stórum hluta fullveldis og löggjafarvalds því Alþingi innleiddi nú þegar 80-90% af allri reglusetningu Evrópusambandsins.
x x x
Gegn slíkum fullyrðingum börðumst við andstæðingar Evrópusambandsaðildar í mörg ár.
Árið 2005 lagði ég fram fyrirspurn á Alþingi til þáverandi utanríkisráðherra, Davíðs Oddssonar, til þess að fá úr því skorið hvort áðurnefndar röksemdir Evrópusinna stæðust skoðun eða ekki.
x x x
Í fyrsta lagi spurði ég að því hversu margar gerðir stofnanir Evrópusambandsins hefðu samþykkt og gefið út á ári á tímabilinu 1994 til 2004.
Í svari utanríkisráðuneytisins kom fram að með vísan til fyrirspurnarinnar hefði ráðuneytið farið þess á leit við skrifstofu EFTA í Brussel að tekinn yrði saman fjöldi svokallaðra bindandi gerða, en hugtakið ,,gerð" vísar annars vegar til allra formlegra ákvarðana sem teknar eru af stofnunum Evrópusambandsins, óháð því hvort þær eru bindandi eða óbindandi fyrir aðildarríki þess.
Samkvæmt upplýsingum skrifstofunnar, sem byggðar voru á lagagagnagrunni Evrópusambandsins, (EUR-lex) voru eftirfarandi fjöldi tilskipana, reglugerða og ákvarðana settur á þessu tímabili:
Tilskipanir: 1.047.
Reglugerðir: 27.320.
Ákvarðanir: 10.569.
Samkvæmt þessu samþykkti Evrópusambandið 38.936 gerðir á tímabilinu. Í svarinu kom fram að langstærstur hluti þeirra gerða sem samþykktur var af Evrópusambandinu á tímabilinu vörðuðu framkvæmd sameiginlegrar landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnu þess, en einnig var fjöldi gerða samþykktur á ári hverju sem varðaði framkvæmd utanríkisviðskiptastefnu þess þ.m.t. tollamál.
x x x
Í annan stað spurði ég hversu margar þessara gerða hefðu verið teknar upp í EES-samninginn og innleiddar hér á landi í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt honum.
Í svari utanríkisráðuneytisins kom fram að inn í EES-samninginn væru aðeins teknar þær gerðir sem féllu undir gildissvið samningsins. Gildissvið EES-samningsins er bundið við hið svonefnda fjórþætta frelsi (frjáls vöruviðskipti, frjálsa þjónustustarfsemi, frjálsa fjármagnshreyfingar og frjálsa för launþega) og þau svið önnur sem beinlínis væru talin varða fjórþætta frelsið (samkeppni, félagsmál, umhverfismál, neytendavernd, hagskýrslugerð og félagarétt).
Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið fékk frá EFTA-skrifstofunni höfðu einungis 2.527 tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir verið teknar inn í EES-samninginn á þessu tíu ára tímabili, eða um 6,5% af heildarfjölda ESB-gerða á tímabilinu.
x x x
Í þriðja lagi spurðist ég fyrir um það hversu margar þessara gerð hefðu krafist lagabreytinga við innleiðingu hér á landi.
Í svari ráðuneytisins kom fram að ef gerð sem taka á upp í EES-samninginn krefst lagabreytinga gera stjórnvöld við hana svonefndan stjórnskipulegan fyrirvara á grundvelli 103. gr. EES-samningsins. Á því 10 ára tímabili sem spurning mín náði til gerðu íslensk stjórnvöld slíkan fyrirvara í 101 skipti við upptöku gerðar í EES-samningsins.
Það þýðir í 0,0025% tilvika var slíkur fyrirvari gerður.
x x x
Þessi niðurstaða sýnir auðvitað að röksemdir þær sem andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa gegn Evrópusambandsaðild og byggja á því að slík aðild fæli í sér mjög víðtækt framsal Íslands á fullveldi sínu og löggjafarvaldi til Brussel á jafn vel við í dag og áður.
Hún sýnir einnig með hvaða hætti hinir kappsfullu Evrópusinnar reyndu að slá ryki í augu almennings í umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu og hvaða breytingar aðild hefði í för með sér.
x x x
Sem betur fer er stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar skýr hvað varðar hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Í stuttu máli kveður hann á um að slík aðild sé ekki á dagskrá, þó ýmsir eigi sér annan draum.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 203686
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Blessaður og takk fyrir þennan pistil. Brussel er engin töfralausn. Sjálfstæðið veitir okkur tækifæri til samninga og skattastefnu sem við værum annars að glata. Svo ekki sé minnst á auðlindir þjóðarinnar. Það er merkilegt hvað margir fá glýju í augun þegar ESB er í umræðunni og halda að það leysi öll mál fyrir fólk og fyrirtæki.
Eyþór Laxdal Arnalds, 29.2.2008 kl. 23:49
Heyr!
Hjörtur J. Guðmundsson, 1.3.2008 kl. 00:43
Sæll Sigurður Kári.
Þú skrifar langan pistil um hversu slæmt það væri að ganga í Evrópusambandið, hvað finnst þér um stjórnun sömu mála á Íslandi í dag?
KátaLína (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 06:21
Áhugaverð samantekt.Og fróðleg upprifjun um fyrirpsurn þína frá árinu 2005.
Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 18:57
Sælir
Það er auðvitað engin tröfralausn að sækja um aðild að ESB og taka upp evru á morgun !
Það vita allir og er enginn að tala um slíkt. Hins vegar er ljóst að þótt að það náist að ná hér niður verðbólgu og viðskiptahalla þá er krónan og smæð hins íslenska hagkerfis mikil löstur á Íslandi í nánustu framtíð.
Auðvitað fylgir því víst afsal fullveldis að vera aðili að NATO,EES,SÞ eða ESB. Þetta er hins vegar samvinna margra þjóða um samvinnu, hvort sem það er efnhagsleg samvinna eða menningarleg.
Það er hins vegar ljóst að 70% heildarviðskiptum Íslands er við lönd ESB og því mikið hagræði af hafa sömu mynt og svipuð markaðsskilyrði og önnur evrópulönd.
Hvers vegna taka upp norska krónu eða svissneskan franka þegar að nær öll okkar erlendu viðskipti eru í evrum?
Eyþór Arnalds talar hér um auðilindir þjóðarinnar? Hvar var hann þegar að Villi og Co ætluðu að afhenda auðmönnum og gæðingum auðæfi borgarbúa?
Að ætla að ESB sækist í auðæfi Íslands er barnalegt.
Haraldur (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.