Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Ótrúlega búðin
Undir þetta sjónarmið ritstjórans finnst mér ástæða til að taka.
Í leiðaranum rekur Ólafur að í síðustu viku hafi 24 stundir sagt frá því að þótt tvær nýjar bjórtegundir, bruggaðar á Suðurlandi, væru væntanlegar á markaðinn á næstu vikum, væri bið á því að þær kæmu í vínbúðir á Suðurlandi.
Ég tók mig til og skrifaði álit sem birtist í 24 stundum í dag, undir fyrirsögninni ,,Fylgifiskar ríkiseinokunar." Í álitinu lýsi ég því að nú sé hljóðið þungt í Sunnlendingum.
Ástæðan er sú að framtaksamir einstaklingar í fjórþungnum hafa framleitt áfengan bjór sem þeir vilja koma á markað. Sunnlenskir neytendur vilja styðja við bakið á sveitungum sínum og kaupa framleiðslu þeirra. Þeir eiga hins vegar ekki hægt um vik því reglur ríkiseinkasölunnar, ÁTVR, kveða á um að sunnlenska ölið þurfi að fara í reynslusölu í Reykjavík áður en óhætt er að selja það á sunnlenskum markaði!
Í 24 stundum á þriðjudaginn var sagt frá því að ÁTVR hefði sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ÁTVR hafi lagt ,,sérstaka áherslu á að tryggja að íslensk framleiðsla sé til í þeim vínbúðum sem eru nálægt framleiðslustað." Einnig er tekið fram að í samræmi við vinnureglu ÁTVR verði ,,Sunnlendingum tryggður aðgangur að sunnlenskum bjór í vínbúðum í sinni heimabyggð um leið og hann kemur á markað."
Sunnlendingar hafa væntanlega fagnað þessari tilkynningu þar til Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, steig fram á sjónarsviðið og sagði slík áform brjóta gegn 16. Gr. EES-samningsins. Ríkiseinkasölu væri óheimilt að láta aðrar reglur gilda um innlenda framleiðslu en erlenda. Sérreglur fyrir sunnlenska ölgerðarmenn væru brot á EES-samningnum.
Málið er því í miklum hnút.
Þó svo að þetta mál varði ekki mikilsverða þjóðarhagsmuni má að mínu mati draga af því mikilvægan lærdóm.
Í því koma í ljós þeir gallar sem eru fylgifiskar þess að ríkið hafi með höndum einokun á sviði smásöluverslunar, enda gilda mun strangari reglur um slíka verslun en frjálsa verslunarhætti. Málið varpar einnig ljósi á þær hömlur sem ríkiseinokun setur á framleiðendur sem vilja koma vöru sinni á markað.
Eins og kunnugt er hef ég lagt fram frumvarp á Alþingi sem mælir fyrir um að einokun ríkisins á verslun með léttvín og bjór verði afnumin. Ef Alþingi samþykkti frumvarpið væri höggvið á þennan hnút. Þá gætu verslunareigendur á Suðurlandi boðið sveitungum sínum upp á sunnlenskt öl og norðlenskir kaupmenn gætu boðið Norðlendingum upp á norðlenskan bjór, án þess að hann þyrfti fyrst að fara í reynslusölu í Reykjavík eða að hætta væri á að EES-reglur væru brotnar.
Er ekki kominn tími til að fólk velti því fyrir sér hvort fyrirkomulagið er skynsamlegra?
Að óbreyttu fyrirkomulagi ríkiseinokunar áfengisverslunar er ljóst, eins og Ólafur Þ. Stephensen bendir á í leiðara sínum, að þegar sunnlenski bjórinn kemur í búðir, hvort sem það það verður strax eða þegar reynslutímanum lýkur, eftir því við hvaða reglur ÁTVR ætlar að styðjast, verður hann fyrst fluttur til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði, svo hægt sé að flytja hann aftur til neytendanna. Bjórinn Kaldi, sem bruggaður er á Árskógsströnd í 12 kílómetra fjarlægð frá ríkinu á Dalvík, verður keyrður um 800 kílómetra til Reykjavíkur og norður aftur, framhjá brugghúsinu og í búðina.
Er eitthvað vit í þessu?
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.2.2008 kl. 00:02 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Sammála þér.
Þú ert kjarkaður að koma með þetta frumvarp þar sem það vekur upp reiði hjá mörgum og aflar þér örugglega óvinsælda hjá stærri hóp en það mun afla þér vinsælda.
Mörgum árum eftir að þú hefur komið þessu í gegn lítur fólk til baka og veltir fyrir sér hve fáránlegur þessi ríkisrekstur var, svona svipað og það lítur til bjórbannsins núna.
Halla Rut , 14.2.2008 kl. 00:48
Nei Sigurður Kári. Það er ekkert vit í þessu! Ég er sammála þér. Oft hefur maður verið spurður hvað maður vilji gera ef maður fengi að ráða. Það er nefninlega ósjaldan sem maður hefur haldið því fram að það sé meiri skaði af ,,framtakssömum" pólitíkusum heldur en hitt. Það sést hins vegar m.a. á þessu máli að það er enn nóg að gera við að hreinsa til.
Haltu áfram og passaðu þig á því að gróa ekki fastur eins og svo margir aðrir.
Kveðja úr Ólafsvík
Örvar Már Marteinsson, 14.2.2008 kl. 01:16
Nei ,það er ekkert vit í því að kar fram og aftur um landið með bjór. Við getum verið sammála um það en það hefur hinsvegar ekkert með það að gera að ÁTVR skuli vera ríkisverslun. Það væri hægt að kippa málinu í liðinn ef stjórnendur ÁTVR vildu og myndu sýna smá sveigjanleikja, sanngirni og auðvitað einnig skynsemi.
Þetta hefur mun meira með miðstýringuna og höfuðborgarstefnuna að gera heldur en einhverja "ríkiseinokun". Það væri hægt að kippa þessu í lag í dag ef vilji væri fyrir hendi.
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 14.2.2008 kl. 09:27
Nei, það er ekkert vit í því að keyra fram og aftur um landið með bjór. Við getum verið sammála um það en það hefur hinsvegar ekkert með það að gera að ÁTVR skuli vera ríkisverslun. Það væri hægt að kippa málinu í liðinn ef stjórnendur ÁTVR vildu og myndu sýna smá sveigjanleikja, sanngirni og auðvitað einnig skynsemi.
Þetta hefur mun meira með miðstýringuna og höfuðborgarstefnuna að gera heldur en einhverja "ríkiseinokun". Það væri hægt að kippa þessu í lag í dag ef vilji væri fyrir hendi.
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 14.2.2008 kl. 09:28
Þú hlítur að vera ánægður með tímasetninguna á þessari vitleysu. Betri rök fyrir málflutningi þínum gastu varla fengið upp í hendurnar. Það eina er að þú ert ekki að stíga skrefið til enda sem er slæmt. Hef samt skilning á því að þú þorir ekki að fara alla leið í þessu tepruþjóðfélagi sem við búum í.
Steinarr Kr. , 14.2.2008 kl. 17:01
Þetta sýnir vel hversu fráleit ríkiseinkasalan er. Skriffinska og heimskulegar reglur eru fylgifiskar hennar.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 15.2.2008 kl. 21:42
Ágæti þingmaður. Það hryggir mig fjarskalega þegar þú Sigurður Kári gerir Bakkus að æðsta leiðtoga lífs þíns. Það hvort selja eigi þessa eða hina bjórtegundina er ekki málið heldur það að taka þátt í að vera málsvari þeirrar óhamingju sem felst í auknu aðgengi að alkóhóli yfirleitt.
Þorkell Sigurjónsson, 16.2.2008 kl. 09:15
Einkavæða átvr og allt áfengi í búðir, ÁTVR eru leyfar kommunisma á Íslandi.
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.2.2008 kl. 22:23
Það eru heilbrigðisrök sem mæla því mót að hafa áfengi í sérstökum áfengisverslunum, hafa það dýrt og banna auglýsingar (Verð - Vara - Dreifing - Kynning). Slíkt einfaldlega dregur úr neyslu. Rannsóknir sína að tveir hópar auka neyslu sína við að komið sé með áfengið til þeirra í matvörubúðir. Það eru þeir sem veikir eru fyrir áfenginu og síðan ungt fólk. Fyrri hópurinn er sérstaklega viðkvæmur fyrir aukinni neyslu sem og þeirra fjölskyldur. Því tel ég okkur vera að fórna MEIRI hagsmunum fyrir MINNI með því að hleypa áfenginu inn í matvöruverslanir. Ég er því á þeirri skoðun að áfengi eigi að seljast í sérstökum verslunum sem hafa sérinngang utan frá eða af almennum rýmum verslunarmiðstöðva.
Hins vegar sé ég enga ástæðu til þess að RÍKIÐ reki verslanir. Hvorki áfengisverslanir né selja svitalyktaeyði og batterí í Leifsstöð. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að hver sem er fái að reka áfengisverslun sem þá uppfyllir ofangreind skilyrði.
Þannig uppfyllum við bæði heilbrigðisrökin og hins vegar "ríkiseinokunarrökin".
Þetta mál er alltaf sett fram sem eitt og sama málið, þ.e. einkavæðingin annars vegar og matvöruverslanamálið hins vegar. Svo er hins vegar ekki og ber að ræða þetta sitt í hvoru lagi.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 24.2.2008 kl. 23:38
Ef lýsing þín á ferlum ÁTVR er rétt þá er nú ekki hægt að kasta því á ríkisreksturinn heldur þurfa stjórnendur ÁTVR einfaldlega að svara fyrir þetta og ekkert óeðlilegt að þú sem þingmaður spyrjir fjármálaráðherra út í þetta þar sem þarna er ekki verið að nýta almannafé sem best verður á kosið.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 24.2.2008 kl. 23:42
Og hvað með það þótt áfenigsneysla aukist?
Burt með kommunisma og kommunistana sem styðja ÁTVR af þingi
Alexander Kristófer Gústafsson, 25.2.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.