Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

200px-Það hefur verið merkilegt að fylgjast með fréttum sem fluttar hafa verið síðustu daga af skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið um fylgi stjórnmálaflokkanna.

x x x

Miklu púðri hefur verið eytt í að segja okkur fréttir af skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um fylgi flokkanna og birt var á forsíðu blaðsins þann 31. janúar sl., undir fyrirsögninni ,,Samfylking í mikilli sókn."

Samkvæmt könnuninni er ekki ,,marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar".  Rétt mun vera að fylgi flokkanna samkvæmt könnuninni er lítill.  Samkvæmt henni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 36,7% fylgi, en Samfylkingin 34,8%.  Aðrir flokkar njóta minna fylgis, Vinstrihreyfingin grænt framboð 15,4%, Framsóknarflokkurinn 8,9% og Frjálslyndi flokkurinn einungis 3,6% fylgis.

Könnunin sýnir sterka stöðu ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna meðal almennings.

x x x

Í fjölmiðlum hefur hins vegar minna farið fyrir niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup, sem birtar voru á mánudag.  Niðurstöður þeirrar könnunar sýna ákaflega sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir því samkvæmt henni nýtur flokkurinn 40,3% fylgis.

Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Samfylkingin 30,3% fylgis, 15,4% styðja Vinstrihreyfinguna grænt framboð, 8,7% Framsóknarflokkinn og 4,4% Frjálslynda flokkinn.

Það er ekki hægt að lesa annað út úr Þjóðarpúlsi Gallup en að Sjálfstæðisflokkurinn beri höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka hvað varðar fylgi á landsvísu.

x x x

Niðurstaða Þjóðarpúls Gallup er auðvitað ánægjuleg og glæsileg fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fylgismenn hans um allt land.  Og ekki verður séð að umrótið í Ráðhúsi Reykjavíkur hafi haft mikil áhrif á fylgi flokksins í landsmálum.

Maður veltir því hins vegar óneitanlega fyrir sér hvers vegna könnun Gallup hefur ekki verið jafn fyrirferðarmikil í fjölmiðlum og skoðanakönnun Fréttablaðsins, því það hefur hún svo sannarlega ekki verið.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Tryggvason

Sæll Sigurður.

Ánægður með að þú skulir leyfa athugasemdir við bloggfærslur þínar. Er að velta fyrir mér af hverju ekki sé gert meira úr könnun Gallup í Morgunblaðinu ?Ég les í gegn um línurnar að þú setur samnefnara milli Fréttablaðsins og Samfylkingarinnar, en það er nú sennilega ekkert nýtt.

Kári Tryggvason, 6.2.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Staðan væri mun sterkari, værum við enn fastheldnari á hin ,,fornu gildi" sem Flokkurinn var stofnaður um og að menn hætti alltaf að vera að básúna ofurfrjálshyggju, stefnu, sem aldrei hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins og vonandi verður ekki.

 Við eigum miklu meira inni.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 6.2.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það er leiðinlegt að þurfa setja uppi með d listann í fleiri ár, það vantar alvöru hægri flokk ekki flokk sem er það aðeins í nafni.

Alexander Kristófer Gústafsson, 7.2.2008 kl. 12:44

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er og verður stærsti flokkurinn

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.2.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband