Mánudagur, 4. febrúar 2008
Línur að skýrast í Bandaríkjunum
Á morgun munu línur væntanlega skýrast í Bandaríkjunum varðandi það hverjir verða frambjóðendur Demókrata og Rebúplíkana í komandi forsetakosningum þar í landi. Spennandi verður að sjá hver úrslitin verða.
x x x
Spennan hjá Demókrötum er spennan reyndar mun meiri en hjá Repúblíkönum. Svo virðist sem eitthvað verulega mikið þurfi að gerast til þess að öldungardeildarþingmaðurinn John McCain hljóti ekki tilnefningu. Hann virðist vera hinn öruggi sigurvegari og nýtur að því er virðist mun meiri stuðnings en helsti keppinauturinn Mitt Romney.
Fyrirfram taldi ég sjálfur að Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York borgar, væri frambærilegastur þeirra sem upphaflega gáfu kost á sér í forvali Repúblíkanaflokksins. Því miður náði Rudy sér hins vegar aldrei á strik og virtist alls ekki eiga upp á pallborðið hjá kjósendum.
John McCain, sem mér þótti fyrirfram ekki sérstaklega spennandi kostur, nýtur á hinn bóginn mikillar virðingar og trausts meðal Bandaríkjamanna. McCain er auðvitað gömul hetja úr Víetnamstríðinu og á býsna farsælan feril að baki í stjórnmálunum. Hann stendur klárlega fyrir utan valdakjarnann í kringum George W. Bush og hefur sett sig upp á móti ýmsum umdeildum málum sem Bush-stjórnin hefur barist fyrir. Því er ekki víst að óvinsældir Bush í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna muni hafa mikil áhrif á gengi John McCain í baráttunni við frambjóðanda Demókrata.
Þar fyrir utan er John McCain almennt í hugum Bandaríkjamanna talinn heiðarlegur stjórnmálamaður, maður réttlætis og sanngirni, en ekki síst fulltrúi klassískra bandarískra gilda.
x x x
Það er miklu erfiðara að spá fyrir um hvort Barak Obama eða Hillary Clinton hlýtur útnefningu Demókrataflokksins.
Þó svo að skoðanakannanir hafi sýnt að Hillary njóta meira fylgis en Obama þá hafa kosningaúrslit í einstaka fylkjum sýnt að slíkum könnunum er ekki endilega treystandi. Obama hefur upp á síðkastið verið að sækja mjög í sig veðrið í kosningabaráttunni og fulltrúar sterkra afla í bandarískum stjórnmálum keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við hann.
Fyrir mér er Barak Obama miklu meira spennandi frambjóðandi en Hillary Clinton. Hillary er að mínu mati fulltrúi gamla tímans í Demókrataflokknum og bandarískum stjórnmálum. Og fyrir mér skortir hana persónutöfrana. Hillary hefur frekar þau áhrif á mig að hún sé úr stáli en af holdi og blóði, en auk þess er hún ákaflega umdeild meðal bandarískra kjósenda, bæði karla og kvenna.
Obama er annarar gerðar. Það gustar af honum í kosningabaráttunni og það leika ferskir vindar um hann. Hann er frábær ræðumaður og virðist eiga mjög auðvelt með að vinna fólk á sitt band og fá það til þess að vinna með sér.
Það sem hins vegar mun hugsanlega vinna gegn honum í baráttunni um útnefningu er sú staðreynd að hann er vinstrisinnaðasti frambjóðandinn sem komið hefur fram í þessu forvali. Og slíkt fellur bandarískum kjósendum ekki sérstaklega vel í geð.
Ég ætla að leyfa mér að spá því að Barak Obama sigri Hillary Clinton þegar uppi er staðið og verði forsetaframbjóðandi Demókrata.
x x x
En hvort sem það verður Barak Obama eða Hillary Clinton sem hlýtur útnefningu Demókrata er ljóst að forsetakosningarnar verða spennandi og skemmtilegar, en umfram allt öðruvísi en þær hafa verið áður, því aldrei hefur kona eða blökkumaður verið fulltrúi annars flokksins í forsetakosningum í Bandaríkjunum.
Og af því að ég nefndi hér að Barak Obama væri fulltrúi framtíðarinnar hjá Demókrötum á meðan Hillary væri fulltrúi gamla tímans í flokknum og bandarískum stjórnmálum, hvað má þá segja um John McCain, sem er miklu eldri og af allt annarri kynslóð en þau tvö?
Það er alls ekki víst að aldur John McCain vinni gegn honum í forsetakosningunum. Enda á hann ekki að gera það. Árangur í stjórnmálum á ekki að vera undir aldri manna, heldur því sem þeir standa fyrir og hafa fram að færa. Hins vegar vann hár aldur Bob Dole þegar hann keppti að því að verða forseti. Sú var hins vegar ekki raunin í tilviki Ronald Reagan. Reagan var ekkert unglamb þegar hann tók við embætti, en er almennt talinn einn besti forseti Bandaríkjanna af Bandaríkjamönnum sjálfum og stjórnmálaskýrendum.
Á móti kemur að McCain nýtur líklega mun meiri virðingar og trausts en bæði Obama og Clinton í augum almennings. Hann er hefur meiri reynslu, sem kann að nýtast honum vel í kosningabaráttunni, sérstaklega þegar þrengir að Bandaríkjamönnum í efnahagsmálum og á alþjóðavettvangi.
John McCain verður því ekkert lamb að leika sér við fyrir frambjóðanda Demókrata, hvort sem sá verður Barak Obama eða Hillary Clinton.
x x x
Ég ætla að leyfa mér að spá því að hljóti Hillary Clinton útnefningu Demókrataflokksins muni John McCain sigra hana nokkuð örugglega í forsetakosningunum.
Verði Barak Obama hins vegar frambjóðandi Demókrata verður keppnin harðari, en ég hallast engu að síður að því að McCain hafi Obama undir og verði næsti forseti Bandaríkjanna.
Að minnsta kosti tel ég mestar líkur á því að svo verði eins og staðan er í dag, þó svo að það hafi ekki hvarflað að mér í upphafi kosningabaráttunnar.
Svo er bara að sjá hvort þessi spádómur rætist.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Mccain er vinstri maður rétt eins og þú
Alexander Kristófer Gústafsson, 4.2.2008 kl. 22:37
Spá mín er að Clinton vinnur!!!! og þau saman Barak Obama vinna McCain um forsetaembættið/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 4.2.2008 kl. 22:54
Vona að Romney vinni, ekki plathægri menn eins og mccain
Alexander Kristófer Gústafsson, 4.2.2008 kl. 23:05
Er ekki alveg að fylgja þessari rökræðu um aldur, reynslu og persónutöfra. Hillary hefur auðvitað langmesta reynslu af forsetastörfum ef út í það er farið. Ef hún nær kjöri er það líka innreið nútímans að vera fyrsta konan í þessu embætti. Hillary hefur þar að auki þúsundfalt meiri persónutöfra en McCain. Mér sýnist frúin hjá honum þó enn eldri. Það virðist eins og tilhneiging repúblikana sé líkt og í Páfagarði að vilja hafa þá helst yfir sjötugu.
Sigurður, ert þú nokkuð "fulltrúi gamla tímans"? Kannast ekki við þessar vinsældir Ronald Reagan og þekki þó marga Bandaríkjamenn og hef búið þar. Ef t.d. væri gerð einföld skoðanakönnun með spurningunni - Hvor var betri forseti Bill Clinton eða Ronald Reagan? Þá myndi Clinton skora hærra.
Gunnlaugur B Ólafsson, 4.2.2008 kl. 23:49
Ron Paul er með góðar stefnur í mörgur,sérstaklega í vopnalögum(litlar sem engar hömlur) ólikt sjöllum sem vilja ofurskatta á áfengi,tóbak og öfga hömlur á vopnaeignir.
Hann hefur góðar stefnur í innflytjendamálum þótt hann mæti vera strangari(Duncan Hunter er dæmi um þingmann með fullkomna stefnu í innflytjendamálum)
http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=32285
Þetta hjá honum Sigga núna að reyna koma áfengi í verslarnir er bara showoff
sem d listinn tekur reglulega upp á til að hoodwinka frjálshyggjumenn til að kjósa sig.
Hvernig stendur á því að Siggi sem hefur alltaf kosið já við hækkun skatta á áfengi og tóbaki sem kaus já við bann á nektardansi er allt í einu orðin fyrirmynd frjálshyggjumanna
Alexander Kristófer Gústafsson, 5.2.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.