Reykjavík og Framsóknarflokkurinn

big-DV0183160207Reykjavk16jpgÞað er eðlilegt að fólki sárni þegar það missir völdin í pólitískum hræringum eins og þeim sem hafa átt sér stað innan borgarstjórnar Reykjavíkur á síðustu dögum.  Ekki er það heldur til þess fallið að bæta skapsmuni fólks þegar það sjálft þarf að bragða á þeim meðölum sem það sjálft hefur notað til þess að komast til valda.

Að mínu mati hafa fulltrúar og stuðningsmenn REI-listans hins vegar farið offari eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og Ólafur F. Magnússon mynduðu nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.  Fyrir utan uppákomuna á pöllum ráðhússins sem meira að segja þingmaður Vinstri grænna, Álfheiður Ingadóttir, sá ,,sóma" sinn í að taka þátt í, hefur því verið haldið fram að valdi hafi verið misbeitt við myndun meirihlutans, hann sé soralegur og svo má lengi telja.

Þá hafa andstæðingar núverandi meirihluta haft uppi málflutning um Ólaf F. Magnússon, sem ekki er við hæfi að hafa eftir á þessum vettvangi.  Það er ekkert annað en ótrúlegt að þetta sama fólk, sem áður hampaði Ólafi sem ,,arkitekt" eða ,,guðföður" REI-listans og gerði hann síðan að forseta borgarstjórnar, skuli fara fram með þeim hætti sem það hefur gert.  Slík framganga er engum til sóma og lýsir djúpstæðum fordómum í garð þeirra sem hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar.

x x x

Það þarf auðvitað ekki að fara mörgum orðum um það að borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks var fullkomlega heimilt að mynda meirihluta í borgarstjórn með Ólafi F. Magnússyni.  Sú meirihlutamyndum hefur ekkert með valdnýðslu að gera eða er skrumskæling á lýðræðinu.  Borgarfulltrúarnir átta sem mynda meirihlutann eru allir réttkjörnir og ekkert því til fyrirstöðu að þeir vinni saman standi vilji þeirra til þess.

Í mínum huga er ekki mikil eftirsjá í þeim meirihluta sem nú er farinn frá völdum.  Hann er ekki merkilegri en svo að þeir flokkar og einstaklingar sem að honum stóðu voru ekki megnugri en svo að þeir gátu ekki komið sér saman um málefnasamning til þess að starfa eftir.  Við borgarbúar vissum því ekki, frekar en borgarfulltrúarnir sjálfir, fyrir hvað þessi bræðingur stóð eða hvaða málum hann vildi ná fram.

Þetta er auðvitað meginástæðan fyrir því að Ólafur F. Magnússon sagði skilið við meirihlutasamstarf REI-listans, enda taldi hann sig ekki vera að ná fram þeim stefnumálum sem hann lofaði að berjast fyrir í síðustu borgarstjórnarkosningum.

x x x

frett_13_framsoknrefsarÉg tók eftir því að Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, var gestur Egils Helgasonar í þætti hans Silfri Egils í gær.

Í þættinum lýsti Siv því yfir að hún hefði mestar áhyggjur af því að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík væri ekki stjórntækur!

Auðvitað er það fjarri sanni að Sjálfstæðifsflokkurinn í Reykjavík sé ekki stjórntækur og allir borgarfulltrúar flokksins standa að baki meirihlutasamstarfinu við Ólaf F. Magnússon.  Það meirihlutasamstarf þarf ekki á neinu heilbrigðisvottorði frá Siv Friðleifsdóttur að halda.

En væri Siv ekki nær að líta frekar í eigin barm en að hafa áhyggjur af borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins?  Það hefði ég haldið.

Það er auðvitað dapurlegt að horfa upp á það hvernig komið er fyrir Framsóknarflokknum hér í höfuðborginni.  Sá flokkur virðist haldinn sjálfseyðingarkvöt á alvarlegu stigi, sem birtist nú síðast í skeytasendingum milli Guðjóns Ólafs Jónssonar og Björns Inga Hrafnssonar, sem endaði með því að sá síðarnefndi sagði af sér sem borgarfulltrúi.  Flokkurinn hefur á skömmum tíma svo gott sem þurrkast út á höfuðborginni, ekki síst vegna alvarlegra innanmeina í flokknum sjálfum.  Siv Friðleifsdóttir ætti frekar að eyða kröftum sínum í að reyna að lækna þau innanmein en að missa svefn yfir stöðu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.

Það er ekki langt síðan að Framsóknarflokkurinn var í lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum.  Það er liðin tíð og Framsóknarflokkurinn er nú svo gott sem valdalaus í íslenskum stjórnmálum.

Þar við bætist að flestir forystumenn flokksins á höfuðborgarsvæðinu hafa snúið baki við stjórnmálum og horfnir af vettvangi.  Flokkurinn á nú engan þingmann í Reykjavík og er valdalaus í borgarstjórn Reykjavíkur.  Halldór Ásgrímsson er hættur og eftirmaður hans á formannsstóli, Jón Sigurðsson, náði ekki kjöri og er horfinn af vettvangi.  Árni Magnússon, fyrrum krónprins flokksins í Reykjavík og félagsmálaráðherra, er farinn.  Finnur Ingólfsson líka.  Jónína Bjartmarz, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík náði ekki endurkjöri.  Björn Ingi Hrafnsson sagði af sér.  Endurkoma Guðjóns Ólafs Jónssonar í stjórnmálin undir merkjum Framsóknarflokksins er ólíkleg.  Sæunn Stefánsdóttir er ekki lengur á þingi og Anna Kristinsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi flokksins hefur sagt sig úr honum.

,,Framsóknarflokkurinn er mjög traustur flokkur", sagði Siv í Silfri Egils.  Í ljósi atburða síðustu vikna, mánaða og missera má draga í efa að svo sé, a.m.k. hér í höfuðborginni.

Guðna Ágústssonar bíður nú það hlutskipti að reisa Framsóknarflokkinn í Reykjavík upp úr öskustónni.  Það hlutskipti er ekki öfundsvert og eins og ástandið á Framsóknarflokknum í Reykjavík er nú, er ekkert sem bendir til þess að það takist.

Af því ætti Siv kannski að hafa áhyggjur.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þessi athugasemd Sigurðar Helga hljóðar ekki svo að ég mundi vilja fá hann til að útskýra nokkuð fyrir mér.

En Sigurður Kári, því miður búum við við svona lýð, sem að virðir ekki nokkurn skapaðan hlut og að hafa sýnt svona ömulega framkomu eins og hyskið gerði þarna á pöllunum, það var hreyn hörmung.  Mér finnst líka Álfheiður Ingadóttir hafa gert afskaplega lítið úr sjálfri sér, miðað við stöðu sína og tilganginn með þeirri stöðu sem hún er í, þá er þetta ósköp niðurlægjandi fyrir hana

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 28.1.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það er vissulega sorglegt hvernig fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins Guðjón Ólafur hegðaði sér og þeir sem urðu fyrir árásum hans og dylgjum tóku það nærri sér. Hann gekk alveg fram af fólki.

En vandi Framsóknarflokksins í Reykjavík er ekki það mein sem núna hrjáir borgarstjórnina í Reykjavík og hefur gengisfellt alla stjórnmálaumræðu svo mikið að almenningur hefur fengið mikla skömm á stjórnmálamönnum. Það mein á sér upptök í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.

Stærstu taparar í almenningsáliti núna eru þeir sem eru í borgarstjórn í Reykjavík fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Við horfum agndofa á hvað þau eru að gera.  

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.1.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: haraldurhar

    Hr. Alþingismaður Sigurður Kári Kristjánsson.

     Oft hef ég orðið undrandi á skifum þínum og ekki síður í þingsölum, en nú tel ég þú toppir þig í söguskýringum, og hversu þröngsýnn þú ert og sjálfhverfur.

    Að þú sjáir engan mun á myndun núverandi meirihluta í borgarstjórn, og þeim sem myndaður var í okt, verð ég að álíta þú hafir dottið á höfuðið.  Í okt. var meirihlutinn sundraður og forustumaður hanns rúinn trausti, eftir að hafa orðið uppvís af embættisglöpum, og einning alvarlegu minnisleysi, og var ekki á vetur setjandi.  Sundrung og valdabrölt var meðal borgarfulltrúa flokksis, og fóru þeir að máta sig í stól Vilhjálms, þetta mátti sjá fyrir almennan leikmann í margra mílna fjarlægð.  Það er rétt hjá þer nýr meirihluti er myndaður af 8 flulltrúum, og er því lögmætur.  Það sem undrar mig mest í þesari meirihlutamyndun er það að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki skipta út Vilhjálmi, og taka hann úr forustusætinu, heldur látið þið hann leiða ykkur eins og lömb til slátrunar, með tilheyrandi fylgishruni.   Það að flokkur seti fram stefnuskrá fyrir kostningar, og láti kjósa sig á grundvelli hennar, og síðan til að ná völdum þá fórni hann stórum hluta málefna sem hann var kostinn fyrir.

  Það að leggja í leiðangur þar sem allar hugsjónir og borgastjórastóll, eru seldar til þess eins að ná völdum, setur flokkin í afar ótrúverðuga stöðu og væri ég ekki hissa á að þetta endaði með bræðravígum, eins og hefur raun hefur orðið á í Framsóknarflokknum.  Þú fjallar af miklu innsæi um málefni Framsóknarflokksins, og gat ég ekki varist þeirri hugsun, er hann að fjalla um sinn eigin flokk, því manni tekst ætið best að fjalla um þau mál sem maður þekkir frá sjálum sér.

   Það hefur verið mér ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn og jafnvel margklofinn, og sterk öfl með Morgunblaðið  í fremstu fylkingu hefur gert allt til þess að gera Geir eins erfitt fyrir og kostur er.  Eg tel að ekki sé langt sé í að pólitískt uppgjör eigi sér stað í flokknum, því eftir tveggja áratuga valdboð stjórnanda hann, kemur að því að þú og fleiri flokksmenn, farið að þora að tjá ykkur á opinberum vettvangi eftir ykkar eigin sannfæringu, en ekki eins og verið hefur það sem þig´ álitið að flokkurinn eða foringinn viljið þið segið.

   Eg hef tekið eftir því, að þú hefur sýnt örlítið sjálfstæði á undanförnum vikum, og þá ekki síst í umræðunni um afglop Árna.

kv. h

haraldurhar, 28.1.2008 kl. 23:14

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sigurður Kári, góður að vanda! :)

Es. Fyndin þessi umræða, ef maður er ekki sammála vinstrimönnum er maður þröngsýnn og skilur ekki umræðuna  

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.1.2008 kl. 03:18

5 identicon

Hva............er Sigurður Kári framsóknarmaður...............nei nú duttu af mér allir dauðir. Get ekki skilið annað af því að honum er svo annt um að greina frá honum.

Hvernig er þetta eiginlega með sjórnmálaástandið á landinu. Vita ekki heldur þingmenn hvaða flokki þeir tilheyra lengur?

Fleiri?

ee (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 10:30

6 identicon

Þetta var fínn pistill. Og er það rétt, Sif ætti að líta í eigin flokk, áður en hún fer að tala um að aðrir séu veikir. Ekkert illa meint Sif eða framsóknarmenn.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 10:35

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Siggi geturðu sagt mér af hverju þú kaust já við hækkun gjalds á áfengi og sígarettum? AF hverju ertu að kalla þig hægri mann þegar þú ert augljóslega vinstri sinnaður

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.1.2008 kl. 19:09

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Siggi Karlinn áttu ekki að vera "frjálshyggjumaður"?

AF hverju kaustu með því að banna nektardans?

Siggi geturðu sagt mér af hverju þú hefur alltaf kosið já við hækkun skatta á áfengi og sígarettum?  

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.1.2008 kl. 19:30

9 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Sæll Sigurður Kári. Mig vantar svar við nokkrum spurningum sem hefur sótt á mig undanfarið. Í Tekinn þætti fórst þú til að fá gefin föt hjá fataverslun í Reykjavík. Hefur þú fengið föt gefin af fyrirtækjum, einstaklingum eða Sjálfstæðisflokknum öðruvísi en sem afmælis- eða jólagjöf? Ef svo er, taldir þú þessar gjafir fram til skatts? Finnst þér sjálfsagt að þingmenn og frambjóðendur taki við gjöfum á borð við þessar?

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 2.2.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband