Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Kiljan og góðar leiksýningar
Það er full ástæða til að hrósa Agli Helgasyni fyrir bókmenntaþáttinn Kiljan sem er á dagskrá Ríkissjónvarpsins á miðvikudagskvöldum. Þátturinn er sannarlega hvalreki á fjörur þeirra sem áhuga hafa á bókmenntum hvers konar.
Mér finnst umfjöllun Egils um bókmenntir í þættinum að mörgu leyti nýstárleg og þess eðlis að hún eykur áhuga áhorfenda á því að kynna sér verk þeirra höfunda sem fjallað er um hverju sinni. Val á viðmælendum er fjölbreytt og skemmtilegt sem gefur þættinum gott og áhugavert yfirbragð.
Gott dæmi um það var Kiljan gærkvöldsins. Sá þáttur var að mestu tileinkaður Vilhjálmi frá Skáholti. Ég get gert þá játningu að þar er á ferðinni höfundur sem ég hef ekki gefið mér tíma til að kynna mér fram að þessu. En umfjöllun Egils um Vilhjálm í gær vakti hjá mér mikinn áhuga á að kynna mér verk hans sem allra fyrst.
Það er full ástæða til þess að hrósa mönnum þegar þeir standa sig vel og því vil ég hrósa Agli Helgasyni fyrir sérlega vel heppnaðan þátt.
x x x
Að sama skapi finnst mér ástæða til þess að vekja athygli á tveimur fantagóðum leiksýningum sem ég hef nýverið séð.
Annars vegar er þar um að ræða uppsetningu Borgarleikhússins á Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar.
Ef ég man rétt þá var Dagur vonar valin leiksýning síðasta árs og óhætt að segja að hún standi undir þeim titli. Leikritið sjálft er auðvitað frábært, uppsetningin er framúrskarandi og leikarar sýningar standa sig ákaflega vel í sinni túlkun í þessu frábæra leikriti.
Hin leiksýningin sem mér finnst ástæða til að vekja athygli á og mæla með er uppfærsla Borgarleikhússins á barnaleikritinu Gosi í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. Hafi fólk áhuga á því að fara á skemmtilegt barnaleikrit þá er einboðið að skella sér á Gosa. Sagan er auðvitað klassísk, uppsetningin er einstaklega vel heppnuð og útlit sýningarinnar er ótrúlega flott.
Það er því full ástæða til þess að mæla með Gosa, bæði fyrir börn og fullorðna.
Aðrar sýningar sem mér finnst áhugaverðar í leikhúsunum núna er Brák, einleikur Brynhildar Guðjónsdóttur, í leikstjórn Atla Rafns Sigurðarsonar, sem sýnd er í Landnámssetrinu í Borgarfirði. Verkið skrifað af Brynhildi sjálfri sem er auðvitað mikið afrek útaf fyrir sig. Gríðarlega áhugaverð sýning sem mig langar til að sjá.
Og svo er á stefnuskránni hjá mér að fara með krakkana á Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu.
Sigurður Kári.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:25 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 203742
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Sæll Sigurður Kári
Ég er svo innilega sammála þér um Kiljuna hans Egils , þátturinn í gærkvöldi var alveg framúrskarandi og með því betra sem maður hefur séð í sjónvarpi í háa herrans tíð honum ferst þetta einstaklega vel úr hendi. En aðaltilefnið , að ég skrifa í kommentið hjá þér er að benda þér á sýningar hjá LA t.d Ökutímar sem er alveg ógleymanleg leiksýning og á erindi við alla þar fara saman góður leikur frábær túlkun og bara nefndu það svo eru nátturlega fleiri en þessi sýning hefði verið sterkur leikur hjá þér að fara með krakkana á Óvitana en því miður er hætt að sýna þá held samt að það eiga að byrja aftur í haust að sýna þá.
En þetta er nú bara svona afskiptasemi í mér og þó góðlátleg ábending hafðu það svo gott og gangi þér vel í lifsins ólgusjó og áfram Ísland
Kveðja frá Akureyri Hjördís Blöndal
Hjördís Blöndal (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.