Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Merkingarlaust rugl?
Alþingi kom saman í dag eftir jólafrí. Dagana eftir áramót höfum við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins meðal annars nýtt til þess að fara í vinnustaðaheimsóknir sem hafa bæði verið lærdómsríkar og skemmtilegar.
Við upphaf þingfundar í dag svöruðu ráðherrar óundirbúnum fyrirspurnum þingmanna. Einn þeirra sem kaus að bera fram spurningu til Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, var Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, en hann vildi heyra viðhorf forsætisráðherrans varðandi þrjár embættisveitingar tveggja ráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, og Árna Matthiesen, fjármálaráðherra og setts dómsmála, sem mikið hafa verið til umræðu upp á síðustu vikum og dögum.
Í svari sínu sagði forsætisráðherra meðal annars að hann teldi að í þeim málum hefðu þeir ráðherrar sem um ræðir beitt skipunarvaldi sínu í samræmi við valdheimildar sínar og undirbúið embættisveitingarnar eftir best samvisku.
x x x
Í þessum umræðum vakti það ekki síst athygli mína að í aðdraganda fyrirspurnar sinnar vitnaði Árni Þór Sigurðsson til greinar sem birt var í Fréttablaðinu í dag. Höfundur þeirrar greinar er minn gamli kennari við lagadeild Háskóla Íslands, Sigurður Líndal, prófessor emeritus. Tilefni þess að Sigurður skrifar þessa grein eru afstaða og skrif ritstjórnar Morgunblaðsins vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystara og Héraðsdóm austurlands.
Í upphafi greinarinnar segir Sigurður meðal annars:
,,Morgunblaðið hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu til að réttlæta skipun dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands sem dómnefnd skv. 12. gr. laga nr. 15/1988 um dómstóla hafði talið standa verulega að baki þremur öðrum umsækjendum. Í leiðara Morgunblaðsins 10. janúar sl. er þeim ummælum dómnefndarinnar hafnað, að tilvist nefndarinnar setji veitingarvaldinu einhver takmörk. Þetta sé einfaldlega rangt, enda komi það hvergi fram í neinum lagatexta, nefndin sé að draga til sín vald sem hún hafi ekki.
Nærtækast væri að líta á þessi orð sem merkingarlaust rugl, en ef taka á mark á þeim eru lög ekki annað en tæki valds sem lýtur engum takmörkunum. Hér skín í taumlausa vildarhyggju þar sem einungis er áskilið að lög séu sett með formlega réttum hætti og þeim beri að framfylgja með valdi hvert svo sem efni þeirra er. Valdboðið er sett í öndvegi; annað látið víkja. Með þetta að leiðarljósi er alræði og geðþótta opnuð leið og eru nærtækust dæmin frá Þýskalandi eftir 1930."
x x x
Eins og fram hefur komið í skrifum mínum á þessari heimasíðu og í blaðagreinum þá er ég ekki alltaf sammála sjónarmiðum Morgunblaðsins. Síður en svo.
Ég verð hins vegar að lýsa þeirri skoðun minni að ég tel að minn gamli kennari Sigurður Líndal sé kominn út á ansi hálan ís þegar hann afgreiðir sjónarmið Morgunblaðsins um að álit dómnefndar um hæfi og hæfni dómaraefna bindi ekki hendur ráðherra þegar hann skipar héraðsdómara sem merkingarlaust rugl.
Í lögum um dómstóla er hvergi tekið fram, að ráðherra skuli við skipun í embætti héraðsdómara fara að tillögum nefndar, sem samkvæmt lögunum á að fjalla um hæfni umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Í reglum, sem settar voru á grundvelli laganna segir í sjöundu grein:
Umsögn nefndarinnar er ekki bindandi við skipun í embætti héraðsdómara.
Þetta þýðir íslensk lög og reglur sem um veitingu dómaraembætta kveða á um að álit nefndarinnar sem meta hæfi og hæfni dómaraefna eru ekki bindandi fyrir ráðherrann sem fer með veitingavaldið. Hann getur því við val á umsækjendum valið hvern þann sem telst vera hæfur til þess að gegna starfinu svo lengi sem hann byggir niðurstöðu sína á málefnalegum sjónarmiðum.
Menn geta haft skoðanir á því hvort þannig eigi reglurnar að vera eða ekki. En það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að svona eru þær, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.
Mönnum er auðvitað einnig frjálst að hafa á því skoðanir hvort það teljist vera málefnalegt að meta áralöng störf manns sem gengt hefur stöðu aðstoðarmanns dómsmálaráðherra mikilvæg við mat á því hvort skipa á þann hinn sama í embætti héraðsdómara eða ekki. Ég hygg að í skilningi stjórnsýsluréttarins teljist slíkt mat málefnalegt.
x x x
Allt frá því að ég kynntist Sigurði Líndal fyrst sem laganemi við Háskóla Íslands hef ég metið hann mikils og borið til hans hlýhug. Þess vegna hryggir það mig að sjá minn gamla læriföður setja þá embættisfærslu sem hann gagnrýnir í grein sinni í samhengi við þær embættisfærslur sem viðgengust í Þýskalandi nazismans upp úr 1930.
Slíkar samlíkingar eru ekki smekklegar og það sem meira er, þær eru rangar.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
,,Þess vegna hryggir það mig að sjá minn gamla læriföður setja þá embættisfærslu sem hann gagnrýnir í grein sinni í samhengi við þær embættisfærslur sem viðgengust í Þýskalandi nazismans upp úr 1930.Slíkar samlíkingar eru ekki smekklegar og það sem meira er, þær eru rangar."
Ef þær eru rangar, þá væri rétt að andmæla þeim með rökum.
Þð er ekki nóg að kveinka sér undan þeim.
Balzac (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 16:49
Sigurður Kári - ég fæ ekki betur séð en að þú talir hér í hringi.
Það sem þú ert að 'árétta' hér er einmitt það sem gert var að umfjöllunarefni í þeim leiðara Morgunblaðsins, sem nafni þinn Líndal gagnrýnir svo harðlega - sú staðreynd að lög og reglur bindi ekki hendur ráðherra með beinum hætti, og með því gefið í skyn að ráðherra sé í raun í sjálfsvald sett, hvern hann skipar í embætti dómara.
Reyndar er þetta víst ekki alveg svo einfalt ...
Þú bætir síðan, ólíkt Morgunblaðinu, þeirri kvöð við, að ráðherra fari eftir því sem þú kallar 'málefnalegum sjónarmiðum'. Ekki sýnist mér það vera tekið úr lagabókstafnum, heldur er það þá væntanlega eitthvað sem þú telur sjálfur að eigi að gilda. Þetta er þó í öllu falli ekki að finna í dómstólalögum.
Þannig ert þú í raun að fallast á það sjónarmið Sigurðar Líndals, að fleira en lög og reglur einar eigi í raun með réttu að binda hendur ráðherrans, sbr. þessi orð hans:
Eftir bitra reynslu á fyrri hluta 20. aldar hefur áherzlan í lögspeki á síðari hluta aldarinnar færzt sífellt meira í þá átt að gefa gaum grunngildum þeim sem búa að baki lögskipaninni og eru orðuð í mannréttindaákvæðum stjórnskipunarlaga, í almennri löggjöf og óskráðum meginreglum. Þetta, ásamt því að skipta valdi milli stofnana, miðar að því að takmarka vald, enda hefur reynslan sýnt að fulltrúalýðræðið eitt veitir ekki aðhald sem skyldi. Þessi skipan mála er undirstaða réttarríkisins og í eðli þess felst þar af leiðandi, að vald er takmarkað hvað sem bókstaf einstakra laga líður.
Munurinn felst eingöngu í því, að þú telur að ráðherra eigi að fara eftir því sem þú nefnir 'málefnaleg sjónarmið' (sem þú reyndar skilgreinir ekki svo gjörla, þó þú virðist vísa í því sambandi til stjórnsýsluréttar, sem mér er því miður ekki svo kunnur), á meðan Sigurður Líndal færir, að því er mér virðist, ágætis rök fyrir því að ráðherra beri skylda til að virða álit dómnefndarinnar eftir fremsta megni:
Með því að setja ákvæði um dómnefnd til að meta sérstaklega hæfni umsækjenda um héraðsdómaraembætti umfram hin venjulegu lágmarksskilyrði um aldur, menntun, starfsreynslu, óflekkað mannorð o. s. frv. hefur löggjafinn leitazt við að tryggja sjálfstæði dómsvaldsins og með sérstöku óháðu hæfnismati reist valdi ráðherra skorður þótt hún bindi það ekki. Svigrúm ráðherra merkir hins vegar ekki að hann geti hundsað álit dómnefndar gersamlega eins og settur dómsmálaráðherra hefur gert, enda missir ákvæðið þá marks og verður dauður bókstafur.
Meðal þeirra grunngilda sem móta eiga lög í réttarríki eru að mælt sé fyrir um fyrirsjáanlegt ferli sem þegnarnir geti treyst. Vandaðir stjórnsýsluhættir eiga síðan að vernda þær lögmætu væntingar sem lögin vekja. Hér merkir þetta að umsækjendur um héraðsdómaraembætti mega vænta þess að áliti dómnefndar sé fyllsti gaumur gefinn, eða að minnsta kosti, að það sé ekki gersamlega hundsað eins settur dómsmálaráðherra hefur gert.
Sýnist mér þetta allt m.a. byggt á því sjónarmiði, þó ekki komi það fram berum orðum, að ávallt skuli leitast eftir því að skipa hæfasta umsækjandann hverju sinni, eða alla vega einhvern úr hópi þeirra, sem hæfastir teljast - enda er slíkt að ég tel í samræmi við góða stjórnsýslu og ákveðin sjónarmið réttlætis. Þetta er þó hugsanlega röng ályktun hjá mér, en það breytir litlu, sökum þess að þetta er aukaatriði.
Innifalið í þessum orðum Sigurðar Líndals er annars vitaskuld, að hann telur að Árni M. Mathiesen hafi gersamlega hundsað álit dómnefndarinnar, þegar hann skipaði Þorstein Davíðsson í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra - þó svo hann fullyrði sjálfur, að hann hafi haft lögmætar ástæður til að telja Þorstein hæfastan umsækjenda. Tel ég sjálfur góða ástæðu til að halda því fram, miðað við það ginnungagap sem var á milli þess, hverja nefndin taldi hæfasta, og hvern settur dómsmálaráðherra skipaði síðan. Málefnaleg rök fyrir því, hví téður settur dómsmálaráðherra var svona gjörsamlega annarrar skoðunar en nefndin, hafa síðan eitthvað staðið á sér - að því er virðist. Frekar virðist sem hann forðist eftir fremsta megni að ræða opinberlega ákveðnar staðreyndir málsins, svosem rétt eðli greinargerðarinnar, sem dómnefndin sendi frá sér til að mótmæla skipaninni, hversu mikið bar á milli nefndar og ráðherra, og hversu mikið einsdæmi sú uppákoma var í sögu nefndarinnar.
Hér sýnist mér hnífur standa í kú.
Varðandi þau stóryrði sem Sigurður Líndal hefur uppi í grein sinni, um Þýskaland 4. áratugarins, 'ofstækisöfl', ofl., þá get ég vel tekið undir það, að það er miður að jafn góð röksemdafærsla og Sigurður Líndal færir í grein sinni sé lituð slíkum skoðunum. Það breytir því þó ekki, að slík stóryrði ógilda varla röksemdirnar, sem leynast á milli þeirra.
Þarfagreinir, 16.1.2008 kl. 05:49
Eigum við ekki bara annars að orða þetta á einfaldan hátt?
'Merkingarlausa ruglið' er, að mati Sigurðar Líndals, sú staðhæfing að ráðherra sé algjörlega í sjálfvald sett hvern hann skipar í embætti dómara, eingöngu vegna þess ákvæðis að hann sé ekki bundinn af umsögn dómnefndar.
Þið nafni þinn eruð báðir sammála um að svo sé ekki. Þið eruð sumsé í rauninni sammála um að þetta sé einmitt merkingarlaust rugl.
Eini munurinn er að þú vilt halda þig við að ráðherrar skipi eingöngu út frá 'málefnalegum sjónarmiðum', hvað sem það nú þýðir, en nafni þinn er með mun ítarlegri rök og vangaveltur, sem miða að því að virða skuli niðurstöður dómnefndar eftir fremsta megni, og gefur jafnvel í skyn að hæfni skuli vera sett í öndvegi, þegar ráðherra tekur sína ákvörðun - enda er slíkt eðililegt viðmið í öllum ráðningum, ekki síst í stjórnsýslunni.
Eða hvort á að vega þyngra, með réttu? Vald ráðherra, eða það, að leitast skuli við að skipa þann hæfasta, eða einhvern þann sem með þeim hæfustu telst?
Hér er ég ekki að spyrja út í lagabókstafinn, heldur þitt persónulega álit á þessu.
Þarfagreinir, 16.1.2008 kl. 15:42
Jæja, ég hef loksins uppgötvað hvað þetta snýst allt saman um. Þú virðist hér hugsa á þeim nótum, sem dómsmálaráðherra hefur loksins opinberað sem þá hugmyndafræði, sem hann starfar eftir:
Sigurður Líndal er helsti talsmaður þess, sem nefnt hefur verið dómstólavæðing á íslensku og snýst um, hve langt dómstólar ganga inn á verksvið löggjafarvaldsins. Sigurður er einnig helsti talsmaður þess, að dómarar ákveði sjálfir, hverjir sitji í dómarasæti.
Almennt er litið á þetta sem andstæður – ef dómarar ætli að taka sér stjórnmálavald eigi að velja þá af kjörnum fulltrúum, það er stjórnmálamönnum. Dómstólar hafa gengið lengra hér á landi en til dæmis í Danmörku við það, sem nefnd er „framsækin lagatúlkun“, það er sókn inn á verksvið löggjafans. Ef dómari er ekki fylgjandi „framsækinni lagatúlkun“ skipta stjórnmálaskoðanir hans ekki máli, dómarinn dæmir aðeins samkvæmt lögunum. Hinn „framsækni“ fer hins vegar inn á hinn pólitíska vettvang.
Ég held ég hafi gert því góð skil hér, hversu hættulega ég tel þessa hugmyndafræði vera.
Ertu sammála þessari hugmyndafræði Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra?
Já eða nei, Sigurður Kári.
Þetta er mikilvæg spurning. Mun mikilvægari en mig grunar að þig óri fyrir.
Þarfagreinir, 17.1.2008 kl. 11:26
Já, ég gleymdi víst mikilvægasta kaflanum:
Tilraunir til að þrengja að veitingarvaldi ráðherra við skipan dómara eru alkunnar hér á landi hin síðari ár. Ég er ekki málsvari þess, að svigrúm dómsmálaráðherra sé þrengt í þessu efni eða hendur hans bundnar af álitsgjöfum, hverju nafni, sem þeir nefnast, umfram það, að velja úr hópi þeirra, sem taldir eru hæfir af þeim, sem til eru kallaðir í því skyni að leggja á það mat.
Þarfagreinir, 17.1.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.