Áramót í útlöndum

Times%20SquareÁ minni ćvi hef ég variđ langflestum áramótum á Íslandi og líkađ vel.  Mér finnst íslensku áramótin einkar hátíđleg, enda halda fáar ţjóđir upp á ţessi merku tímamót međ glćsilegri hćtti en viđ Íslendingar.

Ég gerđi reyndar undantekningu frá ţessari reglu minni áramótin 1996-1997.  Ţeim áramótum varđi ég í Lundúnum ţar sem ég millilenti á ferđ međ hópi laganema í heimsókn til Ísrael.

Í annađ skiptiđ á ćvinni eyddi ég nú áramótunum í útlöndum.  Í ţetta skiptiđ dvaldi ég í New York borg í Bandaríkjunum.

Ólíkt Lundúnarbúum gera New York búar mikiđ úr áramótunum.  Í Lundúnum safnast fólk saman á Trafalgartorgi og fagnar áramótum án ţess ađ ţar séu skipulagđar uppákomur.  Fólki er ekki bođiđ upp á nein skemmtiatriđi, flugeldum er ekki skotiđ á loft, ţar fer ekki fram niđurtalning fyrir nýja áriđ og í raun má segja ađ ţar sé ekkert um ađ vera ađ frátöldum mannsöfnuđinum.  Ađ minnsta kosti var ţađ mín upplifun fyrir rúmum 10 árum síđan.

Í Times Square torgi í New York er annađ uppi á teningnum.  Ţar safnast um ţađ bil ein milljón prúđbúinna manna saman, klukkum er komiđ fyrir um allt torg ţar sem viđstaddir geta fylgst međ ţví hvernćr nýja áriđ gengur í garđ, fremstu skemmtikraftar Bandaríkjanna koma fram og kristalskúla fellur á áramótunum.

Ţađ er sannarlega mikil upplifun ađ upplifa áramót í New York.  Borgin skartar sínu fegursta, borgarbúar eru í góđu skapi og stemmingin í raun ólýsanleg.

Ţađ sem mér fannst hins vegar skyggja nokkuđ á hátíđarhöldin var hin gríđarlega öryggisgćsla sem lögregla og her stóđu fyrir í miđborginni.  Á hverju horni hafđi veriđ komiđ fyrir vegatálmum og varla var ţverfótađ fyrir laganna vörđum međ alvćpni.

Á ţessu verđur mađur hins vegar ađ hafa skilning.  Ţađ er ekki langt síđan ađ almennir borgarar í New York urđu fyrir gríđarlegu áfalli ţegar hriđjuverkamenn gerđu árás á borgina sem kostuđu ţúsundir manna lífiđ og ţađ er vitađ ađ sömu öfl myndu ekki víla ţađ fyrir sér ađ láta aftur til skarar skríđa gagnvart Bandaríkjamönnum ef tćkifćri gefist til ţess.  Sú ógn sem af hriđjuverkamönnunum stafar kallar á svo umfangsmikla öryggisgćslu og hana verđa gestir í borginni ađ umbera og skilja.

Hvađ sem ţví líđur var ógleymanlegt ađ eyđa áramótunum í New York.  Ţó geri ég ráđ fyrir ţví ađ vera á heimavelli um nćstu áramót.

Sigurđur Kári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síđustu ár hafa Lundúnarbúar haldiđ upp á áramótin međ flugeldasýningu á Thames ánni.  Ţađ safnast síđan saman fólk allt frá Trafalgar og niđur ađ Westminster.  Bestu partíin eru síđan grímupartíin út um allan bć.  Lundúnir eru reyndar hálf tómar yfir hátíđarnar ţar sem flestir fara heim í sveit um Jól og Áramót.

Guđjón Erlendsson (IP-tala skráđ) 7.1.2008 kl. 13:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband