Þriðjudagur, 18. desember 2007
Endalok málþófsins?
Í fyrsta lagi afgreiddi þingið fjáraukalög sem leiddu til þess að ríkissjóður skilar tekjuafgangi árið 2007 upp á litla 82,8 milljarða, sem er metafgangur. Í annan stað samþykkti Alþingi fjárlög fyrir árið 2008 með tæplega 40 milljarða afgangi, sem hlýtur að teljast býsna góður árangur. Í þriðja lagi voru samþykkt ný þingskapalög sem breyta þeim leikreglum sem við alþingismenn þurfum að fylgja í störfum okkar á Alþingi.
xxx
Mestu deilurnar á Alþingi á þessu hausti snérumst um þingskapafrumvarpið, sem borið var fram af Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis, og formönnum þingflokka Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Frjálslynda flokksins og Samfylkingarinnar. Vinstrihreyfingin grænt framboð setti sig einn stjórnmálaflokka upp á móti frumvarpinu og gengu þingmenn flokksins, einkum Steingrímur J. Sigfússon, Atli Gíslason og Ögmundur Jónasson, mjög hart fram í andstöðu sinni við frumvarpið, og kröfðust þess í löngum ræðum að fá að halda áfram að halda langar ræður.
Í lögum um þingsköp er kveðið á um þær leikreglur sem unnið er eftir á Alþingi. Þar er meðal annars að finna lagaákvæði um hlutverk forseta Alþingis, verklagsreglur þingnefnda, ræðutíma alþingismanna og fleira og fleira. Frumvarpið sem nú er orðið að lögum er tilraun til þess að haga þessum leikreglum með þeim hætti að starfsemi Alþingis verði skilvirkari, vinnulag betra og til þess að gera pólitíska umræðu innan þessarar stofnunar, sem oft á tíðum hefur einkennst af fáránlega löngum ræðum, markvissari en hún hefur verið.
xxx
Áður en ég tók sæti á Alþingi árið 2003 starfaði ég hjá einkafyrirtæki þar sem áhersla var lögð á markviss, skilvirk og fagleg vinnubrögð. Þar, eins og hjá öðrum einkafyrirtækjum, var lögð áhersla á að ná hámarksárangri og reynt að tryggja að vinnutími starfsmanna færi ekki til spillis.
Þegar ég tók sæti á Alþingi kynntist ég annars konar vinnubrögðum. Því miður hefur það komið of oft fyrir að vinnutíma þeirra sem þar starfa hefur verið sólundað og þinginu og þingmönnum verið haldið í gíslingu fárra langorðra ræðumanna.
xxx
Sjálfur hef ég viljað standa vörð um málfrelsi þingmanna og rétt þeirra til þess að koma á framfæri sjónarmiðum sínum varðandi þau mál sem til umræðu eru á hverjum tíma. Fram til þessa hefur málfrelsi íslenskra þingmanna verið takmarkalaust, með öðrum orðum hafa þær leikreglur sem höfum unnið eftir verið þess efnis að þingmenn hafa haft rétt til þess að tala í ótakmarkaðan tíma um hvert einasta lagafrumvarp sem lagt er fram á Alþingi.
Slíkt fyrirkomulag er í teoríunni auðvitað lýðræðislegt og heillandi. Vandinn er hins vegar sá að á síðustu árum hafa þingmenn úr fleiri stjórnmálaflokkum en einum misnotað þessa takmarkalausu heimild sína og komið óorði á málfrelsið sem þeim hefur verið treyst fyrir. Það hafa þeir gert með því að beita málþófi í umræðum um mál sem þeir hafa verið andsnúnir og sett á óheyrilega langar ræður, sem sumar hafa staðið jafnvel í sex til átta klukkustundir. Það segir sig auðvitað sjálft að slíkar ræður fjalla ekki nema að litlu leyti um efni þeirra mála sem til umræðu eru hverju sinni. Þegar brögðum eins og þessum er beitt hafa menn lagt mun meira upp úr ræðulengd en efnislegu inntaki ræðunnar.
Sumir þeirra hafa ekki einu sinni haft fyrir því að reyna að fara í felur með þennan ásetning sinn og hafa boðið þingi og þjóð upp á upplestur ýmissa bóka og fræðirita, jafnvel í fullri lengd úr ræðustól Alþingis!
Vonandi heyra þessi vinnubrögð sögunni til eftir samþykkt nýju þingskapalaganna. Enda er það þjóðþinginu okkar ekki sæmandi að þar sé málum háttað með þessum hætti.
xxx
Ég fæ hvorki séð að málstaður Vinstri grænna í þingskapamálinu hafi notið mikillar samúðar eða hylli innan þings né utan. Eins og áður hefur komið fram voru þeir einir á báti innan þings og ég hef ekki hitt fyrir nokkurn mann utan þings sem ekki telur eðlilegt að koma böndum á þingmenn sem farið hafa með málfrelsið innan Alþingis með þeim hætti sem ég hef hér lýst.
Ég held að þingmenn Vinstri grænna hafi skynjað þessa neikvæðu strauma sem málflutningur þeirra í málinu hlaut eftir því sem leið á umræðuna um málið. Vonbrigði þeirra leyndu sér ekki þegar þeir áttuðu sig á því að þeir voru gjörsamlega einangraðir í málflutningi sínum.
Það olli mér hins vegar vonbrigðum að heyra síðustu ræðu Steingríms J. Sigfússonar um málið á föstudag. Þó svo að ég sé ósammála Steingrími um flesta hluti, ber ég engu að síður virðingu fyrir honum sem stjórnmálamanni og hefur oftast fundist hann málefnalegur í stjórnmálaumræðunni.
Í ræðunni á föstudag fór Steingrímur hins vegar út af strikinu og veittist með ómálefnalegum hætti að forseta þingsins, talaði niður til Alþingis með því að kalla það afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins og gerði lítið úr þeim störfum sem fjöldi fólks vinnur þar eftir bestu samvisku. Að ræðunni lokinni gekk hann síðan úr þingsalnum, einn þingmanna, áður en þingmenn allra flokka vottuðu forseta þingsins virðingu sína, eins og venja er að gera á síðasta starfsdegi þingsins.
Ég vona að brotthlaup Steingríms eigi sér aðrar skýringar en þær að hann hafi hlaupist á brott í fússi.
xxx
Það verður athyglisvert að sjá hvaða áhrif hin nýju þingskapalög munu hafa á vinnubrögð og pólitíska umræðu á Alþingi á komandi árum.
Vonandi munu þau leiða til endaloka málþófsins sem þar hefur viðgengist, enda nóg komið af þeim ósóma.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Mikið og þarft verk var að koma þessum breytingum í gegn, eigi þið hrós skilið sem standið að þessu, eg er heldur ekki að skilja hvað VG voru að nöldra og segja að þetta væri aðför að málfrelsinu, það er málfrelsi á alþingi, bara ekki frelsi til að gaspra í fleiri klukkutíma um áhveðið mál, eins og einn ónefdur sagði "sá sem ekki getur komið frá sér sínum skoðunum á 15 min þarf að fara í endurmenntun" LAUKRÉTT hvað er sangjarnt að minnihluti haldi máli í gíslingu með blaðri, það er meirihlutinn sem ræður og á að koma þeim málum í gegn sem er verið að fjalla um ekki að stoppa í blaðri/þvaðri
Kv
Arnbjörn (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 11:12
Það sem að ég held að sé verið að reyna að vekja athygli á er þetta stórgallaða lýðræði sem við höfum hér á landi. Í dag hefur framkvæmdavaldið sjálfkrafa meirihlutavald yfir löggjafarvaldinu og það ræður líka æðstu menn dómsvaldsins.
Ef að það á að breyta einhverju varðandi þingsköpin er það getuleysi minnihluta löggjafarvaldsins gagnvart öllu. Það er sorgleg staðreynd í dag að nánast einu leiðirnar til að stjórnarandstaðan geti beitt valdi sínu eru þær að hún getur tjáð sig í fjölmiðlum eða beitt málþófi.
Persónulega lýst mér betur á endurbætt þingskaparlögin heldur en þau gömlu en mér finnst samt meira þurfa að koma til. Það er t.d. hægt að skipa formenn ráðuneytisnefndanna með tilliti til hlutfalls flokkanna á alþingi en ekki að stjórnin skipi þá eingöngu.
Sigurður Kári, störf alþingis snúast ekki um einhvern hámarksárangur eða morfísstæla. Morfís gengur ekki einu sinni endilega útá rök heldur að vinna hylli þröngs hóps áhorfenda og dómara. Alþingismenn eiga ekki að þurfa að vinna hylli annara þingmanna með hnyttnum orðum eða bröndurum heldur góðum og vel ígrunduðum málflutningi og þingmenn vinstri grænna hafa verið duglegir við það.
Með kveðju,
Egill.
Ísleifur Egill Hjaltason, 19.12.2007 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.