Sunnudagur, 25. nóvember 2007
,,Gríðarleg skemmdarverk sexmenninganna"
x x x
Pistillinn ber yfirskriftina ,,Gríðarleg skemmdarverk sexmenninganna", og vísar þar til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, þeirra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Gísla Marteins Baldurssonar, Kjartans Magnússonar, Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur og Jórunnar Frímannsdóttur.
Í pistli sínum segir Össur m.a.:
,, Harðvítugustu innanflokksátök seinni ára í Sjálfstæðisflokknum hafa því miður nánast ónýtt vörumerkið REI hvað útrás varðar, og stórskaðað viðskiptavild Orkuveitunnar. Skemmdarverk þeirra má líklega meta á milljarðatugi ef miðað er við þá framvindu sem var í kortunum."
Og áfram skrifar iðnaðarráðherrann:
,, Ég hika ekki við að meta kostnaðinn af skemmdum þeirra (það er þeirra borgarfulltrúa sem nefndir eru hér að ofan - innskot mitt) á REI á tugi milljarða. Þá er ótalinn skaðinn sem hlýst af missi lykilmanna en flótti þeirra virðist brostinn á, og láir þeim enginn."
Og enn skrifar ráðherrann:
,,Menn skulu ekki fara neitt í grafgötur með það, að valdarán sexmenninganna í borgarstjórnarflokki íhaldsins, sem framið var til að svala særðum metnaði, hefur haft ótrúleg verðmæti af Reykvíkingum, og laskað Orkuveituna og starfsmenn þess gríðarlega."
Í lok þessa pistils uppnefnir ráðherrann einn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífil Ingvarson, Júlíus Fífil, og spyr svo:
,,Er þetta lið með réttu ráði?", og vísar til borgarfulltrúanna sem að ofan greinir.
x x x
Við þessar hörðu árásir Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, á sjálfstæðismenn í Reykjavík er ástæða til að gera athugasemdir.
Það velkist engin í vafa um það sem les pistil Össurar að hann vill gera borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins ábyrga fyrir því að hafa tugmilljarða verðmæti af borgarbúum, fyrir að hafa laskað Orkuveituna, unnið skemmdarverk á Reykjavik Energy Invest og veist að starfsmönnum borgarinnar.
Er það réttmætt?
Glæpur þeirra var einungis sá að gera athugasemdir við að stjórnmálamenn í Reykjavík og embættismenn á þeirra vegum stunduðu áhættufjárfestingar með milljarða af skattfé borgarbúa og að gerðir yrðu samningar við útvalda gæðinga stjórnmálamanna sem hefðu getað tryggt þeim umtalsverðan hagnað í eigin vasa.
Það voru reyndar fleiri stjórnmálamenn sem gerðu alvarlegar athugasemdir við þessi áform. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, er einn þeirra, en hún hvorki meira né minna en höfðaði dómsmál sem hafði það að markmiði að ógilda allar þær ákvarðanir sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leyfðu sér að gera athugasemdir við.
Iðnaðarráðherrann virðist hins vegar vera búinn að gleyma því að frá því að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gerðu athugasemdir sínar opinberar hefur verið skipt um meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Björn Ingi Hrafnsson kaus, eins og frægt er orðið, að yfirgefa samstarfsmenn sína í þáverandi meirihluta, þar sem hann var ósáttur við að njóta ekki stuðnings við þessi áform sín meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og mynda þess í stað nýjan meirihluta með Svandísi, Margréti Sverrisdóttur og borgarfulltrúum Samfylkingarinnar, undir forystu Dags B. Eggertssonar.
Allar þær ákvarðanir sem teknar hafa verið um málefni Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið teknar af meirihluta borgarstjórnar sem leiddur er af Samfylkingunni, flokki iðnaðarráðherrans. Í því meirihlutasamstarfi hefur flokkur Össurar Skarphéðinssonar haft öll tök á að koma áherslum sínum varðandi málefni Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur til framkvæmda. Og það verður ekki framhjá því litið að það eru fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur, með Dag B. Eggertsson og stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur, Bryndísi Hlöðversdóttur, fyrrum félaga Össurar í þingflokki Samfylkingarinnar, í broddi fylkingar, sem bera mesta ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið um málefni REI og Orkuveitunnar.
Hafi iðnaðarráðherrann einhverjar athugasemdir við þær ákvarðanir eða sé hann þeim ósammála væri honum nær að beina orðum sínum til þessara samflokksmanna sinna, í stað þess að veitast með stóryrðum og ásökunum að sex borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem nú eiga sæti í minnihluta borgarstjórnar og hafa því stöðu sinnar vegna ekkert með þessar ákvarðanir að gera.
Sannleikurinn er nefnilega sá að frá því að Össur lýsti hróðugur frá landvinningum sínum í orkumálum í Indonesíu og á Filippseyjum hefur ekkert gerst, annað en það að borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Margrétar Sverrisdóttur ákvað að ógilda ákvörðun um samruna REI og Geysis Green Energy.
Svo virðist sem iðnaðarráðherrann sé ósáttur við þá ákvörðun, en hann getur ekki kennt borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins um að hún var tekin. Það gerðu aðrir.
x x x
Í annan stað finnst mér ástæða til þess að benda Össuri Skarphéðinssyni, í fullri vinsemd á, að hann starfar ekki lengur í stjórnarandstöðu, heldur er hann iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Íslands. Ég tel að sem slíkur þurfi hann að gæta betur að orðum sínum og gerðum en honum var nauðsynlegt að gera meðan hann var óbreyttur stjórnarandstöðuþingmaður og hafði uppi óábyrgan málflutning um allt milli himins og jarðar.
Ég tel að iðnaðarráðherrann ætti einnig að hafa það í huga að í núverandi ríkisstjórn á hann í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, flokk þess fólks sem hann veitist svo harkalega að í tilvitnuðum pistli sínum og sakar um gríðarleg skemmdarverk.
Í ljósi þess hvernig því samstarfi er háttað sem iðnaðarráðherrann tekur þátt í á vettvangi landsmálanna hefði ég talið heiðarlegra af honum að haga orðum sínum gagnvart samstarfsflokknum með öðrum hætti en hann gerði í tilvitnuðum pistli sínum.
Hafi iðnaðarráðherrann efnislegar athugasemdir við skoðanir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í málinu færi betur á því að hann kæmi þeim á framfæri með málefnalegum hætti, en ekki með stóryrðum, sleggjudómum og árásum.
x x x
Össur Skarphéðinsson á að baki lengri feril í stjórnmálum en ég. Reyndir menn í stjórnmálum taka því oft illa þegar yngri menn reyna að siða þá til og segja þá gjarnan í hæðni að þegar þannig háttar til sé eggið farið að kenna hænunni.
Þrátt fyrir það tel ég mig af nokkru öryggi geta komið einni ábendingu á framfæri við iðnaðarráðherann sem hann ætti að gefa gaum:
Þó svo að stjórnmálamönnum hlaupi oft kapp í kinn í stjórnmálaumræðunni og sé mikið niðri fyrir í umræðum um einstök málefni, þá kann það aldrei góðri lukku að stýra að uppnefna þá einstaklinga sem þeir eru ósammála.
Það er engum sómi af slíkum málflutningi, ekki einu sinni iðnaðarráðherranum.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Það er nefnilega það.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.11.2007 kl. 12:28
Eina sem vantar í heim stjórnmálamanna í dag er að horfa reglulega á Dýrin í Hálsaskógi..... þar kemur fram að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.... ísl. samfélag mætti taka það til greina.
Þetta átti ekki að vera skot á þig Sigurður Kári..... heldur bara á að ríkja meiri vinátta, þó að fólk sé oft ósammála.
Kveðja,
Inga Lára Helgadottir
Inga Lára Helgadóttir, 27.11.2007 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.