Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Heimsókn til Landhelgisgæslu Íslands
Á mánudaginn fór ég í stórmerkilega heimsókn ásamt Allsherjarnefnd Alþingis til Landhelgisgæslu Íslands.
Heimsóknin var hin fróðlegasta í alla staði og við sem sæti eigum í nefndinni fengum þarna tækifæri til þess að kynnast af eigin raun því gríðarlega viðamiklu og mikilvægu starfsemi sem Landhelgisgæslan sinnir.
Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu umsvifamikil starfsemi Landhelgisgæslunnar er. Hjá gæslunni starfa rúmlega 160 manns á ýmsum stöðum og gegna þar afar margvíslegum störfum sem við nefndarmenn fengum tækifæri til að kynna okkur.
Í upphafi heimsóknarinnar tók Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, á móti okkur í höfuðstöðvum hennar í Skógahlíð og kynnti hann ásamt Ásgrími L. Ásgrímssyni, yfirmanni hjá Varðstöð siglinga og stjórnstöð, grunnstarfsemi gæslunnar auk þess sem Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur, fór yfir lögin um Landhelgisgæsluna.
Að lokinni þessari almennu kynningu heimsóttum við einstakar deildir eða svið Landhelgisgæslunnar. Fyrst var ferðinni heitið í höfuðstöðvar Sjómælinga Íslands þar sem Árni Vésteinsson, deildarstjóri sjómælinganna, kynnti okkur þær sjómælingar sem stofnunin og fyrirrennarar hennar hafa staðið fyrir á hafsbotninum í efnahagslögsögunni umhverfis Ísland síðustu ca. 200 árin. Jafnframt því kynnti Gylfi Geirsson, forstöðumaður fjarskiptasviðs okkur starfsemi sinnar deildar.
Því næst heimsóttum við sprengjueyðinga- og köfunardeild Landhelgisgæslunnar. Þar leiddi Marvin Ingólfsson okkur um það hvernig sérfræðingar deildarinnar bera sig að við sprengjueyðingu auk þess sem við fengum að sjá sýnishorn af þeim sprengjum sem helst hafa verið notaðar í hryðjuverkaárásum í gegnum tíðina. Óhætt er að segja að þær séu býsna frábrugðnar þeim sprengjum sem fólk á almennt að venjast úr kvikmyndaheiminum.
Því næst heimsóttum við flugdeild Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli þar sem Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugrekstrarstjóri, Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri, og Auðunn F. Kristinsson, yfirstýrimaður, kynntu okkur starfsemi deildarinnar og sýndu okkur flugvél Landhelgisgæslunnar og björgunarþyrlur hennar, ásamt því sem við fengum kynningu á nýrri flugvél gæslunnar sem væntanleg er.
Að lokinni kynningunni tók, ef svo má segja, við hápunktur þessarar heimsóknar, sem var kynnisflug með TF-LIF, björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Reykjavík, austur yfir Hellisheiði og til baka. Fyrir mig var sú ferð ógleymanleg, enda hafði ég aldrei stigið um borð í þyrlu áður. Ég verð þó að segja að mér fannst mjög þægilegt að fljúga í þyrlunni og ég gat ekki betur heyrt en að félagar mínir í nefndinni gætu alveg vanist þessum ferðamáta.
Frá Reykjavíkurflugvelli héldum við niður að Faxagarði og stigum um borð í Varðskipið Ægi. Þar ræður ríkjum Kristján Þ. Jónsson, skipherra, sem lóðsaði okkur um allt skipið og sýndi okkur m.a. vírklippurnar sem reyndust okkur Íslendingum ómetanlegar í Þorskastríðinu. Að lokum fengum við kynningu frá Halldóri B. Nellett, frakvæmdastjóra aðgerðasviðs, og Þórhalli Hákonarsyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, á nýja varðskipinu sem væntanlegt er á næstu misserum og mun verða mikil lyftistöng fyrir starfsemi Landhelgisgæslunnar.
Þessi heimsókn okkar nefndarmanna í allsherjarnefnd var, eins og sjá má, fróðleg og skemmtileg, enda ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að ferðast um í þyrlu. Hinu má ekki gleyma að heimsóknir eins og þessar til mikilvægra stofnana eru gríðarlega mikilvægar og í raun nauðsynlegar fyrir alþingismenn svo þeir fái tækifæri til að sjá með eigin augum þá starfsemi sem þessar stofnanir hafa með höndum.
Það skal að lokum tekið fram að ljósmynd sú sem birtist hér að ofan er tekin af Siv Friðleifsdóttur, alþingismanni, og birtist á heimasíðu hennar.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Þessi ferð hefur greinilega verið mjög skemmtileg Sigurður Kári
Ég fór eitt sinn í kynningu hjá Flugbjörgunarsveitinni og svo hef ég fengið annarsskonar kynningar á hjálparstörfum og öðru og alltaf lærir maður eitthvað nýtt og svo finnst mér alveg ótrúlegt hvað þessi störf eru alltaf allt öðruvísi en ég hafði getað gert mér grein fyrir.
En þið hafið væntanlega lært margt nýtt eins og ég sé í pistlinum og þetta hefur verið ákveðin lífsreynsla líka........ ég kalla það svo því að maður upplifir hlutina oft á svo allt annan hátt eftir að fara á svona kynningu eða námskeið og gerir sér grein fyrir alvöru lífsins
Til hamingju með vel lukkaða ferð,
Bestu kveðjur alltaf til þín,
Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir, 7.11.2007 kl. 00:03
Þakka þér fyrir þessi góðu orð um Landhelgisgæslunna. Það er gaman að vita að ferðin til okkar var ánæjuleg og fróðleg.
Takk fyrir
Jón Páll yfirstýrimaður á Ægi
Jón Páll Ásgeirsson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.