Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Með fast land undir fótum
Í dag birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu. Greinin er svar við sjónarmiðum sem birtust í Staksteinum Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag.
Greinin hljóðar svo:
"Með fast land undir fótum.
Fyrir þá sem það ekki vita er markmið frumvarpsins það að afnema ríkiseinokun á sölu léttvíns og bjórs.
Í ljósi sögunnar og þeirra viðhorfa sem Morgunblaðið hefur síðustu áratugina barist fyrir kemur á óvart að blaðið skuli í umræðum um þetta frumvarp kjósa að slá skjaldborg um ríkiseinokun og ríkiseinkasölu. Sú var tíðin að Morgunblaðið studdi sjónarmið sem stuðluðu að minni ríkisafskiptum og frjálsri verslun og viðskiptum. Ný viðhorf virðast nú hafa rutt sér til rúms innan ritstjórnar blaðsins. Það finnst mér miður.
Á laugardaginn var okkur flutningsmönnum frumvarpsins sýndur sá heiður að Staksteinar Morgunblaðsins voru helgaðir okkur. Þar fullyrðir höfundur Staksteina að með frumvarpinu og þeim tillöguflutningi sem þar er að finna séu þeir sjálfstæðismenn sem að frumvarpinu standa að leika sér að pólitískum eldi. Svo segir Staksteinahöfundur:
,,Sennilega er lífsreynsla þeirra svo takmörkuð, að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera og stjórnmálareynsla þeirra ekki meiri en svo, að þeir átta sig ekki á því hvað þeir eru að vega alvarlega að baklandi eigin flokks."
Höfundur Staksteina hefur óþarfar áhyggjur af því að ég og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem stöndum að frumvarpinu njótum ekki stuðnings almennra sjálfstæðismanna í málinu. Það hefði hann séð í hendi sér ef hann hefði haft fyrir því að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins áður en hann tók sér penna í hönd. Í ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var í apríl á þessu ári, um viðskipta- og neytendamál segir m.a.:
,,Halda þarf áfram að létta álögum af viðskiptalífi og neytendum, en í næstu skrefum í átt að öflugra og betra viðskiptalífi þarf einnig að felast að ríkið dragi sig alfarið út úr verslunarrekstri, svo og öðrum rekstri þar sem það er í samkeppni við einkaaðila. Landsfundur leggur áherslu á að einkarétti ríkisins á verslun með áfengi verði aflétt. Eðlilegt er að hægt sé að kaupa bjór og léttvín utan sérstakra áfengisverslana, t.d. í matvöruverslunum."
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer með æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins. Þar er stefna Sjálfstæðisflokksins mörkuð og samþykkt. Sú stefna sýnir að við sem að þessu frumvarpi stöndum höfum fast land undir fótum. Okkar bakland eru samþykktir og stefna Sjálfstæðisflokksins.
Vera má að Staksteinahöfundur sé þeirri stefnu ósammála. Hins vegar hefur það hingað til talist til heilindamerkja og stefnufestu þegar stjórnmálamenn leggja sig fram um það að koma stefnu eigin flokks til framkvæmda. Það er því í meira lagi einkennilegt að höfundur Staksteina telji slíka viðleitni okkar til marks um skort á lífsreynslu og stjórnmálareynslu og að í því felist alvarleg aðför að okkar eigin pólitíska baklandi.
Það er merkileg niðurstaða sem erfitt er að fá botn í.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík."
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Gríp hér niður í tilvitnun þína
" Landsfundur leggur áherslu á að einkarétti ríkisins á verslun með áfengi verði aflétt. Eðlilegt er að hægt sé að kaupa bjór og léttvín utan sérstakra áfengisverslana, t.d. í matvöruverslunum." (feitletrun er undirritaðs)
Mér virðast rök ykkar fyrir þessu tvenns lags.
Annars vegar að afnema ríkiseinokun, sem er samt ekki ætlunin að gera nema að hluta til. Af hverju er það?
Hins vegar að auðvelda fólki að "grípa með sér vín" sem eðlilega felur í sér meiri heildarneyzlu áfengis.
Það sem mér finnst undarlegt er þetta orðalag, að eðlilegt sé að geta keypt áfengi í matvöruverslunum. Hver segir að það sé eðlilegt? Í sumum löndum er það eðlilegt en það hefur aldrei verið eðlilegt hér.
Mér finnst það tvennt ólíkt að afnema ríkiseinokun á vöru annars vegar og að setja vímugjafa í hillur matvöruverzlanna. Ég get alveg sætt mig við að einokunarsala ríkisins á áfengi verði aflögð en það að ætla sér á 21. öldinni að setja vímuefni á stall með hefðbundinni neyzluvöru finnst mér óábyrgt og úr takt við innlenda og alþjóðlega heilbrigðisstefnu. Það sem ég sé er hrópandi þversögn. Mér finnst eðlilegt að þetta frumvarp sé endurskoðað. Mér finnst eðlilegt að einkavæða vínbúðirnar en óeðlilegt að setja vöruna í stórmarkaði.
Páll Geir Bjarnason, 1.11.2007 kl. 14:58
Þið eruð sorglegir, þessir drengir sem eruð aldir upp í Heimdalli. Léttvín í matvörubúðir þýðir snarminnkað vöruúrval og það mun ekki líða langur tími í að brennivínið fari sömu leið.
Fyrir okkur áhugamenn um góð vín er þetta hið versta mál.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 17:11
Er eðlilegt að lyfseðilsskyld lyf séu seld í matvöruverslunum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2007 kl. 23:45
Sigurður Helgi Magnússon
Hvernig stendur á því að í öllum stórmörkuðum þar sem ég kem hér í Ameríku (eða SA- ríkjum USA) er meira úrval af víni og bjórn en í flestum vínbúðum heima. Flest þessi vín eru milliklassa vín eins og það sem er selt er í vínbúðum heima.
ég minnist þess einnig að hafa komið í stórmarkaði í Danmörku, Spáni, Englandi, Belgíu og Frakklandi þar sem meira úrval var að hafa en í meðal Vínbúð sem er með á milli 200 og 500 tegundir vöruflokka. NB ekki tegundir víns heldur vöruflokka mismunandi flöskustærðir af sama víni er sitthvor tegundin.
Farðu í vínbúðina Austurstræti og teldu rauðvínstegundirnar og segðu mér hvað þær eru margar. Hvert er úrvalið í spænskum vínum, frönskum og áströlskum?
Svo velti ég því fyrir mér afhverju fólki úti á landi er treyst til að versla vín meðfram annari vöru en ekki þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Ef ég man rétt þá er vín og bensín selt saman á fleiri en einum stað.
Staðreyndin er sú að ef þú ert áhugamaðurum góð vín þá viltu frelsi. Ef þú veist ekkert um vín en heldur að milliklassa dótið sem selt er dýrum dómum í Vínbúðum Árna Matt sé eitthvað spes þá segi ég bara Bon Appetit
Friðjón R. Friðjónsson, 2.11.2007 kl. 04:49
Friðjón minn, ætli það hafi nú ekki eitthvað að gera með íbúafjölda á markaðssvæði viðkomandi verslunar?
Því eru mín rök þau hin sömu og Sigurðar, að þetta minnkaði líklega úrvalið af Skoskri framleiðslu, sem er heldur lítið þrátt fyrir ÁTVR.
Menningartengsl Íslands og Skotlands, -nánar til tekið , Hálöndin, eru frekar lítil að vöxtu þarna nú þegar og er það trú mín, að enn fækkaði tegundum, véluðu þar um stjórnendur matvörumarkaðarins.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 2.11.2007 kl. 08:40
Sæl Sigurður Kári,
Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála þér að hluta. Það er mín skoðun að HVER sem er eigi að fá að selja áfengi en ekki HVAR sem er.
Ég sé enga ástæðu fyrir því að ríkið reki búð, hvort heldur sem er áfengisverslun eða selji batterí og svitasprey í Leifsstöð. Því tel ég að hver sem er eigi að geta rekið vínbúð.
Vínbúð, því ég er á móti því að áfengi verði selt í matvöruverslunum. Mér finnst mjög lítið mál að taka á mig 10 mínútna krók eða minna til að kaupa mér rauðvín með steikinni. Hins vegar sýna rannsóknir okkur að tveir tilteknir hópar (ekki allir eins og oft er talað um í upphrópunum) muni auka neyslu sína. Annars vegar þeir sem eru veikir fyrir dropanum (sem einhver sagði að væru um 15% Íslendinga - ég get þó ekki staðfest þá tölu) og hins vegar ungt fólk. Þeir "veiku" eru líklega sá hópur sem má hvað verst við aukinni neyslu og það er líklegt að mestu samfélagsáhrifin verði á fjölskyldur viðkomandi, þá sjálfa og umhverfi þeirra ef neysla þeirra eykst. "Push" eða "Pull" skiptir þennan hóp máli, þ.e. hvort komið sé með áfengið til þeirra þar sem þeir eru að versla tannkremið sitt eða hvort þeir þurfi að gera sér meðvitað ferð út í vínbúð til að kaupa það.
Því er það einfaldlega mitt mat að jákvæð afleiðing frumvarpsins (að geta keypt rauðvínið í sömu búð og ostinn eða steikina) vegi léttar en neikvæð afleiðing frumvarpsins (áhrifin á heilsu þessara hópa, fjölskyldur og samfélagið í kring um þá). Ég er til í að labba yfir ganginn í Smáralind til að kaupa mér rauðvínsflösku ef það kemur í veg fyrir aukningu á neyslu þessa hóps sem er á brúninni, þó ekki nema barnanna þeirra vegna.
Þetta er aðalatriði málsins.
Kveðja,
Siggi Úlfars.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 2.11.2007 kl. 14:15
Glæsilegt S. Viktor. Nákvæmlega kjarni málsins. Takk fyrir að styðja orð mín.
Páll Geir Bjarnason, 2.11.2007 kl. 14:26
Sigurður Viktor kemst ansi vel að kjarna málsins og ekki spurning að það er hægt að taka undir hans orð. Neikvæðu áhrifin af frumvarpinu eru meiri en þau jákvæðu og þar af leiðandi þarf að koma í veg fyrir samþykkt þess og vonandi eru nógu margir skynsamir á þingi til þess...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.11.2007 kl. 21:18
Flott hjá þér Sigurður Kári.
Hélt að menn vildi frelsi í stað hafta. Hvað er svona skelfilegt við að færa bjór og léttvín út í verslanir. Þessum sömu verlsunum er treyst til þess að selja tóbak.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 5.11.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.