Miðvikudagur, 31. október 2007
Útrás ríkiseinokunarverslunar

Úrtölumenn frumvarpsins hafa máli sínu til stuðnings einnig bent á að engin ástæða sé til þess að heimila einkaaðilum verslun með þessar vörur. Sú þjónusta sé best komin í höndum ríkisins.
Þá hefur því verið haldið fram að framvarp okkar um að heimila sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum sé róttækt og feli í sér of mikið frelsi í verslun með þessar vörur. Um þær gildi önnur sjónarmið en aðrar neysluvörur og því eigi að haga verslun með þær með öðrum hætti en almennar neysluvörur.
Ég hef tekið undir það, m.a. með Lýðheilsustöð, að áfengi sé ekki eins og hver önnur neysluvara. Hana sé ekki hægt að setja í flokk með eplum og appelsínum. Af þeirri ástæðu erum við sammála um að fólk þyrfti að hafa náð 20 ára aldri til þess að geta keypt þessarar vörur og að þeir sem afgreiddu þær þyrftu að hafa náð sama aldri. Að því leyti er ég sammála þeim sem telja að um verslun með þessar vörur eigi að gilda sérreglur.
Ég get hins vegar ekki tekið undir það að frumvarpið sé róttækt, enda tel ég að samþykkt þess muni ekki leiða til þeirra róttæku breytinga á lífsháttum Íslendingar sem andstæðingar frumvarpsins óttast að það muni gera eða að það kollvarpi núverandi fyrirkomulagi verslunar með þessar vörur.
Ég hef á síðustu vikum furðað mig á því hvers vegna þeir sem andsnúnir eru frumvarpi okkar á þeim forsendum að með samþykki þess aukist aðgengi að áfengi, og að slíkt muni auka á áfengisvandann í þjóðfélaginu, hafa ekki látið heyra í sér fyrr og þá beint spjótum sínum að hinu opinbera.
Ástæðan fyrir þessum vangaveltum mínum nú er sú að á síðustu 10 árum hefur ÁTVR gengið hart fram í því að auka aðgengi fólks að áfengi, þar á meðal að sterku víni. Í því sambandi má nefna að á árunum 1997-2005 opnaði ÁTVR hvorki meira né minna en 22 nýjar Vínbúðir um allt land. Á sama tíma hefur þjónusta ÁTVR verið stóraukin og opnunartími lengdur.
Ég hefði haldið að þeir sem nú berjast gegn því léttvín og bjór verði seldur í matvöruverslunum hefðu kannski átt að láta heyra í sér fyrr, í ljósi þeirrar þróunar sem ég hef hér rakið. Ég hef hins vegar ekki orðið mikið var við slík viðbrögð.
Í dag birtist athyglisverð frétt í dagblaðinu 24 stundum sem ástæða er til að vekja athygli á, en fyrirsögn fréttarinnar er: ,,Áfengið er komið í matvöruverslanir." Í fréttinni segir:
,,Áfengi er selt í matvöruverslunum og á bensínstöðvum. ÁTVR hefur gert samstarfssamninga um allt land, þótt frumvarp sem leyfir áfengissölu í matvörubúðum bíði afgreiðslu á þingi.
Vínbúðir eru þegar reknar samhliða matvöruverslunum. Í versluninni Kjarvali á Hellu ganga viðskiptavinir í gegnum verslunina, framhjá mjólkinni og kókosbollunum, áður en þeir koma að Vínbúðinni, sem er inni í versluninni. Vínbúðin er þó með sérstakan verslunarstjóra á sínum snærum ásamt því að vera með annan afgreiðslutíma en Kjarval. Í versluninni Samkaup-Strax á Djúpavogi er fyrirkomulega Vínbúðarinnar svipað.
25 verslanir á landsbyggðinni.
Nú, fimmta árið í röð, liggur fyrir frumvarp á Alþingi sem heimilar sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum. Samkvæmt upplýsingum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins eru 25 vínbúðir á landsbyggðinni reknar í samstarfi við einkaaðila samkvæmt sérstökum þjónustusamningi. ÁTVR leigir húsnæði af verslunum og öðrum þjónustuaðilum, en útvegar ávallt eigin verslunarstjóra.
Elsa Bergmundardóttir er útibússtjóri vínbúðar í Ólafsvík. Þar er Vínbúð rekin í versluninni Þóru, en samstarfið hefur varað í 20 ár. ,,Við erum með barnaföt og garn," segir hún og bætir við að alltaf sé nóg að gera í Vínbúðinni, töluvert meira en í barnafatadeildinni. ,,Bjórinn er alltaf vinsæll. Ég er útibússtjóri. Svo er ein manneskja með mér á virkum dögum og svo bætist ein við á föstudögum."
Elsa segir að til standi að breyta búðinni, en nú er áfengi afgreitt yfir borð. ,,Vínbúðin er alveg eins og hún var þegar hún var opnuð fyrir 20 árum.""
Sú þróun sem ég hef hér rakið er afar athyglisverð. Hún sýnir að ÁTVR hefur staðið í mikilli útrás, sem lítið hefur farið fyrir í opinberri umræðu, og gengið býsna langt í því að auka þjónustu við þá sem kaupa sér áfengi og aðgengi þeirra að vörunum, þ. á m. að sterku áfengi. Fyrir liggur að í dag stunda einkaaðilar slíka verslun á grundvelli samstarfssamninga og fer sú verslun jafnvel fram í barnafataverslunum og á bensínstöðvum.
Sá raunveruleiki sem hér hefur verið lýst sýnir að það frumvarp sem við sautjánmenningarnir höfum lagt fram á Alþingi er síður en svo róttækt. Það er þvert á móti hófsamt, enda gengur það mun skemur en framganga ríkisins hefur gert í verslun með þessar vörur þar sem það mælir einungis fyrir um að heimila sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, en ekki sterks víns í matvöruverslunum, barnafataverslunum og á bensínstöðvum, eins og nú tíðkast.
Maður hlýtur því að velta því fyrir sér í ljósi þess hvort það sé eitthvað betra í hugum þeirra sem nú berjast gegn frumvarpinu, á þeim forsendum að það auki aðgengi almennings að þessum vörum, að það sé ríkið auki aðgengi að þessum vörum eða einkaaðilar?
Getur það verið?
Ég get að lokum upplýst að sú þróun sem hér hefur verið rakin er í samræmi við þá stefnumörkun sem þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, þ.á m. Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson, Þuríður Backmann og Árni Þór Sigurðsson hafa sett fram og barist fyrir í þessum málaflokki.
Fyrir þeirri stefnu mun ég gera nánari grein í öðrum pistli á næstu dögum.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Hverjir eru við? Og af hverju mega einkaaðilar ekki græða á þessu, er það einhvern veginn siðlegra í þínum augum að ríkið græði bara á því ?
Stefán Björn Stefánsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:13
Það að sala á áfengi skuli vera komin í einkareknar verslanir á landsbyggðinni réttlætir á engan hátt að auka skuli aðgengi að áfengi á höfuðborgarsvæðinu. Það var gert til að stöðva hinar stöðugu póstsendingar sem þá var og hét. Þá er þetta ekki spurningin um hvort einkareknum verslunum sé ekki treystandi til að sjá um þessi mál eins og sumir vilja í veðri vaka. Málið er að það er eftir inntöku þessarar “vöru” sem fólki er ekki treystandi... og um það snýst málið.
Umræðan á því að snúast um sérstöðu þessarar “neysluvöru”. En fylgendur aukins frjálsræðir eru duglegir við reyna að sannfæra almenning um að þetta sé eins og hver önnur neysluvara. En fyrst ber að geta þess að þessi neysluvara hefur þá sérstöðu að vera sú eina sem lifrin vinnur ekki á og skilgreinir sem eitur. Þá er þetta eina löglega neysluvaran sem rænir fólk dómgreindinni... og það við fyrsta glas. Hún getur t.d. fengið annars þokkalega greint fólk til að setjast undir stýri og stofna með því lífi vegfarenda í stórhættu. Aðrir geta eftir neyslu þessarar "vöru" misst stjórn á skapi sínu og valdið bæði sjálfum sér og öðrum heilsutjóni - að ógleymdu því andlega tjóni og allri þeirri óhamingju sem hrjá fjölmargar fjölskyldur nú þegar. Þá er þetta eina löglega neysluvaran sem ógæfufólk og lögbrjótar af ýmsu tagi “nota gjarnan” sem afsökun, eða réttlætingu fyrir misgjörðum sínum.
Því skulum við ekki fara í neinar grafgötur með það að ÁFENGI er ekki eins og hver önnur neysluvara. Eftir inntöku fer oftar en ekki í gang einhvers konar rúlletta sem íllmögulegt er að sjá hvernig endar. Því er algerlega fráleitt að auka aðgengi að áfengi umfram það sem nú er... svo einstaka aðilar geti kippt einni rauðvín með þegar steikin er keypt á grillið. Bull shitt.
Atli Hermannsson., 31.10.2007 kl. 21:46
Sæll Siggi Kári
Mig langar að varpa fram nokkrum spurningum og sem gamall stuðningsmaður þinn á SUS-þingi forðum þætti mér vænt um að þú sæir þér fært að endurgjalda mér greiðann og svara skýrt og skorinort.
1. Er ekki hægt að afnema ríkiseinokun á áfengi án þess að setja það í hillur matvöruverzlanna? Er ekki hægt að hafa einkareknar "búðir innan búðanna" eins og víða út á landi og t.d. Apótekin gera nú þegar? Er nauðsynlegt að ganga svo langt að hafa flöskurnar og dósirnar við hliðina á almennum neyzluvörum og gefa þannig neytendum villandi skilaboð um eðli vörunnar?
2. Í frumvarpinu eru uppi ákveðin skilyrði um hverjir megi stunda smásölu á áfengi. Sjá eftirfarandi;
„Sveitarstjórn er óheimilt að veita smásöluleyfi fyrirtækjum sem stunda blandaða smásöluverslun aðra en rekstur stórmarkaða eða matvöru- eða nýlenduvöruverslunar, svo sem starfsemi sem fellur undir eftirfarandi ÍSAT-flokka: 50.11.4 (söluturnar), 50.11.5 (söluturnar með ís eða samlokugerð), 50.11.6 (matsöluvagnar) og 52.12 (önnur blönduð smásala). Þá er sveitarstjórn óheimilt að veita smásöluleyfi til blaðsöluturna, sbr. ÍSAT-flokk 52.26, og myndbandaleigna, sbr. ÍSAT-flokk 71.40.1.“
Á hverju byggist þessi takmörkun? Er þessum aðilum síður treyst til að selja vöruna? Ef já, á hvaða rökum er það byggt? Er hugsanlegt að verið sé að skara eld að köku ákveðinna verzlunarafla í þjóðfélaginu? Er ekki eðlilegt að almenningur velti fyrir sér slíkri spurningu? Ef já, er þá ekki eðlilegt að ástæðan fyrir skilyrðunum sé skýrð á fullnægjandi hátt.
3. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum varðandi aðgengi vörunnar (þó Vínbúðum hafi fjölgað þá bið ég þig að athuga að þær verzlanir eru enn "búðir innan búða" eða sérstæðar verzlanir en ekki með áfengi innan um aðrar vörur) og hafa bent á trúverðug rök fyrir því að aukinn vandi og kostnaður í samfélaginu sé óumflýjanlegur. Í hvert sinn sem ég hef rekið augun í mótrök ykkar flutningsmanna byggast þau einfaldlega á "ég held" og "ég tel". Á hverju byggið þið þær skoðanir? Er þar einungis um ykkar eigið álit að ræða og byggt á getgátum einum? Hafið þið eitthvað haldbært fyrir ykkur í þeim efnum?
4. Ef þetta frumvarp verður samþykkt og verður að lögum, hversu lengi ætlið þið að réttlæta það að ríkið verði í samkeppni við frjálsan markað? Fyrst slík samkeppni stangast mjög eindregið við stefnu þíns flokks hvenær má búast við að ríkinu verði óheimilt að selja áfengi undir 22% í styrkleika? Hvenær er svo ætlunin að leggja fram frumvarp um afnám ríkiseinokunnar á sterku áfengi?
5. Ef ætlunin er að lækka áfengisgjaldið um 50% og skerða tekjur ríkisins sem því nemur er ljóst að ef allar þær spár sem nú eru uppi um aukna neyzlu, aukinn félagsvanda og aukinn heilbrigðisvanda á eftir að kosta ríkið aukin útgjöld. Af hverju er þá ekki samhliða þessu frumvarpi sett aukið fjármagn í meðferðarúrræði, félagsúrræði, heilbrigðisþjónustu og síðast en ekki síst forvarnir til að reyna að stemma stigu við þann skaða sem flest rök benda til að verði?
6. Er ekki ábyrgt að gera ráð fyrir auknum úrræðum í fyrrnefndum málum samhliða aðgerðum sem líklega skapa aukinn vanda? Ætti þjóðin ekki að heyra jafnmikið um nauðsyn slíkra aðgerða frá ykkur og um kosti frumvarpsins?
Með kveðju
Páll Geir Bjarnason, 1.11.2007 kl. 00:19
Sigurður Kári Kristjánsson berst dyggilega fyrir frumvarpi sínu þar sem leifa á sölu léttra drykkja í verslunum landsins, sem mætir meirhluta andstöðu borgarana.
En er þetta ekki dæmigert frumvarp sem leggja á undir atkvæðagreiðslu almennings og var það ekki meðflytjandi frumvarpsins Pétur Blöndal sem hvati kjörna fulltrúa landsins að leggja svona léttvægar ákvarðanir fyrir almennings kosningar, ég man eftir því þegar sveitungar landsins fengu að ákvarða útsölur í bæjar og sveitarfélögum víða um landið, hentar það ekki núna ?
Sigurður Kári Kristjánsson rökstyður nauðsyn samþykktar þessa frumvarps, meðal annars á þeim grundvelli að létta einokrun á einkasölu Ríkisins, gott og vel, mjög vel valinn rökstuðningur og ber að fagna svona sjálfsagðri stefnu.
En samt velti ég því fyrir mér hvernig Sigurður Kári Kristjánsson getur á hinn boginn gjörsamlega tekið allt aðra stefnu þegar hann boðar sölu einokrunar fyrirtækja til einkaaðila, þar finnst mer að frjálshyggjumaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson eigi að stuðla að og greiða fyrir eðlilegri samkeppni til að hægt sé að selja einokrunar fyrirtæki Ríkisins.
Eigum við kannski að hafa þetta bara eins og við viljum hafa það, eins og ágætur þingmaður sagði við mig, sem ég var að vinna fyrir.
Ég spyr á móti hverjir erum við og hvernig viljum við hafa þetta !!!!!
Steini Pípari
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 1.11.2007 kl. 01:18
Það eru engin rök að síðustu ár hafi opnunartími áfengisverslana lengst og því sé ekkert athugavert við að hann sé lengdur enn frekar. Ég gæti alveg eins sagt að af því að skemmtistöðum hafi verið leyft að lengja opnunartíma sinn þá er sjálfsagt að lengja þann tíma enn frekar.
Það er því alger rökleysa að halda því fram að breytingar síðustu ára gefi leyfi og séu rök til að ganga enn lengra en orðið er.
Steinn Hafliðason, 5.11.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.