Hvað fær Alfreð?

frett_alfredthorsteinssonÍ dag tekur nýr meirihluti við stjórnartaumunum í Ráðhúsi Reykjavíkur eftir að Björn Ingi Hrafnsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarstjórn, ákvað að sprengja meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í loft upp og ganga þess í stað til liðs við andstæðinga sína í minnihlutanum.

Eins og fram hefur komið lék Alfreð Þorsteinsson, fyrrum borgarfulltrúi flokksins og fyrrum stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, lykilhlutverk í því að gera Birni Inga kleift að fara á bak við samstarfsmenn sína í meirihlutanum, með því að bera skilaboð til Dags B. Eggertssonar og annarra borgarfulltrúa minnihlutans um að Björn Ingi væri fús til samstarfs með þeim.  Það væri barnaskapur að halda því fram að það hefði hann ekki gert með vitund og vilja Björns Inga meðan hann var ennþá í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Eins og fram hefur komið á þessum vettvangi hefur Alfreð Þorsteinsson nú gengið í endurnýjun lífdaga og komið inn í íslensk stjórnmál á nýjan leik eins og ferskur andblær.  Í ljósi þeirra atburða sem borgarbúar hafa orðið vitni að á síðustu dögum er óhætt að segja að Alfreð Þorsteinsson sé sannkallaður guðfaðir nýja REI-listans og í raun andlit nýja meirihlutans.

Síðustu daga hefur hinn nýji meirihluti verið að skipta með sér verkum og útdeila verkefnum til flokksmanna í þeim fjórum stjórnmálaflokkum sem að honum standa.

Bleik er illa brugðið ef Alfreð Þorsteinssyni verður ekki tryggður einhver feitur biti af þeirri köku sem nú er verið að skipta.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Var þetta svona einfalt Sigurður, ákvað hann bara upp úr þurru að sprengja samstarfið í loft,án sýnilegrar ástæðu?

Ari Guðmar Hallgrímsson, 16.10.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: Auðun Gíslason

"Hér eftir ættu þingmenn og ráðherrar að gæta sín við hvert fótmál."  Ritstjórnargrein Mbl. vegna meintra afskipta Alfreðs Þorsteinssonar af borgarmálapólitíkinni. 

Auðun Gíslason, 16.10.2007 kl. 15:08

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sigurður minn, það eru svosem ekki margir Framsóknarmenn til, sem einnig fá náð fyrir augum elítunnar í framsókn.

Hví skyldi ekki Alfred fá sposlur?

hefur hann ekki unnið sínum herrum vel?

Skúlagötu-Prestley fær örugglega eitthvað, ef ekki bara fyrir að faðma Binga og gefa honum syndaaflausn.

He He

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.10.2007 kl. 15:26

4 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Sigurður, altaf hefur mér þótt vænt um Frammarann- Ráðagóða sem varð var frægur í gamla daga fyrir að bjarga á línu.
Og ekki minnist ég þess að hann hafi skarð eld að eigin koku þó að hann hafi gert orkuveitna að stórveldi og jafnframt verið framsónarmaður.
Alfreð Þorsteinsson hefur verið einn af farsælustu stjórnmálamönnum sem við höfum átt og alldrei skal vanmeta hann !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 16.10.2007 kl. 17:56

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er hrædddur um að Sjálfstæðismenn verði að líta í eigin barm þegar finna á ástæðu falls meirihlutans.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.10.2007 kl. 00:09

6 identicon

Sæll Sigurðu pólitískur frami þinn er í hættiu ef þú talar

svona  

leeds (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 07:17

7 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Mér þykja þessi "skot" á Sigurð Kára ekki vera viðeigandi eins og að segja svo sem að pólitískur frami hans sé í hættu. Þetta er auðvitað þvættingur. Við búum ekki í Sovétríkjunum gömlu og höfum því rétt á að tjá okkur án þess að vera hengd fyrir það.

Sigurður Kári er að mínu mati frábær stjórnmálamaður og ég lít gífurlega upp til hans. Hann kann að mínu mati að vernda þessa sönnu Sjálfstæðisstefnu sem að er frábær stefna.

Mér finnst að fólk sem hér skrifar athugasemdir megi átta sig á því að Reykjavíkur málið er auðvitað ekki Vilhjálmi að kenna og ekki heldur Gísla Marteini. Þessi meirihluti var sprengdur af Birni Inga og Alfreði hvort sem mönnum lýkar betur eða ver í mínu tilfelli var það ver vegna þess hve góða hluti Sjálfstæðisflokkurinn var að gera í borginni. Þó myndi ég ekki vilja starfa með fólki sem að stingur rýtingi í bak samstarfsmanna sinna. Það gerði framsóknarmaðurinn Björn Ingi Hrafnsson svo sannarlega núna og fór þar illa að ráði sínu.

Auðbergur Daníel Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 19.10.2007 kl. 22:24

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Enda er þetta einhver einstaklingur sem getur ekki komið undir nafni, þarf að kalla sig leeds svo hann þori að skrifa eitthvað hér inn.. .... enda efast ég um að hann Sigurður Kári sé í mikilli hættu

Kveðja

Inga Lára  

Inga Lára Helgadóttir, 19.10.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband