Þjónustusamningur, klókindi Björns Inga og hagsmunir framsóknarmanna.

ResourceImageÞað er óhætt að segja að Orkuveitumálið verði vafasamara og vafasamara með hverjum deginum sem líður.

x x x x x

Í gær var til dæmis greint frá innihaldi svokallaðs þjónustusamnings sem gerður var milli Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavik Energy Invest.  Samningurinn var gerður þann 3. október, tveimur dögum áður en samruni Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy var tilkynntur.

Eins og fram hefur komið er samningurinn til 20 ára og óuppsegjanlegur.  Slík samningsákvæði eru útaf fyrir sig fáheyrð.  Önnur ákvæði samningsins eru það ekki síður, svo ekki sé meira sagt.

Í samningnum kemur meðal annars fram:

-  Að Reykjavik Energy Invest fái forgangsrétt að öllum erlendum verkefnum Orkuveitu Reykjavíkur á samningstímanum, þ.e. næstu 20 árum.

- Að Orkuveita Reykjavíkur skuldbindi sig til þess að upplýsa Reykjavik Energy Invest og vísa þangað öllum ábendingum og fyrirspyrnum um að hagnýta jarðhita, hvar sem er í heiminum, nema hér á landi.

-  Að Reykjavik Energy Invest megi nota vörumerki Orkuveitu Reykjavíkur í starfi sínu auk nafnanna Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavik Energy, sem mun vera það heiti sem Orkuveitan hefur sjálf notað erlendis.

- Að sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur skuli vera tiltækir fyrir Reykjavik Energy Invest.

- Að þjónustusamningurinn milli Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavik Energy Invest gildi næstu 20 árin, eins og áður segir, óháð því hver eigi félagið, opinberir-, einka- eða erlendir aðilar.

Þessi samningsákvæði eru auðvitað með fullkomnum ólíkindum og það er nauðsynlegt að fá það fram hverjir stóðu að þessari samningsgerð.!

Er nema furða að menn klóri sér í hausnum og velti því fyrir sér á hvers konar ferðalagi þeir menn sem að þessum samningi stóðu voru?  Og hvernig datt þeim til hugar að halda efnisatriðum hans leyndum frá kjörnum fulltrúum borgarbúa?

Það verður ekki annað séð en að með þessum samningi hafi þeir sem að honum stóðu verið að hirða flest það bitastæðasta í starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur til framtíðar út úr fyrirtækinu og afhenda það öðru fyrirtæki næstu 20 árin!  Verkefni á erlendri grundu, starfsfólkið og nafnið!

Fyrir þetta ,,lítilræði" mun Orkuveitan hafa fengið greidda 10 milljarða króna.

Í þessu sambandi vakna síðan auðvitað spurningar um það hvert framlag Geysis Green Energy til þessa samruna var.  Það framlag hlýtur að hafa verið býsna drjúgt, a.m.k. ef tekið er mið af framlagi Orkuveitunnar.

Það hefur hins vegar, eftir því sem ég best veit, aldrei verið upplýst, ekki frekar en með hvaða hætti þessir 10 milljarðar verða greiddir.  Það skiptir máli að það liggi fyrir.

x x x x x

Tengt þessu eru ágætar hugleiðingar Eyþórs Arnalds á bloggsíðu hans frá því í gær, en þar segir:

,,Hvers virði er 20 ára einkaréttur á útrás OR?
Það er fyrst núna að heildarmyndin er aðeins að skýrast í REI-málinu. Samingur OR og REI sem undirritaður var 3. október er óuppsegjanlegur og til 20 ára var fyrst dreginn fram í dagsljósið í gær. Þessi samningur veitir REI forgang á öll erlend verkefni sem kunna að koma á borð OR næstu 20 ár. Ennfremur hefur REI fullan aðgang að öllum gögnum og sérfræðingum OR.

Hvers virði er svona samningur?

Stjórnarformaður OR kastaði fram 300 milljarða verðmiða á OR nýverið.

Hvers virði er útrás OR næstu 20 árin?

10 milljarðar eru 3% af 300 milljörðum.

Er útrásin svona lítill hluti af framtíðarvirði OR?

Eða hvað?

Nú er að sjá hvernig Svandís Svavarsdóttir og félagar taka á þessu máli."

x x x x x

Furðulegt var að horfa á Björn Inga Hrafnsson segja glottandi á hjartnæmum fundi framsóknarmanna í Reykjavík að hann hefði gert samning sem honum væri hrósað fyrir í atvinnulífinu, en vegna þess að hann starfaði í stjórnmálum væri hann skammaður.

Sagði Björn Ingi hróðugur að hefði óháður matsmaður verið fenginn til þess að leggja mat á verðmæti þeirra verðmæta sem Orkuveita Reykjavíkur lagði til Reykjavik Energy Invest, væri ljóst að sá matsmaður hefði metið verðmætin á 2 til 3 milljarða, en ekki 10 eins og gert hefði verið, enda hefði Orkuveitan lagt fram óáþreifanlegar eignir, án þess að á þjónustusamninginn væri minnst.

Bíðum nú aðeins við.  Var Björn Ingi Hrafnsson að halda því fram að vegna kænsku sinnar við samningaborðið væru borgarbúar nú 8 milljörðum ríkari en þeir væru ef fagmenn hefðu verið fengnir til þess að semja fyrir hönd borgarbúa í málinu?

Var Björn Ingi, með öðrum orðum, að halda því fram að hann hefði tekið 8 milljarða snúning á forsvarsmönnum FL Group, Atorku og Glitnis?

Ég á erfitt með að trúa því, en það er ekki hægt að skilja Björn Inga öðruvísi.

x x x x x

150-220Þá var á það bent í fréttum Sjónvarpsins í gær að menn úr innsta kjarna Framsóknarflokksins höfðu verulega hagsmuni af því að samruni Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy næði fram að ganga á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur.

Voru þar m.a. nefndir til sögunnar Finnur Ingólfsson, fyrrum varaformaður Framsóknarflokksins og ráðherra og þingmaður flokksins til margra ára, Helgi S. Guðmundsson, fyrrverandi formaður fjármálaráðs Framsóknarflokksins, sem einnig hefur átt sæti í bankaráði Seðlabankans og Landsbankans fyrir hönd Framsóknarflokksins, og Kristinn Hallgrímsson, hæstaréttarlögmaður, sem um margra ára skeið hefur gætt hagsmuna framsóknarmanna í atvinnulífinu.

Það verður að teljast í hæsta máta afar óeðlilegt að ekki hafi verið getið um tengsl lykilmanna úr Framsóknarflokknum við Geysir Green Energy áður en ákvörðun um samruna félagsins við Reykjavik Energy Invest og þá hagsmuni sem þeir höfðu af því að samruninn myndi ná fram að ganga.  Og af hverju í ósköpunum var það ekki gert?

Þá hljóta menn að velta því fyrir sér hvort framganga Björns Inga Hrafnssonar við samruna fyrirtækjanna tveggja og sá þungi sem hann lagði á að samruninn gengi eftir tengdist hagsmunum þessara valinkunnu framsóknarmanna sem hér hafa verið nefndir.

Það skyldi þó ekki vera að þeir sjái sóknarfæri fyrir sig í þeirri stöðu sem nú er uppi?

x x x x x

Það verður fróðlegt að sjá hvort Svandís Svavarsdóttir, sem hefur verið í heilagri krossferð gegn áformum og gerðum Björns Inga Hrafnssonar, mun standa í lappirnar gagnvart áformum hans í máli þessu eða kokgleypa öll stóru orðin sem hún hefur haft uppi vegna þess.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Spyrja má:

Hver samdi samninginn?

Hvers vegna var hann lagður fram á ensku?(Voru útlendingar á fundinum?=

Það tekur 2-4 tíma að þýða 6 síðna samning. Hvers vegna var það ekki gert?

Það tekur rúmlega 10 mínútur að lesa samninginn upp á íslensku, (fyrir þá sem skilja illa ensku). Var það gert? 

Gísli Ásgeirsson, 14.10.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Var ekki gamli góði aðalmaður í ferlinu öllu? Hann hefði nú væntanlega beðið um þýðingu á samningnum ef hann hefði ekki skilið hann eða verið aðili að samningu hans???

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.10.2007 kl. 08:39

3 identicon

Burtséð frá öðru í þessu samhengi, þá er kannski góð lexía í þessu fólgin fyrir sveitarstjórnarfólk (og rauna alla aðra) varðandi þá ábyrgð sem hvílir á því fólki sem tekur að sér stjórnarsetur í hlutafélögum og öðrum fyrirtækjum, þótt opinber eða hálfopinber séu. Þarna hefur án efa komið til hjá flokkssystkinum okkar Sigurðar Kára að þau hafa treyst orðum sinna ráðnu starfsmanna. Stóra vafamálið í þessu öllu er framganga Björns Inga, því meira sem opinberast í þessum málum öllum, þeim mun augljósari verður undirferli hans og þjónkun við flokkseigendur í framsókn.

Ellismellur (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 10:35

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hvernig er það, er löglegt að leggja samning milli aðila sem skráðir eru íslenskir, fram á ENSKU????´

Mér er það til efs, að þetta standist, þar sem ekkert tryggir, að fundarmenn skilji ensku og hvað þá sérhæft viðskiptamál enskt.

Vonandi kennir þetta mönnum nú algerlega, að almenningur vill EKKI einkavæðingu auðlinda.  Þetta munum við hafa til hliðsjónar á næsta LANDSFUNDI. 

Svo er annað sem þetta kennir opinberum embættismönnum eða ætti að kenna þeim:  Ekki reyna að fara í stórfiskaleik við hákarlana í viðskiptaumhverfinu.

Það er álíka sniðugt, að ætla þessum mönnum að kunna trikkin í big business og að BIÐJA BAKARA  að taka upp SJÁLFSKIPTINGU Í DROSSÍU MEÐ SÍNUM VERKFÆRUM!!!! 

Þar brestur bæði kunnáttu og tækin eru ekki nothæf.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 15.10.2007 kl. 12:12

5 identicon

Margir úr þínum flokki eiga hagsmuni að gæta,

Þetta er lákúrulegt að tala svona

sveinbjörn (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 12:55

6 Smámynd: Ellert Guðmundsson

Þetta er aumkunarvert yfirklór og ekki þér sæmandi. Sjálfstæðismenn eru blóðugir upp fyrir axlir í OR, REI og GGE. Sitja í stjórnum, meðeigendur fyrirtækja sem eiga þarna hlut og með meirihlutann í Reykjavík (þáverandi), sem stjórnaði þessu öllu. Vilhjálmur er aðal playerinn í þessum farsa og þessar árásir er ykkur til vansa. Vilhjálmur hefur skrifað sína pólitísku sögu, með smáu letri í Valhöll. Borgin var ykkar og hefði verið ykkar ef þið hefðuð haft kjark til að láta hann fara.

Ellert Guðmundsson, 15.10.2007 kl. 14:06

7 Smámynd: Auðun Gíslason

Og við Sjálfstæðismenn (sjúbb) komum þarna hvergi nærri, að sjálfsögði!

Auðun Gíslason, 15.10.2007 kl. 14:45

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

meðal annars kom fram að OR myndi beina öllum verkefnum erlendis til REI og að samningurinn sé til 20 ára, á löngum fundi á heimili borgarstjóra þann 23. september sl. Borgarstjóri lýsti sig samþykkan áformum um sameiningu REI og Geysi Green Energy á þeim forsendum sem í minnisblaðinu greinir.

Þetta er með ólkindum...hver skrökvar í þessu máli ? 

Jón Ingi Cæsarsson, 15.10.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband