Laugardagur, 22. september 2007
Furðu lostnir fréttamenn
Það er kannski eins og að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um stóra Fáskrúðsfjarðarmálið. Þessa dagana opnar maður ekki blað eða kveikir á sjónvarpi eða útvarpi án þess að um það sé fjallað. Það er auðvitað eðlilegt enda málið umfangsmikið og þess eðlis að um það sé rækilega fjallað.
Tvennt vil ég nefna í tengslum við Fáskrúðsfjarðarmálið.
Í fyrsta lagi er ég sammála Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, sem lýsti atburðum fimmtudagsins sem merkum í sögu lögreglu og landhelgisgæslu, enda hafa íslensk löggæsluyfirvöld aldrei áður náð að koma í veg fyrir jafn stórfellt smygl á fíkniefnum til landsins og nú. Það er rétt hjá dómsmálaráðherranum að árangur lögreglu og landhelgisgæslu ,,byggist á árverkni, trausti og trúnaði milli þeirra, sem hafa unnið að því að upplýsa málið og einnig þeim breytingum, sem orðið hafa á skipan lögreglumála og landhelgisgæslu, auk víðtæks alþjóðlegs samstarfs."
Það er auðvitað ljóst að breytt skipan lögreglumála og landhelgisgæslu og aukið alþjóðlegt samstarf íslenskra löggæsluaðila og erlendra gerir yfirvöldum frekar kleift en áður að takast á við skipulagða glæpastarfsemi á borð við fíkniefnasölu og fíkniefnainnflutning. Þar skipta einnig máli þær heimildir og þau tæki sem yfirvöld hafa yfir að ráða samkvæmt lögum til þess að berjast gegn og uppræta slíka starfsemi.
Það er ekki langt síðan að andstæðingar dómsmálaráðherrans í stjórnmálum gagnrýndu hann harkalega fyrir áform sín um að veita löggæsluaðilum áhrifaríkari tæki til að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Ýmsir fjölmiðlar og blaðamenn fóru á þeim tíma einnig hamförum gagnvart ráðherranum, vegna hugmynda sem hann setti þá fram um að setja á stofn sérstaka greiningardeild innan embættis Ríkislögreglustjóra sem ætlað var að gera lögregluna betur í stakk búna í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi.
Fróðlegt væri að heyra sjónarmið þeirra sem þá gengu harðast fram gegn dómsmálaráðherranum í ljósi þess árangurs sem lögreglan náði á fimmtudaginn á Fáskrúðsfirði. Af skiljanlegum ástæðum hafa þessir aðilar látið lítið fyrir sér fara síðustu daga.
Hitt atriðið sem ég vildi nefna sérstaklega í tengslum við Fáskrúðsfjarðarmálið eru viðbrögð fjölmiðla við atburðunum fyrir austan. Um leið og málið komst í hámæli á fimmtudag furðuðu reyndir fjölmiðlamenn sig á því að ekkert hefði spurst út um rannsókn lögreglunnar á málinu, sérstaklega í ljósi þess hversu fjölmenn og viðamikil rannsóknin hefði verið. Á þessu var Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, gjörsamlega gáttaður í viðtali á fimmtudagskvöldið í þættinum Ísland í dag á Stöð 2.
Það er auðvitað kunnara en frá þurfi að segja að forsenda þess að lögreglan nái að upplýsa mál sem þessi er sú að rannsóknir mála fari leynt, enda er þeim sem að slíkum rannsóknum vinna beinlínis skyld samkvæmt lögum að halda slíkum upplýsingum leyndum.
Maður hlýtur hins vegar að velta því fyrir sér hvað veldur því að íslenskir blaðamenn séu nú svo furðu lostnir yfir því að hafa ekkert frétt af þessari viðamiklu rannsókn lögreglunnar fyrr en hún lét til skarar skríða austur á Fáskrúðsfirði.
Hefur aðgangur íslenskra fjölmiðla að slíkum upplýsingum verið annar og meiri áður?
Sigurður Kári
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
Og svo þriðja atriðið með þetta mál - að nú loksins veitmaður hvar Fáskrúðsfjörður er á landinu.
Halldór Sigurðsson, 22.9.2007 kl. 19:23
Ég vil leggja fyrir þig eftirfarandi spurningu.
Þú nefnir í sömu setningunni breytt lög og breyttar heimildir.
"árangur lögreglu og landhelgisgæslu ,,byggist á árverkni, trausti og trúnaði milli þeirra, sem hafa unnið að því að upplýsa málið og einnig þeim breytingum, sem orðið hafa á skipan lögreglumála og landhelgisgæslu, auk víðtæks alþjóðlegs samstarfs."
Er eitthvað í nýjum lögum sem verður til þess að árvekni, traust og trúnaður eða alþjóðlegt samstarf eykst svona mikið að skiptir tugum kílóa í árangri. Oft hefur maður nú séð stuttbuxnabull á prenti en nú keyrir um þverbak.
Annað vil ég spyrja þig um sem löglærðan mann. Hverju þyrfti að breyta í lögum, til að finna rót þessa djöfullega vanda þ.e. uppsprettu peninganna sem lagðir eru í þetta?
Að lokum, hvað þarf mikla breytingu á lögum til að hægt væri að dæma aðila þessa máls fyrir morðtilraun?
Þórbergur Torfason, 22.9.2007 kl. 21:16
Næst verður þetta mál tekið upp á hverri forsíðu og baksíðu blaðanna þegar dómur yfir þessum mönnum verður birtur, það verður eitthvað fáránlegt.
S. Lúther Gestsson, 22.9.2007 kl. 21:45
Sæll Sigurður Kári.
Góð hugleiðing og góð spurning í þessu sambandi.
Stundum hefur mér fundist að blaðamannastéttin sem telur sig fyrst af öllu með fréttir, af öllu hafi tilheneygingu til þess að halda að þeir ráði ferð í landinu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.9.2007 kl. 01:15
Góðar spurningar frá Þórbergi Torfasyni, ætli þeim verði svarað ?
Sævar Einarsson, 23.9.2007 kl. 11:41
Ekki vænti ég svara. Enda þessi málflutningur óverjandi.
Þórbergur Torfason, 23.9.2007 kl. 12:37
Það var gott hjá þér Sigurður Kári að stinga á þessu með fjölmiðlana.Þeir hafa stundum vísað til skyldu sinnar að upplýsa almenning.í mínum huga eru þeir fyrst og síðast að selja vöru.En í þessu máli notaði lögreglan líka fjölmiðlana til að slá um sig.Og sýnir þetta mál okkur ekki fyst og fremst að lögreglan hefur ekki staðið sig.En við skulum vona að augu yfirvalda séu að opnast.Og ég held að það sé ljóst að Björninn er ekki sá sem fastast sefur í hýði sínu.Líka mættu þeir sem halda að það dugi að syngja sálma gegn dópi í miðbæ Reykjavíkur um helgar, fara að hugsa sinn gang.Ég virði kjark þinn sem þingmanns að leyfa fólki að gera athugasemd við skrif þín.
Sigurgeir Jónsson, 23.9.2007 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.