Nýr formaður SUS

Þórlindur Kjartansson var í dag kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á fjölmennu sambandsþingi sem haldið var á Seyðisfirði.  Hlaut Þórlindur rúmlega 90% greiddra atkvæða, en enginn annar hafði gefið kost á sér til formennsku hjá sambandinu.

Þórlindur hlaut öfluga kosningu á þinginu og ég vil nota þetta tækifæri og óska honum innilega til hamingju með hana.  Það eru mikil tímamót í lífi þess sem býður sig fram til starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hljóta kosningu til formennsku hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna, enda er sambandið langöflugasta og fjölmennasta ungliðahreyfing stjórnmálaflokkanna og hefur verið það um langt skeið.  Starf formanns þess er annasamt og krefjandi.  Það þekki ég af eigin raun eftir að hafa gegnt formennsku hjá SUS á árunum 1999 til 2001.

Ég óska líka nýkjörnum stjórnarmönnum innilega til hamingju með kjörið og hlakka til að eiga gott samstarf við nýja forystu ungliðahreyfingarinnar.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband