Flott framtak!

433652AÍ dag var fyrsta strætóskýlinu í Reykjavík gefið nafn.  Þetta strætóskýli stendur við minn gamla skóla, Verzlunarskóla Íslands, og að sjálfsögðu hlaut skýlið nafnið ,,Verzló". 

Það voru borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem hengdu myndarlegt skilti framan á strætóskýlið með nafninu.

Það er umhverfisráð Reykjavíkurborgar sem á heiðurinn af þessu góða framtaki, en Gísli Marteinn gegnir formennsku í ráðinu.

Af fréttum að dæma er ætlunin sú að gefa öllum stoppustöðvum Strætó sitt nöfn sem eru lýsandi fyrir staði sem finna má í nágrenni þeirra.

Mér finnst þetta flott framtak hjá umhverfisráði og gott dæmi um þá fersku strauma sem komu inn í borgarstjórn Reykjavíkur með Gísla Marteini, Þorbjörgu Helgu og félögum þeirra í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.

Þegar maður sér fyrsta skiltið hanga framan á strætóskýlinu fyrir framan Verzló veltir maður því fyrir sér hvers vegna ekki var ráðist í þetta verkefni fyrr?  Í rauninni var fáránlegt að setja niður á annað hundrað strætóskýlum út um alla borg án þess að nefna stöðvarnar einhverjum nöfnum.

Hvar sem maður kemur erlendis hafa stoppustöðvar, hvort sem er í leiðakerfi strætisvagna eða lesta, sitt nafn.  Þessi nöfn auðvelda manni mjög að læra á leiðarkerfin og komast á áfangastað.  Fram til þessa hafa þeir útlendingar sem nýtt hafa sér þjónustu Strætó ekki átt sjö dagana sæla þegar þeir hafa verið að ferðast um borgina okkar, á milli ómerktra stoppustöðva.  Ég sé núna hversu erfitt það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þá að koma leiðar sinnar.

Umhverfisráð Reykjavíkurborgar, með Gísla Martein formann í broddi fylkingar, á mikið hrós skilið fyrir að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd.  Þó svo að hún láti ekki mikið yfir sér og kosti ekki mikla peninga er hún fersk og snjöll og gott dæmi um litla hugmynd setur skemmtilegan brag á borgina okkar.

Kannski þetta leiði til þess að strætisvagnarnir hætti að keyra um galtómir.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hjartanlega sammála, þetta er skemmtileg og góð hugmynd. Vona heitt og innilega að strætóskýlið á Garðabrautinni á Akranesi verði látið heita Gurrí ... en ég efast þó um það

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:14

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Merkilegt að þetta skuli ekki hafa verið gert fyrr. Þegar ég var krakki þá kallaði stróbílstjórinn í hljóðnema hvar væri næst stoppað. Er það ekki löngu fyrir bí?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.8.2007 kl. 00:56

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stróbílstjórinn!!!'... Ég hélt ég hefði skrifað strætóbílstjórinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.8.2007 kl. 00:58

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Annars bjóða þessar nafgiftir upp á skemmtilega möguleika. Hugmyndasamkeppni takk!

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.8.2007 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband