Föstudagur, 20. júlí 2007
Frjáls, óháður og hlutlaus fjölmiðill?
Ég er einn af þeim sem hlusta endrum og sinnum á Útvarp Sögu. Stöðin býður upp á þætti þar sem megináherslan er lögð á talað mál sem er góður valkostur í þeirri flóru sem boðið er upp á í íslensku útvarpi. Að mínu mati býður stöðin upp á ýmsa ágæta þætti, einkum morgunþátt Jóhanns Haukssonar, sem nefndist ,,Morgunhaninn" auk þess sem mér finnst Sigurður G. Tómasson bjóða upp á gott útvarp milli klukkan 9 og 11 á morgnanna.
Með þessu er ég þó ekki að segja að ég sé endilega sammála þeim sjónarmiðum sem þeir félagarnir setja fram í þáttum sínum, en þeir mega eiga það að þau umfjöllunarefni sem þeir taka sér fyrir hendur eru oft áhugaverð eins og viðmælendurnir oftast einnig. Þeir erum a.m.k. góðir fyrir sinn hatt.
Útvarpsstöðin Útvarp Saga og útvarpsstjórinn, Arnþrúður Karlsdóttir, hafa um langa hríð lagt mikla áherslu á að stöðin sé frjáls og óháð, hinn hlutlausi vettvangur skoðanaskipta fólksins í landinu.
Eflaust var það svo í byrjun. Ég tók hins vegar eftir því í aðdraganda varaformannskjörs í Frjálslynda flokknum, milli þeirra Margrétar Sverrisdóttur og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, að þessi ágæta útvarpsstöð varð einhverra hluta vegna aðal vettvangur þeirrar kosningabaráttu. Menn geta dæmt hver fyrir sig hversu hlutlaus umfjöllun um það tiltekna mál var á stöðinni en í mínum huga var alveg ljóst hvorn frambjóðandann stöðin og þeir sem að henni standa studdu í þeim kosningum.
Í alllangan tíma hafa forsvarsmenn Frjálslynda flokksins verið afar fyrirferðamiklir á Útvarpi Sögu. Þeir hafa reglulega verið þar viðmælendur og flutt þar pistla. Ekki er útilokað að frambjóðendur og kjörnir fulltrúar þess flokks hafi verið duglegri að nýta sér þennan miðil en fulltrúar annarra flokka. Það skal ósagt látið, en sé sú raunin þá eiga þeir hrós skilið fyrir.
Ég fæ hins vegar ekki betur séð en að á síðustu vikum hafi forsvarsmenn Útvarps Sögu ákveðið að binda enda á það hlutleysi stöðvarinnar sem þeir áður reyndu að sannfæra almenning um að væri til staðar þar innanbúðar.
Af einhverjum ástæðum eru nú tveir af frambjóðendum Frjálslynda flokksins, þau Grétar Mar Jónsson, þingmaður flokksins, og Ásgerður Jóna Flosadóttir, sem skipaði 2. sætið á lista Fjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, orðnir hvorki meira né minna en dagskrárgerðarmenn á stöðinni.
Nú er ég ekki að segja að Gréta Mar, kollegi minn á Alþingi sé slæmur útvarpsmaður. Hann stýrir hins vegar umræðuþætti á stöðinni þar sem einungis er fjallað um stjórnmál.
Ætli það myndi ekki heyrast hljóð úr einhverju horni ef ég og félagi minn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, hefðum verið fengnir sem dagskrárgerðarmenn á Bylgjunni. Eða myndi fólki ekki bregða ef framsóknarmennirnir Birkir J. Jónsson og Valgerður Sverrisdóttir yrðu fengin til að stjórna morgunþættinum á FM957?
Hafi Útvarp Saga einhvern tíma verið frjáls, óháður og hlutlaus umræðuvettvangur er réttmætt að efast um svo sé lengur.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Sigurður Kári núna ertu að kasta steini úr gler húsi,útvarp sjálfstæðisflokksinns(RÚV)hefur í gegnum tíðina ekki svarað gagnríni sem beinist að flokknum eða öðru sem XD víðvíkur.
Að tala um RÚV sem óháðan miðil er út úr kortinu og ekki batnaði það eftir að Páll Magnússon kom þar inn.
Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 23:28
Ég hef sjálfur hugsað út í þetta og er sammála þér. Þetta truflar mig hinsvegar ekki neitt. Frjáls fjölmiðlun í mínum huga snýst einmitt um þetta: Að geta stofnað fjölmiðil og haldið úti mínum skoðunum, hvort sem þær eru úr ranni VG eða xD. Síðan ræður markaðurinn því, hvort fjölmiðillinn lifi eður ei.
Þessvegna varð ég svo hissa og fannst þessi sirkus í kringum afgreiðslu fjölmiðlalaganna frægu svo öfugsnúinn; Sjálfstæðismenn orðnir kommar og kommarnir frjálshyggjumenn
Auðvitað átti aldrei - og á ekki - að setja nein lög um eignarhald á fjölmiðlum. Einu reglurnar sem eiga að gilda gagnvart neytendum fjölmiðla, eru um að eignarhaldið sé gegnsætt - að það sé upplýsingaskylda um eignarhaldið gagnvart neytendum. Að sumu leyti voru því gömlu flokksblöðin skárri hvað þetta varðar. Maður vissi hvaða "gleraugu" átti að nota við lesturinn.
PS. Tilraun flokks þíns til að koma fjölmiðlalögunum í gegn voru mikil vonbrigði og í raun aðför að tjáningarfrelsinu. Þannig sá ég það alltaf og geri enn.
Árni Helgi Gunnlaugsson, 21.7.2007 kl. 00:09
Ég get samsinnt því að Útvarp Saga sé ekki með öllu óháð þegar kemur að Frjálslynda flokknum. Ég man hinsvegar allnokkur dæmi þess að þegar fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafa verið kvaddir til umræðna um pólitísk mál hjá Rúv þá hafa fulltrúar þess flokks gkeymst.
Grétar Mar stjórnar umræðuþætti milli 11 og 12. Sá þáttur er EKKI helgaður stjórnmálapólitík.
Ég er ekki hlutlaus í þessu máli því ég er flokksbundinn Frjálsl. fl. Ég fylgdist með átökunum milli Margrétar og flokksforystunnar. Ég varð margsinnis áheyrandi að ósannindum og glórulausu bulli stuðningsmanna Margrétar um þau málsatvik á Sögu.
Við frjálslyndir höfum haft okkur í frammi á þessari stöð umfram aðra flokka. En við höfum ekki notið neinnar hlífðar til að forða gagnrýni af hálfu þeirra sem hafa aðrar skoðanir og áreiðanlega aldrei beðið um það.
Og sannarlega hafa okkur ekki ævinlega verið vandaðar kveðjunar þar.
Árni Gunnarsson, 21.7.2007 kl. 00:19
Hver segir að sjálfstætt rekin útvarpsstöð þurfi að vera hlutlaus í málflutningi sínum? Ég er þar með ekki að segja að Útvarp Saga sé á hlutlausu svæði, hún er eina útvarpstöðin sem þorir að láta málflutning fólksins í landinu hljóma óritskoðað ... Í beinni útsendingu!
Það sem mér finnst vera athugavert er að ríkisfjöðmill, sem krefur landsmenn um afnotagjöld til kostunar á fréttaflutningi sínum,skuli velja stjórnarliða aftur og aftur í umræðuþætti hjá sér. Ríkisfjölmiðill á ekki að geta misnotað aðstöðu sína svo gróflega sem hann gerir.
Fyrir síðustu alþingiskosningar sniðgekk RUV þessa einu augljósu stjórnarandstöðu sem Frjálslyndiflokkurinn er.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.7.2007 kl. 11:48
Þetta er nú dáldið fyndinn pistill frá ungum sjálfstæðismanni. Það er þannig að okkur sem stöndum utan við trúarheim frjálshyggju og einkavæðingar og erum þar að auki af öðru kyni og aldri hefur eins lengi og ég man eftir fundist RÚV og þá sérstaklega sjónvarpið vera eins og einkaeign Sjálfstæðismanna og í sjónvarpi allra landsmanna sé enginn túlkun á íslenskum veruleika nema í gegnum bláhvíta móðu Sjálfstæðisflokksins.
Reyndar finnst mér tök Sjálfstæðisflokksins ekki eins miklar ískrumlur á útvarpi eins og sjónvarpi. Ég held nú reyndar að það sé vegna þess að sjónvarpið er miklu mikilvægara í skoðanamyndun og sýnileika stjórnmálamanna.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.7.2007 kl. 15:09
úff.... lesa fyrst gera svo athugasemdir!
Hvergi er sagt að útvarp saga megi ekki vera hliðholl frjálslynda flokknum heldur er verið að benda á að það fer ekki saman að segjast vera frjáls og óhað útvarpstöð og vera það svo klárlega ekki. Maður segist ekki vera A þegar maður er B.
Það hvort að RUV sé óháð eða ekki kemur málinu ekki við. Allt önnur umræða.
Tökum annað sambærilegt dæmi. Jóa sjoppa gefur sig út fyrir að selja ekki ruslfæði en býður upp á kokteilsósuleginn hamborgara. Eðlilegt er þá að gagnrýna Jóa sjoppu fyrir staðhæfinguna um að selja ekki ruslfæði ALGJÖRLEGA ÓHÁÐ hvað aðrar sjoppur gera.
Reyndar er ég ósammála ykkur með RUV finnst fréttastofa útvarps vera oft á tíðum ansi rauð.
Hafrún Kristjánsdóttir, 21.7.2007 kl. 15:37
Útvarp Saga er ekki hlutlægt útvarp og hefur aldrei verið. Útvarpsstjórinn hyglir þeim sem hentar hverju sinni eftir því sem vindar blása. Mikið meira áberandi jámiðill Baugs en t.d. Fréttablaðið er á yfirborðinu.
Það þarf ekki lengi að hlusta til að heyra hanskann tekinn upp fyrir þann sem brauðfæðir stöðina.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.7.2007 kl. 17:19
Ég held að fólk ætti að ígrunda hvað felst í orðunum "frjáls og óháður". Það er frelsi að geta tjáð skoðanir sínar með útvarpsstöð að vopni, en þá er líka rétt að það komi fram í yfirskrift fjölmiðilsins hverrra manna fjölmiðillinn er. Ríkisútvarpið á að vera hafið yfir allan vafa um hlutleysi sitt en allir hinir fjölmiðlarnir eru frjálsir. Þeir bara sleppa því að geta þess hverra erinda þeir ganga. Þar sem þeir eru á markaði, þá reyna þeir að skreyta sig óháða stimplinum því ef þeir gerðu það ekki þá myndi markhópur þeirra minnka. Þeir vilja nefnilega hafa markhópin allt landið og miðin. Þess vegna segi ég, að fjölmiðill sem ekki gerir fulla grein fyrir sjálfum sér, hann er óheiðarlegur.
Ég hreinlega skil ekki þetta tal um að ríkisútvarpið hafi yfir sér bláleitan blæ. Er fólk búið að gleyma umræðunni um vinstri slagsíðu Spegilsins?
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.7.2007 kl. 04:31
Frekar er visntri slagsíða á RUV en hægri.
Eftir Hf-inguna hefur enn meir borið á þessu.
Fréttastjórar eru flestir annaðhvort yfirýstir vinstrimenn eða áður yfirlýstir sem slíkir.
Útvarpsstjóri, rauðbleikur Krati og svona má lengi telja.
Um Sögu er það að segja, að menn bíta nú ekki í hendina sem fóðrar mann. Hvergi í nokkrum fjölmiðli, er ausið eins miklu bulli um dómsmál en einmitt þar.
ÞEtta ágerðist mjög á ákveðnum tímapunkti í fjárhagsvandræðum þeirrar stöðvar.
Saga er hvorki frjáls né óháð, frekar mætti segja, að stöðin sé háð og bundin, bæði á pólitíska litrófinu og fjárhagslega sviðinu.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 23.7.2007 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.