Reykjavíkurborg einkavæðir

or01Á forsíðu Blaðsins í dag birtist frétt þess efnis að Gagnaveita Reykjavíkur, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, verði seld fáist sanngjarnt verð fyrir félagið.  Þetta staðfestir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri í samtali við Blaðið.

Eins og fram kemur í frétt Blaðsins varð fyrsti vísirinn að Gagnaveitu Reykjavíkur fyrirtækið Lína.net sem stofnað var árið 1999.  Gagnaveitan var síðan stofnuð í byrjun árs 2005 og breytt í hlutafélag í byrjun þessa árs.

Í fréttinni er það haft eftir borgarstjóra að eðlilegt sé að ráðast í þessa sölu enda telji hann óeðlilegt að Orkuveita Reykjavíkur standi í samkeppnisrekstri á sviði gagnaflutninga.  Orkuveitan eigi fyrst og fremst að framleiða rafmagn, heitt og kalt vatn og gera það á eins hagkvæman hátt og kostur er.

Sjónarmið Vilhjálms borgarstjóra eru hárrétt.  Opinberir aðiliar, hvort sem um er að ræða ríki, sveitarfélög eða fyrirtæki í þeirra eigu, eiga ekki að standa í samkeppnisrekstri, hvort sem er á sviði gagnaflutninga eða á öðrum sviðum.  Þess vegna eru áform meirihlutans í Reykjavík um að selja fyrirtækið skynsamleg.

Þó svo að hugmyndafræði meirihlutans um að selja fyrirtæki sem er í samkeppni við einkaaðila á sama markaði sé hárrétt, er rétt að taka fram að það sjónarmið nær til fleiri fyrirtækja en þeirra sem eru í beinni samkeppni á markaði.  Að mínu mati á hið opinbera yfir höfuð ekki að standa í rekstri sem einkaframtakið getur sinnt jafn vel eða jafnvel betur.

Þó svo að risastór skref hafi verið stigin í einkavæðingu ríkisfyrirtækja á síðustu árum og áratugum blasir við að fjölmörg fyrirtæki sem nú eru í ríkiseigu ætti að selja einkaaðilum.  Nægir þar að nefna þrjú augljós dæmi, nefnilega Íslandspóst, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Vonandi verða þessi fyrirtæki leyst úr viðjum ríkisrekstrarins á komandi mánuðum eða misserum.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð kom afar skýrt fram á síðasta Landsfundi,--þrátt fyrir óskiljanlegar breytitngar á fundarsköpum og hlálegri aðferð við samþykkt þessara breytinga, --að hinn almenni Flokksmaður er hjartanlega sammál því, að auðlindir þjóðarinnar SKULI veraundir fullveldisrétti og þannig í raun, eign þjóðarinnar.

Eftir þennann Landsfund, hef ég talað við afar marga venjulega flokksmenn og þá sem eru bara réttir og sléttir kjósendur hans.  Þar kemur algerlega skýrt fram, að einkavæðing t.d. orkufyrirtækja er mönnum afar á móti skapi. 

Ef menn hyggjast samt sem áður, að fara þá slóð, gæti svo farið, að slóð flokksins yrði miklu mun mjórri og torsóttari til áhrifa.  Það er nefnilega þannig, að atkvæðin eru bundin við persónu en ekki fjölda gramma Gulls í pyngjum manna.  Semsagt, svona réttur og sléttur brauðstritari eins og ég, höfum alveg sama kosningarétt og Finnur Ingólfs og félagar sem nú fara dagfari og náttfari til þess að eignast Norðurorku og félag í eigu þess félags --Fallorku.  Þar kváðu vera samningar um nýtingu Þeystarreykja og jarðhita þar umhverfis.

 Hygg að, brautargengi er undir vilja Herra og Frú kjósanda.  Aftl til GÓÐRA hluta er þaðan komin og mun safnast þangað á fjögura ára fresti, héreftir sem hingað til.

Með kærustu Flokkskveðjum

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.7.2007 kl. 13:30

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg verð að vera algjörlega sammál Miðbæjarihaldinu þarna mjög/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.7.2007 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband