Kćr og góđur vinur fallinn frá

Kćr vinur minn, Einar Oddur Kristjánsson, er látinn.  Hann lést á laugardaginn, langt fyrir aldur fram, einungis 64 ára ađ aldri.

Ég fékk ţessi sorglegu tíđindi síđdegis á laugardaginn. 

Ég hef ţekkt Einar Odd og hans fjölskyldu í fjölda ára.  Brynhildi dóttur hans kynntist ég fyrst úr fjölskyldunni á Sólbakka.  Einar og Sigrúnu heimsótti ég fyrst vestur áriđ 1999 ţegar ég sóttist eftir embćtti formanns Sambands ungra sjálfstćđismanna, en Binna og Teitur Björn voru mér innan handar í kosningabaráttunni ţar fyrir vestan.  Frá ţeim tíma var mjög kćrt milli mín og ţeirra allra.

Leiđir okkar Einars Odds lágu saman í ţingflokki Sjálfstćđisflokksins eftir alţingskosningarnar 2003.  Viđ Einar Oddur vorum sessunautar á ţingflokksfundum og međ okkur myndađist mikill og kćr vinskapur.  Ég minnist ţess sérstaklega hversu vel Einar Oddur tók mér sem nýjum ţingmanni eftir ţessar kosningar.  Til hans var alltaf gott ađ leita, sama hvert erindiđ var  Hann var einlćgur og ráđagóđur og einkar skemmtilegur.

Í mínum huga var Einar Oddur einn áhrifamesti stjórnmálamađur síđustu áratuga á Íslandi.  Hann var fastur fyrir og fylginn sér.  Mikill málafylgjumađur á Alţingi sem barđist af heilindum fyrir hagsmunum sinna umbjóđenda.  Hann Einar Oddur hafđi mikla persónutöfra og var ákaflega mikill orator.  Ţegar hann flutti rćđur sínar á Alţingi kappkostuđu ţingmenn ađ missa ekki af ţeim, svo snjallar voru ţćr.

Međ andláti Einars Odds hverfur á braut afar merkilegur stjórnmálamađur, góđur samstarfsmađur, en fyrst og fremst kćr og góđur vinur sem mér ţótti afar vćnt um.  Ég á eftir ađ sakna hans sárt.

Sigrúnu og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúđarkveđjur á ţessum erfiđu tímum.

Guđ geymi Einar Odd.

Sigurđur Kári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband