Er bensínið dýrara á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni?

bensinEins og komið hefur fram á þessari síðu hef ég verið töluvert á ferðinni um landið þetta sumarið.  Og í síðustu viku gerðum við í fjölskyldunni víðreist um Norðurland.

Ég veitti því sérstaka eftirtekt hvað líterinn af bensíni í sjálfsafgreiðslu kostaði þegar ég lagði í hann frá Reykjavík, en eins og gengur tók ég bensín í upphafi ferðarinnar.  Verðið á lítranum var 124 krónur.

Þegar ég þurfti síðan að bæta bensíni á bílinn norður í landi vakti það athygli mína að bensínlíterinn þar var nokkuð ódýrari og kostaði sléttar 120 krónur, einnig í sjálfsafgreiðslu.

Á ferð minni um norðurland stoppaði ég nokkrum sinnum á bensínstöðvum og keypti eldsneyti á þessum kjörum.  Þegar við komum aftur suður til Reykjavíkur hafði bensínverðið hækkað í 124 krónur.

Eldsneytisverð á Íslandi er alltof hátt.  Um það verður ekki deilt.  Ástæður þessa háa verðlags eru margvíslegar og ber ríkið þar mikla ábyrgð, enda er skattheimta og önnur gjaldtaka af eldsneyti gríðarlega há hér á landi sem kemur fram í verðlaginu.

En getur það verið að við höfuðborgarbúar þurfum að borga meira fyrir bensíndropann en íbúar landsbyggðarinnar?

Af reynslu minni virðist svo vera, án þess að ég ætli að fullyrða nokkuð um það.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er engin ímyndun í þér. Ég hef tekið eftir því sama á ferðum mínum um landið. Það er ansi skrítið, þar sem maður myndi ætla að það væri dýrara að keyra bensínið úr Örfirisey upp á Bústaðaveg, heldur en frá Örfirisey til Egilstaða. Það væri gaman að sjá kostnaðarleg rök hjá olíufélögunum fyrir þessum verðmun.

Friðjón (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 14:16

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hefur einhvern tíman verið eitthvað vit í verðlagningu á olíu og bensíni á Íslandi yfir höfuð. Hvernig til dæmis getur verið 6 króna munur á olíu á Breiðdalsvík og Egilstöðum? Þarna eru einungis 83 kílómetrar á milli staða. Er ekki til einhver sjóður sem olíufélögin fá fjármagn úr sem tryggja á sama verð um allt land?Þú Sigurður Kári ert í fínni aðstöðu til að skoða þessi mál og mættir alveg berjast fyrir því að þín stjórn lækkaði eitthvað þessa rányrkju sem stunduð er af hálfu ríkisins í formi skatta á olíu og bensín

Hallgrímur Guðmundsson, 13.7.2007 kl. 16:34

3 identicon

Sigurður þú hefur örugglega keypt bensín á Akyreyir sennilega hjá Orkunni, í bæjarstjórn Fjallabyggðar "sem er fyrir norðan "var verið að skora á Olís sem er með bensínstöð á Siglufirði og einnig í Ólafsfirði reyndar er samkeppni í Ólafsfirði að lækka bensínið á Sigló til samræmis viuð það sem er í Ólafsfirði en þar var lítirinn á 124 kr. en Sigló 126 þetta var á þriðjudaginn. í dag kostar lítirinn á Sigló 128,60 og taktu eftir það er í sjálfsafgreiðslu.

Það er alltaf lægst bensíverð á stór Reykjavíkursvæðinu því þar er samkeppni, sem betur fer er þetta að færast út á land td til Akureyrar.

Sigurður þú sem þingmaður átt að sjálfsögðu að skoða málið. skoðaðu www.sksiglo.is en þar var fjallað um bensíverðið og tók Bylgjuþátturinn í bítið þetta til skoðunar.

Með kveðju að norðan.

Hermann Einarsson

Hermann Einarsson (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 21:11

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

KLUKK

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.7.2007 kl. 01:01

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Er það bara ekki í fínu lagi að eitthvað sé ódýrara á landsbyggðinni...það finnst mér.

Mér finnst þú skrifa eins og það sé eitthvað slæmt að hafa hlutina ódýrari hér.

Annars hlýtur þetta að vera einhver undantekning sem ég hef ekki tekið eftir, hef ekki séð svona ódýrt bensín hér fyrir austan.

Einar Bragi Bragason., 14.7.2007 kl. 01:52

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bensínið er dýrara á Reyðarfirði en í Reykjav. M.a.s. dýrara en á Egilsstöðum. Þegar ég spurði umboðsmann Shell á Egst. hverju það sætti að bensínið væri dýrara í neðra en efra, svaraði hann því til að markaðurinn væri stærri á Egilsstaðasvæðinu. Það er reyndar ekki rétt hjá honum, ekki lengur. Auk þess held ég að bensínið sé flutt frá Reyðarfirði til Héraðs

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.7.2007 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband