Föstudagur, 13. júlí 2007
Tvær bækur - ,,Viltu vinna milljarð?" og "Kommúnisminn - sögulegt ágrip"
Á síðustu dögum hef ég verið að lesa tvær bækur sem mér finnst ástæða til að minnast á.
Sú fyrri heitir ,,Viltu vinna milljarð?", eftir Vikas Swarup í þýðingu Helgu Þórarinsdóttur. Á forsíðu bókarinnar kemur fram að bókin hafi fengið Bókmenntaverðlaun árið 2006 sem starfsfólk bókaverslana veitir sem best þýdda skáldsagan, enda er hún prýðilega þýdd.
,,Viltu vinna milljarð?" er ágætis saga sem gerist á Indlandi. Í raun er bókin safn smásagna sem tengjast saman. Þetta er reifari sem tilvalið er að lesa í sumarfríinu.
Hin bókin sem ég er að lesa er af öðrum toga, en hún heitir ,,Kommúnisminn - sögulegt ágrip", eftir Richard Pipes. Pipes er einn þekktasti sérfræðingur heims í nútímasögu Rússlands og er hann prófessor emeritus í sagnfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Jakob F. Ásgeirsson og Margrét Gunnarsdóttir, þýddu bókina, en hana fékk ég að gjöf frá góðum vini mínum Ólafi Hrófssyni, miklum Sjálfstæðismanni í Reykjavík.
Það sem mér fannst mest sjarmerandi við þessa bók þegar ég fór að skoða hana var tilvitnun í Malcolm Muggeridge, sem birt er fremst í bókinni, en þar segir:
,,Það sem var mest uppörvandi við sovétkerfið voru ófarir þess. Ef það hefði reynst árangursríkt ... hefði ég vitað að því væru engin takmörk sett hversu langt væri hægt að ganga í ógnunum og þrælmennsku gagnvart manninum."
Eins og fram kemur á baksíðu bókarinnar rekur Pipes sögu kommúnismans á skýran og aðgengilegan hátt. Þar er lýst fræðilegum grundvelli kommúnismans, fjallað um fyrstu hugmyndir um eignalaust samfélag og hvernit til varð kenning um afnám séreignarréttarins og vopnaða byltingu.
Rakin er saga kommúnismans í Rússlandi og velt vöngum yfir því hvers vegna Rússland, þvert á alla spádóma Marx, varð fyrst landa til að verða kommúniskt.
Sagt er frá stjórnarháttum Leníns og Stalíns í Sovétríkjunum, samyrkjuvæðingunni og ógninni miklu, hnignun kommúnistastjórnarinnar í Moskvu og falli hennar.
Fjallað er um sögu kommúnismans á heimsvísu - útbreiðslu hans til Austur-Evrópu, Kína og þróunarlanda, viðtökur hans á Vesturlöndum og kalda stríðið.
Loks er reynt að grafast fyrir um hvers vegna kommúnisminn mislukkaðist og gerð grein fyrir þeim mannfórnum sem kommúnisminn kallaði yfir heimsbyggðina á 20. öldinni.
Það er óhætt að segja að byrjun bókarinnar lofi góðu og að lestri hennar loknum mun ég eflaust geta mælt með þessari forvitnilegu bók.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.