Öflug Heimssýn

heimssyn_96527Þann 5. júní sl. var ný stjórn Heimssýnar kjörin á aðalfundi hreyfingarinnar.

Fyrir þá sem ekki þekkja er Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum.  Heimssýn var stofnuð 27. júní 2002, en meginmarkmið hennar er að stuðla að og standa fyrir opinni umræðu um Evrópu- og alþjóðasamstarf.  Hefur hreyfingin á umliðnum árum staðið fyrir fjölda funda um Evrópumál, haldið úti heimasíðunum www.heimssyn.is og www.heimssyn.blog.is, auk þess sem hún hefur fengið hingað til lands fjöldan allan af erlendum gestum, m.a. þingmönnum af Evrópuþinginu, til þess að ræða málefni Íslands og Evrópusambandsins.

Sjálfur hef ég átt sæti í stjórn Heimssýnar frá stofnun og gengdi embætti varaformanns á síðasta starfsári.

Að þessu sinni voru kjörin í aðalstjórn hreyfingarinnar, auk mín, þau Ragnar Arnalds, rithöfundur og fyrrv. ráðherra, sem jafnframt var kjörinn formaður, Páll Vilhjálmsson, blaðamaður, Bjarni Harðarson, alþingismaður, Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur, Gísli Freyr Valdórsson, sagnfræðinemi, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögfræðingur, Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðinemi, og Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætisráðherra.  Í varastjórn hreyfingarinnar voru kjörin þau Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður, Davíð Örn Jónsson, verkfræðinemi, Brynja Björg Halldórsdóttir, menntaskólanemi, Eyjólfur Eysteinsson, fyrrv. útsölustjóri, Illugi Gunnarsson, alþingismaður, Hörður Guðbrandsson, fyrrv. bæjarstjóri Grindavíkur, og Ingvar Gíslason, fyrrv. menntamálaráðherra.

Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar skiptum við stjórnarmenn með okkur verkum.  Ragnar Arnalds verður áfram formaður Heimssýnar og ég verð áfram varaformaður.  Ritari verður Anna Ólafsdóttir Björnsson og Bjarni Harðarsson heldur um tékkhefti hreyfingarinnar.

Á komandi starfsári má búast við því að Heimssýn haldi áfram því starfi sem hreyfingin hefur staðið fyrir á undanförnum árum.  Við munum áfram halda úti málgagni okkar á netinu og vinna að því að fá hingað til lands erlenda aðila til skrafs og ráðagerða og fundahalds.

Að mínu mati á Heimssýn bjarta framtíð fyrir sér og ég hlakka til samstarfsins við það sómafólk sem hlaut kjör í stjórn hreyfingarinnar að þessu sinni.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband