Glæsilegur sigur á Serbum 17. júní!

fifan_logoÞað var frábært að verða vitni að sigri íslenska landsliðsins í handknattleik á því serbneska í Laugardalshöllinni í gær.  Leikurinn var með miklum ólíkindum.  Ég man a.m.k. ekki eftir því að jafn mörg mörk hafi verið skoruð í jafn mikilvægum leik eins og þessum eða 82.

Serbar eru með hörkugott handboltalið og hefðin fyrir góðum árangri á handboltavellinum er rík hjá þjóðum fyrrum Júgóslavíu.  Það var það afrek hjá íslenska liðinu að ná að slá Serba úr leik og tryggja sér þátttökurétt á Evrópumóti landsliða sem fram fer í Noregi í janúar 2008.  Þá mun íslenska landsliðið taka þátt í úrslitum stórkeppni í tíunda skiptið í röð, sem er einnig afrek.

Okkar menn stóðu undir væntingum í leikjunum tveimur og stemmingin í Laugardalshöll var einstök.  Alfreð Gíslason hefur byggt upp lið sem hefur valinn mann í hverju rúmi og þarf því ekki að treysta á einstaklingsframtak eins eða tveggja leikmanna.  Allir íslensku leikmennirnir hafa burði til þess að bera leik liðsins uppi.

Það verður spennandi að sjá hvaða árangri strákarnir ná á Evrópumótinu og ljóst að væntingarnar verða miklar.  Til þess að árangur náist þarf forysta HSÍ að gera allt sem hún getur til að tryggja að Alfreð Gíslason stýri liðinu í lokakeppninni, enda hefur Alfreð margsinnis sýnt og sannað hversu snjall þjálfari hann er.

Við vonum það besta.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: mongoqueen

ÁFRAM ÍSLAND

Ég er sko hjartanlega sammála því að við verðum að gera allt til að halda Alfreð sem þjálfara liðsins!!

mongoqueen, 18.6.2007 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband