Jón hættur

422469AÞað kom ekki á óvart að Jón Sigurðsson skyldi taka þá ákvörðun að hætta sem formaður Framsóknarflokksins í kjölfar útkomu flokksins í síðustu alþingiskosningum og eftir að ljóst varð að Framsóknarflokkurinn myndi ekki eiga aðild að næstu ríkisstjórn.  Útkoma Framsóknarflokksins í kosningunum var afar slæm, sú versta í sögu flokksins.

Þar sem Jón náði ekki kjöri á Alþingi var ljóst að hann myndi eiga erfitt uppdráttar í formannsembætti hjá Framsóknarflokknum.  Staða formanns stjórnmálaflokks sem hvorki á sæti á Alþingi né situr í ríkisstjórn er býsna vonlaust.

Samstarf okkar sjálfstæðismanna við Jón Sigurðsson frá því að hann tók við formennsku í Framsóknarflokknum var gott og traust.  Hins vegar var dapurlegt að sjá þennan væna mann fara fram með stóryrðum um trúnaðarbrest í garð okkar sjálfstæðismanna og Geirs H. Haarde eftir að ljóst var að ekki yrði framhald á stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, einkum í ljósi þess að Jón hafði sjálfur lagt áherslu á og undirstrikað að ákvörðun formanna flokkanna tveggja um að endurnýja ekki stjórnarsamstarfið væri sameiginleg ákvörðun þeirra tveggja.

Nú taka við athyglisverðir tímar í Framsóknarflokknum.  Á síðustu árum hafa framsóknarmenn barist harkalega innbyrðis og ekki víst að þeim átökum sé lokið.  Guðni Ágústsson, varaformaður, mun nú taka við forystukeflinu í flokknum en ekki er víst að allir framsóknarmenn sjái hann fyrir sér sem framtíðarformann Framsóknarflokksins.  Vitað er að Siv Friðleifsdóttir, nýkjörinn þingflokksformaður flokksins, hefur lengi gengið með formanninn í maganum og eru allar líkur á að hún muni láta sverfa til stáls í komandi formannskjöri innan Framsóknarflokksins.  Þá munu aðrir framsóknarmenn sem nefndir hafa verið í tengslum við formennsku í flokknum, s.s. Björn Ingi Hrafnsson, hugsa sinn gang. 

Því er óhætt að spá því að hinum miklu átökum innan Framsóknarflokksins sé hvergi nærri lokið.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

......geturu ekki skipt um mynd af þér Siggi minn ?  Ert eitthvað svo ferlega "in your face" leppalúðalegur á þessari mynd...

 annars fæ ég minn bittling í kerfinu þannig dont worry.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 12:08

2 identicon

Já Sigurður þú spáir því að BingI ykkar maður í borgarstjórn taki við formennsku hjá Framsókn ég held ekki spái Siv formennsku og Birki Jóni varaformennsku. Hlakkar þér ekki til að vinna með Ingibjörgu og hennar fólki í ríkisstjórn? Verður þetta ekki eftitt eftir allt það sem á undan er gengið td í borgarmálunum þeas R-lista óvildina. eitt að lokum er sjálfstæðisflokkurinn svona eins og mella tekur þann sem borgar best. nei bara pæling :)

Heimann (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 12:35

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mer fynst myndin ágæt,spékopar koma vel fram,og svo er brosið fint engin uppgerð/Baráttukveðjur Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 23.5.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband