Miðvikudagur, 16. maí 2007
Tilboð sem ekki er hægt að hafna?
Um fátt hefur meira verið rætt síðustu daga en myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, blandaði sér eftirminnilega í þær umræður á dögunum þegar hann reifaði þá hugmynd að mynduð yrði minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, með stuðningi eða hlutleysi Framsóknarflokksins.
Ég held að slík ríkisstjórn yrði þjóðinni ekki til hagsbóta. Og afleiðingar slíks samstarfs yrðu líklega verri fyrir Framsóknarflokkinn.
Ekki fæ ég séð hvað Framsóknarflokkurinn gæti fengið út úr því að verja slíka stjórn eða veita henni hlutleysi. Tilboð Ögmundar er þess eðlis að það er ekkert um annað að ræða fyrir Framsóknarflokkinn en að hafna því.
Það er alveg ljóst að í slíku samstarfi myndi Framsóknarflokkurinn aldrei fá að njóta neinna verka slíkrar stjórnar sem ánægja kynni að vera með. Á hinn bóginn yrði framsóknarmönnum kennt um öll þau verk sem aflaga færu hjá ríkisstjórninni. Þess vegna er hugmynd Ögmundar afleitur kostur fyrir Framsóknarflokkinn.
Fyrir utan hagsmuni Framsóknarflokksins er ljóst í mínum huga að yrði mynduð vinstri stjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks þá yrði slík stjórn þjóðinni dýrkeypt. Vinstri stjórnir hafa sem betur fer fram til þessa verið skammlífar. Sagan segir okkur að örlög slíkrar stjórnar yrðu þau sömu, enda hefur ágreiningurinn milli vinstri flokkanna á síðast kjörtímabili verið svo djúpstæður að erfitt er að ímynda sér að slík stjórn myndi hafa þrek til að hanga lengi saman. Það er engin ástæða til að taka áhættuna af slíkri stjórn.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Sæll.
Athugasemd mín tengist í raun ekki þessu bloggi en mér þætti gaman að vita hvort þú sérstaklega sem þingmaður fyndist ekki rétt að fara að lögum?
Ég var nefnilega að keyra Bústaðaveginn í gær rétt fyrir hálf 10 og beið á rauðu ljósi, var þá litið út um gluggann og sá þig í næsta bíl - talandi í símann.
Mér finnst að alþingismenn ættu að fara að lögum eins og aðrir íbúar landsins og meira að segja passa alveg sérstaklega upp á það. Ég sem ungur kjósandi og áhrifaríkur unglingur get nefnilega alveg hugsað þetta sem svo að fyrst þingmenn sem setja lög fara ekki eftir þeim, til hvers ætti ég að gera það?
Vildi í raun bara benda þér á þetta, þú ert fyrirmynd og fólk tekur eftir gjörðum þínum, góðum sem slæmum.
Brynhildur Bolladóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 13:52
Hugmynd Ögmundar er náttúrulega alveg galin og trúlega er alltof mikið úr henni gert. Kómísk staða engu að síður.
En fyrst verið er að velta sér upp úr þessu, Sigurður Kári, og halda því statt og stöðugt fram að meint vinstri stjórn sé landinu hættuleg. Ég furða mig á svona ummælum úr garði alþingismanns. Veit ekki betur en að vinstri menn og jafnaðarmenn sé að finna allstaðar í samfélaginu, fólk sem vinnur sín störf af heilindum og fagmennsku ekkert síður en t.d. framsóknarmenn eða sjálfstæðismenn. Ríkisstjórn Íslands er þar engin undantekning og hún er í sjálfu sér ekkert merkilegri en venjulegt heimilishald þar sem konur eru oftast kjölfestan í góðum ráðahag. Held að það væri því nær að fá fleiri konur til að sjá um ríkishaldið, þær virðast hafa mun betri sýn á það sem skiptir máli í lífinu heldur en karlarnir. Og skiptir þá flokkspassi engu máli. Fleiri konur í ríkisstjórn: Þorgerði Katrínu, Guðfinnu Bjarnad., Ingibjörgu Sólrúnu, Katrínu Júlíusdóttur, Siv Friðleifsdóttur, Valgerði Sverrisdóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Álfheiði Ingadóttur. Geir mætti þess vegna sitja við háborðið og ráða afstöðu heimilisins til stríðsins í Víetnam.
Þorsteinn Egilson, 17.5.2007 kl. 00:08
Mér finnst nú allt í lagi að fara að gefa öðrum færi á að stjórna landinu. Það eru fleiri sem eru klárir en bara meðlimir Sjálfstæðisflokksins. Bara hroki að halda því fram að vinstri flokkar geti ekki stjórnað. Fullt af fólki sem er vel menntað og kann til starfa sem er utan Sjálfstæðisflokksins. Talsvert meira en helmingur þjóðarinnar nota bene. Eins og sjálfstæðismenn séu alvitrir. Framganga ykkar er oft í takt við sértrúarsöfnuði sem iðka bókstafstrú. Ef þið getið ekki myndað stjórn með öðrum flokki en Framsóknarflokknum sem fólk er búið að afneita, eigið þið að reyna að mynda stjórn með öðrum flokki sem fékk stóran hluta atkvæða, eins og Samfylkingin sem dæmi, eða segja af ykkur. Þið verðið að sætta ykkur við að margir eru ekki bókstafstrúar í pólitík og halda því fram að þeirra vit og stefna sé sú eina rétta og algjörlega ósveigjanleg. Flokkar sem geta verið sveigjanlegir og bera hag allra fyrir brjósti og þar með talinn vilja kjósenda eru þeir flokkar sem eiga að vera ráðandi. Þið eigið að hlusta á fólkið!
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.5.2007 kl. 00:45
Takk fyrir þessa miklu umhyggju sem þú hefur fyrir Framsóknarflokknum, ég er hrærð yfir þessari hlýju og velvilja í hans garð og ráðleggingum um hvað hann eigi að gera
Vinstri Grænir eru bara í einhverri brandaramennsku, þeir eru nú bara varla stjórntækir ef þeir hegða sér svona. Það verður á hverjum degi einhver skrípauppákoma, annað hvort Steingrímur J. að móðgast yfir að einhver geri grín að honum eða þá að þeir gera einhverjar gloríur. Það er samt gaman að svona litríkum karakterum í íslenskri stjórnmálaflóru. Bara ef þeir fara ekki að stjórna neinu
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.5.2007 kl. 09:09
Já ég segi bara eins og Sveinn Elías hér fyrir ofan.
Hverjum var kennt um allt sem aflaga fór á síðasta kjörtímabili???
Letilufsa, 17.5.2007 kl. 09:13
Mig dreymdi draum í nótt (morgun) þar sem að ég var á vakt í nótt og svaf í morgun. Hann var ca. svona. Ég var að ræða við við konu í Samfylkingunni og sagði við hana en skrítið að sjá samstarf þessa tveggja flokka. Ég vill ekki sjá hana Ingibjörgu Sólrúnu sem formann Samfylkingarinnar. Ég var að spyrja fylgismann hennar hvað henni fyndist , þá í drauminum og hún svaraði. Ég vildi nú hafa annan formann í flokkinum og sé ekki fyrir mér farsælt samstarf með hana sem fyrirliða.
En þetta var bara draumur. Konan sem að ég var að tala við í drauminum er hátt sett í flokki hinna rauðu.
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 17.5.2007 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.