Kosningakerfið þarfnast endurskoðunar

frettirÚrslit alþingiskosninganna í einstökum kjördæmum varpar ljósi á nauðsyn þess að kosningakerfið sem unnið er eftir verði tekið til endurskoðunar.

Þetta kemur fram með hvað skýrustum hætti þegar skoðað er hvaða þingmenn náðu kjöru í Reykjavíkurkjördæmi-norður.

Í kosningunum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 36,4% greiddra atkvæða og 4 þingmenn kjördæmakjörna.  Samfylkingin hlaut 29,2% greiddra atkvæða eða 7,2% minna en Sjálfstæðisflokkur.  Engu að síður hlýtur Samfylkingin 5 þingmenn í kjördæminu, einum fleiri en Sjálfstæðisflokkur.  Af þessum 5 þingmönnum voru 3 kjördæmakjörnir en 2 hlutu kosningu sem jöfnunarmenn.  Enginn jöfnunarmaður féll Sjálfstæðisflokknum í skaut í kjördæminu.

Þessi niðurstaða er með býsna miklum ólíkindum.  Það er furðulegt að Samfylkingin sem fær mun lakari kosningu en Sjálfstæðisflokkurinn skuli engu að síður fá fleiri þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæminu.

Niðurstaðan þýðir að Sigríður Andersen, sem skipaði 5. sæti á lista okkar í Reykjavíkurkjördæmi-norður, nær ekki kjöri og er utan þings.  Það eru mikil vonbrigði, því enda höfðum við sjálfstæðismenn gert okkur góðar vonir um að Sigríður næði kjöri.

Dæmin um furðulega útkomu eru fleiri.  Þau hljóta að kalla á að menn setjist yfir það kosningakerfi sem unnið er eftir og kanni hvort ekki sé hægt að gera á því breytingar sem komi í veg fyrir þessi saga endurtaki sig.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Sigríður hefði verið öflugur talsmaður skattgreiðenda á þingi. Um það virðast allir vera sammála að það er miður að hún hafi ekki komist inn.

Ólafur Örn Nielsen, 14.5.2007 kl. 13:30

2 identicon

Sæll,

Mér finnst í lagi að viðhöfð sé heiðarleg umræða um kosningakerfið. Þannig velti ég því upp hvort farsælt sé að skammast út í andstæðinginn og nafngreina persónur sem leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið og bjóða sig til setu á Alþingi. Að mínu mati væri farsælla að fara yfir leikrelgurnar almennt en ekki bara stöðu mála hjá einum stjórnmálaflokki í einu tilteknu kjördæmi. Ýmsir hnökrar eru á þessu fyrirkomulagi en þú hefur valið að nefna einungis einn. Kv. Sverrir.

Sverrir (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 14:32

3 Smámynd: Bryndís Guðmundsdóttir  (Binna)

Hvenar ætli hægt verði að taka upp nýtt kerfi þegar kosið er. Það væri vel þegið. En núna hafið þið völdin áfram svo það er ekki nein fyrirstaða að breyta þessu núna

Já og til hamingju með sigurinn.

Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 14.5.2007 kl. 14:37

4 Smámynd: Örn Jónsson

Mjög sammála

Örn Jónsson, 14.5.2007 kl. 14:40

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæll Sigurður og við öll xd stóðum okkur vel og allt okkur i hagin/en nu á eftir að vinna ur spilununum og eg bara vona að þið verðið ekki með sömu stjorn meirihlutin er of tæpur og Framsokn er ohæf sem stendur/á að hvila sig og endurnija/það er nog i spilunum/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 14.5.2007 kl. 14:54

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég tek undir með Halla ..... enn og aftur til hamingju Siggi, en hvað heldur þú að Geir geri ? ég geri mér nú grein fyrir því að þú ert ekki að fara að koma með það hér, en ég er alveg að springa.... langar svo að vita hvað þú ert að hugsa

Bestu kveðjur til þín,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 14.5.2007 kl. 15:01

7 identicon

Kæri Siggi,

Munurinn er ekki rúmlega 7% eins og þú segir...heldur fékk D listinn um 25% meiri atkvæði en SF.......þú ruglar saman prósentustigum og fjölda......

það er fáheyrt of course að flokkur sem fær 25% meira fylgi en annar flokkur skuli ekki fá minni fjölda þingmanna....það er eiginlega bara lélegur aulabrandari.

Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 16:11

8 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Já þetta með þessa jöfnunarmenn er alveg fáránlegt. Þetta hlýtur að hafa verið taugatrekkjandi fyrir blessað fólkið að vera rúllandin inn og út alla nóttina. Og hvað var þetta að ef Framsókn hefði fengið 11 atkvæðum meira að þá hefði stjórnin fallið.

Það er líka fáránlegt og afar ólýðræðislegt að hafa þakið fyrir að koma manni á þing 5%. Það er ekki réttlátt að flokkur sem fengi nærri 10,000 atkvæði (miðað við 4,9%) hefðu engan fulltrúa á þingi á meðan að jöfnunarmaður fer inn inn með 2700 atkvæði. 5 prósenta þak er líka til í Þýskalandi en þar er það til að hindra að nýfasistar kæmust á þing.  

Lárus Vilhjálmsson, 14.5.2007 kl. 17:06

9 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Sæll nafni,
Það er vert að endurskoða kosningakerfið sem nú er stuðst við til að jafna vægi atkvæða, sem enn er mjög misjafnt eftir kjördæmum. Ég skoðaði aðeins niðurstöður helgarinnar og bar þær saman við niðurstöður úr tveimur öðrum reiknireglum, bæði með og án 5% reglunnar. Sjá d'Hondt kerfið, 5% reglan og jöfnunarsætin.

Sigurður Ingi Jónsson, 14.5.2007 kl. 17:37

10 Smámynd: Ár & síð

Útreikningur á atkvæðastyrk að baki hverjum þingmanni þingflokkanna fimm (tveir aukastafir):
D – 1,46%
S – 1,49%
V – 1,59%
B – 1,67%
F – 1,83%

Matthías 

Ár & síð, 14.5.2007 kl. 18:38

11 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Þetta er skömm. Fleiri Sjálfstæða inn!

Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 02:25

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki hægt að bera saman Holland og Ísland. Það er engin landsbyggð í Hollandi

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.5.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband