Konum í þingflokki sjálfstæðismanna fjölgar um helming

wp-Að loknum alþingiskosningum er ljóst að miklar breytingar munu eiga sér stað í þingflokki okkar sjálfstæðismanna.  Mikil endurnýjun átti sér stað og fjöldi nýliða taka sæti á Alþingi undir merkjum Sjálfstæðisflokkinn.  Ég vil nota tækifærið hér og óska þeim sem nú taka sæti í fyrsta skipti í þingflokki okkar til hamingju og býð þau hjartanlega velkomin til leiks.

Það sem helst vekur athygli þegar maður rennir yfir nöfn þeirra einstaklinga sem skipa munu þingflokkinn er sú gríðarlega fjölgun kvenna sem verða mun í honum.

Í síðustu Alþingiskosningum hlutu 22 sjálfstæðismenn kosningu.  Þar af voru einungis fjórar konur, þær Drífa Hjartardóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.  Þorgerður Katrín mun ein eiga sæti í þingflokknum á nýju kjörtímabili.  Vegna mannabreytinga fjölgaði konum þó í þingflokknum þegar líða tók á kjörtímabilið.  Þannig tóku þar sæti Ásta Möller, Arnbjörg Sveinsdóttir og Sigurrós Þorgrímsdóttir, allt varaþingmenn sem ekki höfðu náð kjöri á þing í kosningunum sjálfum.

Í kjölfar nýafstaðinna kosninga er ljóst að konum í þingflokki sjálfstæðismanna fjölgar um hvorki meira né minna en helming, en átta konur úr okkar röðum hlutu kosningu, þær Arnbjörg Sveinsdóttir, Ásta Möller, Björk Guðjónsdóttir, Guðfinna Bjarnadóttir, Ólöf Nordal, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Þetta eru merkileg tíðindi og sýnir sterka stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

þetta er bara fín útkoma var að lesa það hér einhversstaðar síðast áðan að konur kæmust aldrei áfram í Sjálfstæðisflokki, en það er greinilega einhver sem fylgist ekkert með

Inga Lára Helgadóttir, 13.5.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það er gott að sjá þessa aukningu og sérstaklega hvað margar konur eru í Kraganum hjá Sjálfstæðisflokknum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.5.2007 kl. 22:45

3 identicon

Persónulega finnst mér meira jafnrétti í því að fólk almennt keppist um öll sæti en ekki það að hafa reglur um að konur fái helming sæta, finnst það jafnvel bara gera lítið úr konum og keppnishæfni þeirra. Við verðum að horfast í augu við það að því miður eru konur ennþá bara u.þ.b. 1/3 framboðs þegar kemur að pólitík almennt, finnst eðlilegt að konur verði helmingur þátttakenda áður en það endurspeglast t.d. á Alþingi. Efitt að fara styttri leiðir án þess að vaða yfir karlmenn.

 En já sýnist þetta vera á réttri leið, vonandi halda hlutföllin að breytast áfram. :)

Geiri (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 08:55

4 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þetta er ekki rétt, ég get ekki betur séð en að konum hafi fjölgað 100% m.v. síðustu alþingiskosningar (sem er bara hið besta mál) en ekki 50%. 4 x 1,5=6 og 4 x 2=8. Rétt skal vera rétt.

Ólafur Guðmundsson, 14.5.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband