Laugardagur, 12. maí 2007
Þeim er ekki treystandi!
Saga vinstristjórna á Íslandi er sorgarsaga. Sem betur fer þó hafa slíkar stjórnir aldrei verið langlífar, en þær hafa verið fólkinu í landinu dýrkeyptar.
Forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa lýst því yfir að þeir muni mynda ríkisstjórn að loknum kosningum fái þeir til þess styrk. Það væru vond tíðindi ef sú yrði raunin.
Það kjörtímabil sem nú er senn á enda hefur verið kjörtímabil framfara, velmegunar og bættra lífskjara. Fólk verður vart við þessar framfarir allt í kringum sig.
Vinstri flokkarnir hafa ekki viljað taka þátt í að hrinda þessum framförum í framkvæmd. Þeir hafa barist gegn þeim hvort sem er í tengslum við lækkun skatta, uppbyggingu menntakerfisins eða annarra málaflokka.
Við eigum að halda áfram sókn á öllum stigum. Sú sókn verður stöðvuð verði mynduð vinstri stjórn eftir kosningar. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun skatta og stórhækkun útgjalda og aukin ríkisafskipti. Forsvarsmaður annars flokksins hefur gengið svo langt að segja að stjórnendur, starfsmenn og eigendur fjármálafyrirtækja, sem staðið hafa fyrir gríðarlegri uppbyggingu hér á síðustu árum sem skapað hefur þúsundir starfa og gríðarlegar tekjur, séu ekki lengur velkomnir á landinu. Verði hér mynduð vinstri stjórn sem lætur verkin tala mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið, gjaldmiðilinn og efnahag ríksins.
Það er ekki lengra síðan en í nóvember sl. að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði: ,,Vandi Samfylkingarinnar liggur í því að kjósendur þora ekki að treysta þingflokknum." Ég er sammála formanni Samfylkingarinnar um að þingflokki hennar er ekki treystandi fyrir stjórn landsins. Og ég ber þá von í brjósti að kjósendur séu sammála okkur Ingibjörgu og að sú afstaða breytist ekki í þessum kosningum.
Eina leiðin til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu, velmegun og bætt lífskjör undir öflugri og traustri stjórn er sú að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í dag.
Sigurður Kári.
Greinin birtist í Morgunblaðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Þetta verður allt í lagi, Sigurður Kári. Þú munt lifa þetta af. Ég heyrði þig segja "Guð forði okkur frá því,,,,," í útvarpi í þessari viku. Það er eins og þú sjáir fram á miklar náttúruhamfarir komist vinstri stjórn að. Mér finnst hollt að skipta um stjórnendur, hvort sem það er í ríkisstjórn eða annars staðar. Ef að maður er öruggur of lengi fer maður að verða værukær.
Ég er sannfærð um að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn séu að reyna sitt besta, efast ekkert um það. Við þurfum bara önnur sjónarmið, það er kominn tími á það, og ég er sannfærð um að þú munt sjá lífið í nýju ljósi í stjórnarandstöðu. Ég tek heldur ekki áhættuna á að þið endið á því að selja Landsvirkjun, Guð hjálpi okkur ef að það gerist !!!!
Gangi þér vel.
mbk
Fröken Það er hollt að vera ósammála
Margret Einarsdottir Long (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 11:40
Hah! Sammála síðasta ræðumanni.
Ég treysti VG og Samfylkingunni svo margfalt betur. Þið eruð sko engir englar, fullir manngæsku í ríkisstjórninni.
Guðmundur Valur (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 11:41
Gleymdi einu..... hefur þú ekki treyst fólki sem hefur svo seinna brugðist þér ?
Mér finnst ríkisstjórnin hafa brugðist ansi stórum hluta þjóðarinnar. Því miður, það er ekki nóg að styðja suma en ekki alla.
Margret Einarsdottir Long (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 11:41
Ykkur er ekki treystandi, Sigurður. Guð forði okkur frá hægri stjórn eftir kosningar.
Steindór Grétar Jónsson, 12.5.2007 kl. 12:09
Hvernig væri að fara milliveginn og mynda hægri/vinstristjórn? Þ.e. D og S í eina sæng? Það mætti alveg reyna það fyndist mér...
Sigurjón, 12.5.2007 kl. 13:07
Sæll Sigurður. Mig langar að greina þér frá því hvert atkvæðið mitt fellur í þessum kosningum. Þrátt fyrir að ég sé sannfærður um að frjálshyggjustefnan sem sumir ykkar boða í Sjálfstæðisflokknum sé sú eina rétta fyrir samfélagið ætla ég ekki að kjósa ykkur að þessu sinni. Ástæðurnar fyrir því eru eftirfarandi;
1. Sovésk Stóriðjustefna flokksins sem er fullkomlega á skjön við allt sem flokkast gæti undir frjálshyggju og með ólíkindum að ungir menn innan ykkar raða skuli skrifa uppá hana.
2. Íraksstríðið og stuðningur flokksins við þær ólöglegu aðgerðir.
3. Fyrirhuguð áframhaldandi stóriðjustefna flokksins.
4. Valdaþreyta og valdahroki sem einkennir stjórnarflokkana, sem sést best á Jónínu og hvernig hún bregst við fullkomlega eðlilegum fréttaflutningi kastljós á hennar málum.
Gefum okkur það að það sé rétt sem D-listinn hefur hamrað á í þessari baráttu að enginn geti stjórnað þessu landi nema þið og að allt fari til andskotans ef einhverjir aðrir flokkar reyni fyrir sér í þeim málum að þá held ég samt að það sé öllum til góðs að láta á það reyna að breyta aðeins til. Þjóðinni til góðs vegna náttúrunnar og lýðræðisins og ykkur til góðs vegna afegaleiddrar stefnu ykkar og valdaþreytu. Þá hafið þið 4 ár til þess að safna vopnum ykkar aftur og enduskipuleggja flokkinn með skýrari frjálshyggjustefnu.
Ég veit að innst inni ertu sammála mér Siggi, Kjóstu því VG í dag ;)
Gaukur Úlfarsson, 12.5.2007 kl. 13:56
Það er þetta stóriðjubrölt Sigurður minn sem er ástæða þess að mér hugnast ekki lengur að kjósa minn gamla flokk þó flokksbundin sé..
Kanada hefur ekki stöðvað frekari byggingu álverksmiðja þar fyrir ekki neitt, Noregur hefur ekki byrjað að loka sínum fyrir ekki neitt og í leið sett litlar byggðir í mikið uppnám, samanber Höyanger. Sérfræðingar innan Landsvirkjunar tala um að hér þurfi að byrja á því að loka álverksmiðjum eftir 20 ár, því þá þurfi að nota hina dýrmæta orku í annað. Hvað verður þá um okkar litlu byggðalög sem verða orðin háð þessum áliðnaði, Húsavik, Helguvík og Austurland? Við þurfum að fara að hugsa lengra en nef okkar nær.. þessi vitleysisgangur gengur ekki endalaust. Hér er orðinn einnig svo mikil mannekla bæði innan heilbrigðiskerfisins, ferðaþjónustunar og fleirri greina. Þið þurfið að fara að kunna ykkur hóf.. meðalvegurinn er gullinn.. og þar hafið þið brugðist all svakalega, því miður.
Það er bara eitt að gera fyrir sjálfstæðismenn í dag..
og það er að setja X við Í og halda samviskunni hreinni.
Björg F (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 18:33
Sæll Sigurður.
Það er ófá atkvæðin sem þú reytir af flokknum þínum, með skifum eins og þessum. Segja eitt og framkvæma þveröfugt fer ekki vel í mig og þó nokkuð marga aðra.
Það er ekki pólítík að mínu skapi að hafa fátt annað fram að færa en við erum bestir fallegastir og klárastir, og afgreiða annað fólk sem aðhyllist önnur sjónamið sem kjána og ekki traustsins vert.
Að lokum spyr ég þíg í 3 sinn. Studdir þú Fjölmiðlafrumvarpið bara í gríni?
, Mitt álit er að stjórnarmeirihlutinn sé fallinn, og ef svo er þá hvet ég þig og aðra unga sjálfstæðismenn, að fara í naflaskoðum.
Lifðu heill. og mundu að nýr dagur með nýjar humyndir er einnig á morgunn.
haraldurhar, 12.5.2007 kl. 20:28
Ég veiy nú ekki hvort nú ekki hvort einhverjum tekst að toppa ykkur, 42% ríksiútgjöld af landsframleiðslu, það þarf að fara aftur til gamla Sovét til að finna annað eins, allt leyfirvætt, einakvinavætt og ríkisvætt í ykkar tíð. Svo tlejið þið ykkur vera boðbera frjálshyggju og einkaframtaks. Svei ykkur, það vantar hér almennilegan hægri flokk, sem sker niður þetta rugl sem þið hafið verið að koma á. Þið eruð ekkert skárri en þesi kommar og Samfylkingarfólk sem eyðið öllu og meira en til er í samneysluna.
Varðandi gjaldmiðilinn að þá væri okkar mesta gæfa að hann gæfi eftir svona 30 til 50% til að koma hagkerfinu niður í jafnstöðu. Ekkert lengur hægt að framleiða í þessu landi. Getum ekki kepp lengur, allir hlutir framleiddir í A-Evrópu eða Kína og vaxtaokrið sem þið hafið stuðlað að á eftir að keyra stóran hluta af fjöskyldum og fyrirtækjum sem enn eru starfandi í þrot.
Hagbarður, 12.5.2007 kl. 21:44
Til hamingju Sigurður
Þröstur Friðþjófsson., 13.5.2007 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.