Föstudagur, 11. maí 2007
Menntun er arðbær fjárfesting
Morgunblaðið birti í gær grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Greinin ber yfirskriftina ,,Menntun er arðbær fjárfesting". Aðgerðir Sjálfstæðisflokksins í menntamálum á síðustu árum hafa borið þess glögg merki að flokkurinn taki undir þá fullyrðingu að menntun sé arðbær fjárfesting og að menntakerfið skuli styrkja og efla.
Villandi talnabrellur
Hins vegar hefur verið dapurlegt að sjá hvernig Ingibjörg Sólrún og aðrir frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa reynt að gera lítið úr þeirri menntabyltingu sem átt hefur sér stað í menntamálum á Íslandi á undanförnum árum með villandi talnabrellum og hreinum rangfærslum. Samfylkingin virðist vera trú þeirri sannfæringu sinni í kosningabaráttunni að ef rangvísandi upplýsingar eru endurteknar nógu oft þá fari fólk að trúa þeim.
Rangar fullyrðingar Ingibjargar Sólrúnar
Ástæða er til að gera athugasemdir við nokkrar fullyrðingar sem fram koma í grein Ingibjargar Sólrúnar og hafa reyndar áður komið fram í greinum annarra frambjóðenda Samfylkingarinnar um menntamál, þar á meðal Ágústs Ólafs Ágústssonar og Katrínar Júlíusdóttur.
Í greininni segir Ingibjörg: ,,Að mati okkar fremstu sérfræðinga er skortur á fjölbreytni ein helsta skýring þess að rúm 30% af hverjum árgangi lýkur ekki formlegu prófi frá framhaldsskóla. Ísland er þar eftirbátur annarra ríkja eða í 23. sæti af 30 OECD-ríkjum."
Þessi fullyrðing er röng. Staðreyndin er sú að um 97% þeirra sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Brottskráningarhlutfall úr framhaldskóla árið 2004 var 84% samkvæmt tölum OECD og hefur farið hækkandi síðan þá. Við erum nú í fremstu röð á þessu sviði.
Á öðrum stað í greininni segir Ingibjörg: ,,Á íslenskum vinnumarkaði eru 40 þúsund manns á aldreinum 25-64 ára sem ekki hafa lokið formlegu framhaldsnámi. Þetta er allt að helmingi hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndum."
Þessi fullyrðing er líka röng og framsetningin villandi, enda er þar miðað við þá sem luku framhaldsskólanámi á árabilinu 1989-1999. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Talnaleikfimi Ingibjargar segir því litla sögu um það hvernig staðan er í dag.
Við erum í fremstu röð í menntamálum
Staðreyndin er sú að aldrei hafa fleiri stundað nám við framhaldsskóla og háskóla landsins og nú. Háskólar hafa aldrei verið fleiri. Aldrei hafa námsleiðir verið jafn margar, tækifærin fleiri og framtíð ungs fólks bjartari. Ekkert ríki ver eins háu hlutfalli vergrar landsframleiðslu til menntamála og Íslendingar samkvæmt tölum frá OECD. Um þetta verður ekki deilt. Íslendingar eru í fremstu röð í menntamálum.
,,Fjárfestingarátak" Samfylkingarinnar
Samfylkingin kynnti á dögunum svokallað ,,Fjárfestingarátak" flokksins í menntamálum. Samkvæmt ,,átakinu" Samfylkingarinnar er stefnt að því að útgjöld til menntamála verði aukin á tveimur kjörtímabilum þannig að við lok síðara kjörtímabilsins verði búið að auka framlög til málaflokksins um 12 milljarða á ársgrundvelli.
Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórnin staðið þannig að málum að útgjöld til menntamála hafa vaxið úr 24,2 milljörðum í 36,6 milljarða, eða um rúma 12 milljarða á einu kjörtímabili.
Svokallað ,,fjárfestingarátak" Samfylkingarinnar og Ingibjargar Sólrúnar er því ekkert átak, heldur áform um samdrátt.
Í aðdraganda þessara kosninga hefur Samfylkingin valið að tala íslenska menntakerfið niður og reynt að gera lítið úr því. Slíkur málflutningur er hvorki Samfylkingunni né menntakerfinu til framdráttar.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður menntamálanefndar Alþingis.
Greinin birtist í Morgunblaðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Það er ekki Samfylkingin sem beytir blekkingum, heldur Sigurður Kári. Ríkið sér um framhaldsskólana og háskólana, á meðan sveitarfélögin sjá um grunnskólana og leikskólana. Staðreyndin er sú að á framhaldsskólastiginu er ísland í 16 sæti af 30 OECD þjóðum, og á háskólastíginu í 21 sæti af 30 í framlögum til menntamála! Það er metnaður sveitarfélagana sem hífir okkur upp á nær topp OECD í framlögum til menntamála per einstakling, og á toppinn ef miðað er við þjóðarframleiðslu.
Þetta sýnir bara hvað þið í Sjálfstæðisflokknum eruð ótrúlega duglegir að taka hluti úr samhengi; afhverju talið þið alltaf um OECD samanburð á öllum skólastigum en ekki bara þeim sem ríkið hefur umsjón með? Ertu að gorta þig af afrekum R-listans sem einsetti grunnskólana og endurreisti leikskólakerfið í Reykjavík?
(endurnýtt úr svar við færslu fyrir neðan, vegna skorts á svörum)
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 11.5.2007 kl. 12:24
Talnaleikfimi Sugurðar Kára er með ólíkyndum. Hér hafa sveitarfélög lyft menntamálum á betra stig þrátt fyrir vonda ríkisstjórn. Hvað gerði Björn Bjarnason sem menntamálaráðherra? Eyddi tugum ef ekki hundruðum miljóna í lagasetnigu um skóla og af hverju? Vegna þess að Svafar Gestsson hafði komið í gegn lögum um framhaldasskóla og þess vegna voru þau ónýt að mati sjálfstæðismanna. Á gróskutíð framhaldsskóla á Íslandi voru engin lög til um þær stofnanir og þá var gaman að vera kennari en eftir að sjálfstæðismenn fengu menntamálaráðuneytið þá er bara forræðishyggja, eilíft kjaftæði um námskrá og lagaumhverfi svo ég tali ekki um innra mat sem þjónar bara einkafyrirtækjum flokksgæðinga sjálfstæðisflokksinns svo þeir hafi eitthvað að gera.
Það hefur ríkt stöðnun í framhaldsskólum á Íslandi undir stjórn sjálfstæðismann og og fyrst og fremst forræðishyggja og ofstjórn
Hér væri hægt að halda áfram endalaust og ræða metnaðarleysi sjálfstæðisflokksins í menntamálum þjóðarinnar en ég efast um að það þjóni miklum tilgangi enda Sigurður Kári stikkfrí í vitrænni umræðu
Kristján Elís (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 23:23
Talandi um talnabrellur þá vil ég benda á að stærsta blekkingin sem þjóðin hefur verið beitt af sitjandi ríkisstjórn er blekkingin um skattalækkanir.
Indriði H.Þorláksson fv.ríkisskattstjóri skrifar grein í Morgunblaðið í dag á bls.44, um skattbyrði, og hvet ég alla til að lesa þá grein áður en þeir fara í kjörklefann í dag.
Tekjuskattar Íslendinga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru með þeim hæstu í Evrópu.
Júlía (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.