Fimmtudagur, 10. maí 2007
Samsæri kostaði okkur sæti í úrslitum
Ég get ekki annað en verið afar ánægður með framgöngu Eiríks Haukssonar á sviðinu í Helsinki í kvöld. Flutningur Eiríks á laginu var hnökralaus, þéttur og góður og laus við alla vitleysuna sem sumir þátttakendur buðu upp á í keppninni sem ekkert á skilið við söngvakeppni. Okkar maður stóð því fullkomlega undir væntingum, enda ekki von á öðru þegar slíkur flauelsbarki er annars vegar.
Ég get hins vegar ekki annað en lýst vonbrigðum mínum með að okkar maður skyldi ekki komast áfram í úrslitin því svo sannarlega stóð lagið og sérstaklega flutningurinn undir því að Eiríkur kæmist áfram. En því miður gerðist það ekki, heldur urðu Hvíta-Rússland, Makedonía, Slóvenía, Ungverjaland, Georgía, Lettland, Serbía, Búlgaría, Tyrkland og Moldóvía hlutskarpari, að mati kjósenda.
Eins og upptalningin á þeim löndum sem áfram komust í úrslit sýnir er niðurstaða kvöldsins ekkert annað en fyndin. Ég skyldi Eirík rauða bara býsna vel þegar hann sagðist vera svekktur og að úrslitin einkenndust af austurevrópsku mafíusamsæri. Það þarf ekki annað en að renna yfir lista þeirra landa sem komust áfram til þess að sjá að okkar maður hefur rétt fyrir sér. Og ekki eflist maður í trúnni á einlægan heiðarleika manna í þessari keppni þegar maður rifjar upp lögin og framgöngu þeirra þjóða sem áfram komust.
Ég hjó eftir því í viðtali við Eirík í Ríkissjónvarpinu að sá rauði vonaðist til þess að Íslendingar væru ánægðir með framgang sinn í keppninni í kvöld. Eiríkur þarf að mínu mati ekki að hafa áhyggjur af því að frammistaða hans hafi valdið vonbrigðum. Frammistaða hans var honum til mikils sóma og raunar alveg fantagóð.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.5.2007 kl. 00:07 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Ég get ekki horft á Evróvision, það fer svo í mínar fínustu þessi svindl. Vá hvað það er mikið af fólki sem að er að velja LAND ekki lag, flutning eða sviðsframkomu. Enda best að vera ekki að svekkja sig á þessu, verðum bara að búa til Evró ísland næstu árin, þá kannski vinnum við
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 11.5.2007 kl. 00:27
Já veistu, eins og ég sagði hjá henni Dögg áðan, þá ættum við að hætta þessari vitleysu. hvað kostar keppnin okkur og hvað erum við að púkka upp á þetta rugl þegar staðan er svona ?
Finnst þér Sigurður að við ættum að halda þessu áfram ?
Kveðja Inga
Inga Lára Helgadóttir, 11.5.2007 kl. 00:33
Eiríkur stóð sig með prýði, við erum einfaldlega of fámenn til þess að eiga möguleika á árangri í keppninni. Auðvitað kýs fólkið sitt land öðru fremur.
Ester Sveinbjarnardóttir, 11.5.2007 kl. 03:05
Tölvusending atkvæða?
Kosningarnar voru framkvæmdar með því að fólk sendi SMS eða hringdi í ákveðin símanúmer. Auðvelt er að láta tölvur gera slíkt hið sama og senda fjöldan allan af boðum á stuttum tíma. Minnisstætt er þegar ákveðinn pizzusali sendi þúsundir eða tugþúsundir SMS skilaboða til landsmanna á aðfangadagskvöld. Björgunarsveitir eru boðaðar á vettvang á sama hátt.
Er hætta á að atkvæði séu greidd í massavís á þennan hátt?
Ágúst H Bjarnason, 11.5.2007 kl. 08:53
Það ætti að hafa dómar í svona keppni, held að það ætti að virka best. Er ekki meiri hluti þjóðanna að syngja á ensku hvort eð er.
Auðvitað er misjafn smekkur hjá þjóðum, annað væri skrítið. Held samt að þetta sé ekki að virka eins og þetta er með símakosningu. Enda nenni ég ekki að horfa á þetta og hef ekki gert í nokkur ár. Heyri óminn af þessu þar sem að aðrir á heimilinu horfa á þetta.
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 11.5.2007 kl. 10:16
Eiríkur stóð sig með miklum sóma fyrir land og þjóð Enda þessi símakosning bara bull á meðan hún er við lýði eigum við ekki séns að komast áfram En Sigurður Kári við vinnum bara ennþá stærri sigur með XD þann 12 Mai
Brynja (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.