Eiríkur okkar rauði

wallp2_240Klukkan sjö í kvöld er líklegt að það hægist nokkuð á kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningarnar.  Því þá mun Eiríkur okkar Hauksson eða "Eiríkur Rauði", eins og hann mun vera kallaður þessa dagana, stíga á svið í Finlandia-höllinn í Helsinki sem fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision-söngvakeppninni þetta árið.

Eiríkur er eini rauði maðurinn sem ég treysti mér til að lýsa yfir stuðningi við á þessum lokaspretti kosningabaráttunnar og vona svo sannarlega að hann muni syngja sig inn í úrslitin.  Vonandi gengur Eiríki betur að sjarmera kjósendur um alla Evrópu en rauðu stjórnmálaflokkunum hér á landi, Samfylkingu og Vinstri grænum, sem nú sverma fyrir íslenskum kjósendum sem vonandi munu ekki kalla yfir sig vinstristjórn í landinu.

Eiríkur hefur um langa hríð verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, allt frá því hann kenndi grasafræði í Seljaskólanum í Breiðholti og söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar með smellunum "Gaggó-Vest" og "Gull", sem gefin voru út í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar árið 1986.  Eins og alþjóð veit hefur sá rauði einnig marga fjöruna sopið sem Eurovisionfari og keppti fyrir hönd Íslands og Noreg á árum áður.

Við sjálfstæðismenn munum að sjálfsögðu standa þétt að baki Eiríki, en ungir sjálfstæðismenn hafa ákveðið að blása til mikillar Eiríksgleði í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins í Húsi verslunarinnar.  Kynnir kvöldsins verður hinn geðþekki Eurovision-spekingur Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Hefði nú ekki verið í lagi að votta honum þá virðingu að koma ekki með andstæðing sinn í umræðuna

Inga Lára Helgadóttir, 10.5.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband