Miðvikudagur, 9. maí 2007
Samfylkingin og skólagjöld - þeirra eigin orð
Í aðdraganda þessara kosninga hefur nokkuð verið rætt um skólagjöld á háskólastigi. Það hefur vakið athygli mína að á þeim fundum sem haldnir hafa verið um menntamál og einnig í umræðum í fjölmiðlum hefur Samfylkingin hafnað því alfarið að skólagjöld verði tekin upp í Háskóla Íslands. Hafa fulltrúar Samfylkingarinnar hafnað því alfarið að stefna flokksins heimili slíka gjaldtöku.
Björgvin G. Sigurðsson heitir þingmaður Samfylkingarinnar sem nú leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi. Við Björgvin G. höfum átt sæti í menntamálanefnd Alþingis á þessu kjörtímabili og segja má að Björgvin hafi verið ,,skuggaráðherra" Samfylkingarinnar í menntamálum og talsmaður flokksins í málaflokknum.
Því var ekki óeðlilegt að Björgvin G. skyldi hafa verið fulltrúi Samfylkingarinnar í umræðuþætti Sjónvarpsins á dögunum þar sem fjallað var um menntamál. Í þættinum taldi Björgvin G. það ekki koma til greina að taka upp skólagjöld í framhaldsnámi í háskólum.
Þessi afstaða Björgvins G. til skólagjalda er í nokkru ósamræmi við þá afstöðu sem fram kom í ræðu hans sjálfs á Alþingi í nóvember í umræðum um háskólamál. Þá sagði Björgvin G.:
,,En það kemur að sjálfsögðu til greina að veita heimildir til skólagjaldstöku á einhverjar tilteknar námsgreinar eða framhaldsnám að því uppfylltu að það sé lánað fyrir náminu og jafnræis til náms þannig að fullu framfylgt."
Í þessu sambandi er ástæða til að rifja upp að afstaða Björgvins G. í nóvember til skólagjalda á háskólastigi var í samræmi við afstöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, til slíkrar gjaldtöku, en þann 15. október 2004 birtist viðhafnarviðtal við hana í Viðskiptablaðinu í aðdraganda formannskjörs Samfylkingarinnar þar sem hún felldi Össur Skarphéðinsson, þáverandi formann af stalli. Í viðtalinu sagði Ingibjörg Sólrún:
,,Mér finnst skólagjöld á háskólastigi alveg geta komið til álita ... . ...en ég sé engin sanngirnisrök fyrir því að fólk borgi verulegar fjárhæðir fyrir fullorðinsfræðslu og fyrir börn á leikskólum en ekkert fyrir aðgang að háskólum."Það er merkilegt að sjá hvernig Samfylkingin er nú á harðahlaupum undan sínum eigin orðum nú skömmu fyrir kosningar.
Með framgöngu sinni eru frambjóðendur Samfylkingarinnar ekki að gera neitt annað en að beita blekkingum sem auðvelt er að sjá í gegnum.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 203686
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Hvaða flokki ert þú eiginlega að reyna að koma á framfæri? Af síðustu fimm færslum hjá þér fjalla þrjár um Samfylkinguna og ein um Íslandshreyfinguna. Mér finnst alltaf voða leiðinlegt þegar sigur á að vinnast af því að hinir eru svo vondir. Reyndu frekar að halda á lofti öllu því góða starfi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið, frekar en að rakka niður starf og skoðanir annarra flokka. Vonandi kýs fólk Sjálfstæðisflokkinn vegna þess hve hann er góður en ekki vegna þess að Samfylkingin er slæm!
Guðrún Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 10:45
Við lesturinn rifjaðist upp fyrir mér málsháttur: ,,Skynsamir menn skipta um skoðun, fíflin ekki."
Þó er væntanlega hægt að rökræða um hvort skoðanaskiptin voru vegna málefnanna eða kjósendanna.
Hildur Æsa Oddsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 13:17
Sigurður Kári, komdu með það sem þú vilt gera fyrir okkur námsmenn
Inga Lára Helgadóttir, 9.5.2007 kl. 14:36
Stefna Samfylkingarinnar, samþykkt á síðasta landsfundi, kveður skýrt á um að ekki verði tekin upp skólagjöld við opinbera háskóla.
Stefna Sjálfstæðisflokksins, samþykkt á síðasta landsfundi, kveður skýrt á um að skólagjöld verði tekin upp við opinbera háskóla.
Hvernig væri að þú bloggaðir frekar um stefnu þíns flokks og kynntir hana fyrir kjósendum?
Steindór Grétar Jónsson, 9.5.2007 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.