Framsóknarflokkurinn - með og á móti!

ime_3851Mikið getur verið gaman að Framsóknarflokknum!

Nú styttist mjög í kjördag.  Kosningabaráttan er að ná hámarki og mikilvægt fyrir stjórnmálaflokkana að toppa á réttum tíma.  Framsóknarflokkurinn hefur fram til þessa ekki náð miklu flugi í kosningabaráttunni, en nú á að láta sverfa til stáls og spila út öllum trompunum til þess að auka fylgið!

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtist skemmtileg frétt.  Þar var farið yfir svör stjórnmálaflokkanna við ýmsum spurningum fréttastofunnar.  Eins spurningin laut að því hvort flokkarnir væru fylgjandi því að heimila sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum, máli sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfum barist fyrir að reyna að koma í gegnum þingið á þessu kjörtímabili.

Í ljós kom að Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka á þingi heimila sölu á léttvíni og bjór utan ÁTVR, t.d. í matvöruverslunum.  Aðrir stjórnmálaflokkar voru því mótfallnir, þar á meðal Framsóknarflokkurinn.

Það sem vakti hins vegar athygli í fréttinni var að fréttakonan sem vann fréttina hafði komist yfir eintak af menntaskólablaðinu Verðandi.  Þar er Framsóknarflokkurinn meðal auglýsenda og lýsir þar framtíðarsýn sinni fyrir menntskælingum, framtíðarsýn sem óhætt er að taka heilshugar undir í því máli sem hér er um að ræða.   Í auglýsingunni segir nefnilega.:

,,Leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum

 - Einokun á áfengissölu er úrelt og gamaldags fyrirkomulag.  Við viljum leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum."

Það er nefnilega það!  Þetta kallar maður að vilja gera allt fyrir alla!  Ekki verður annað séð en að Framsóknarflokkurinn sé bæði fylgjandi því að leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum og líka á móti því.  Geri aðrir betur.  Flokkurinn má því væntanlega reikna með því að bæði fylgjendur og andstæðingar málsins kjósi Framsóknarflokkinn!

Þetta er væntanlega ástæðan fyrir því að framsóknarmenn sjálfir segja Framsóknarflokkinn opinn í báða enda.  Annað getur varla verið.

Sigurður Kári.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Æi ég sá þessa frétt þetta var alveg glatað hjá þeim greyjunum

Ég hef nú bara upplifað Framsókn voða mikið sem þeir viti ekkert hvað þeir vilja

Fyrir stuttu kom Sif td. í blaðinu og var að koma með rök sín fyrir því að minnka greiðslur til SÁÁ, en svo gladdi mig mikið að verið væri að tryggja framtíð þeirra núna. En ég meina eru þau eitthvað ringluð í einstaka málum ?

Kveðja Inga 

Inga Lára Helgadóttir, 4.5.2007 kl. 00:43

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta var auglýsing frá SUF, Sambandi ungra framsóknarmanna sem hafa þetta á sinni stefnuskrá. Heimdellingar hafa nú verið duglegir við að halda fram hlutum sem ekki er á stefnuskrá "gamla" flokksins. "Báknið burt" kemur fyrst upp í hugann

Gestur Guðjónsson, 4.5.2007 kl. 11:28

3 identicon

Sigurður Kári.

Ég sé þannig séð ekkert að því að leyfa sölu  á léttvíni og bjór utan ÁTVR, t.d. í matvöruverslunum.
En hins vegar velti ég því fyrir mér hvort þess sé virkilega þörf á því?

Núna hafa margar Vínbúðir sprottið upp í söluskálum bensínstöðva og fleira (þó aðallega úti á landi og oftast hægt að fá eitthvað að versla þar ef maður spyr afgreiðslufólkið, allavega þá hef ég oft og mörgum sinnum fengið að versla (utan hefðnbundinn afgreiðslutíma)

ég held að þess þurfi ekkert bráðnauðsynlega að færa þetta inn í matvöruverslanir eða sjoppur,

kannski ætti Vínbúðirnar að fara vera opnar til kl 19 alla daga- mánudaga til sunnudaga, sé ekkert að því. þetta skaffar líka fólki atvinnu að hafa Vínbúðir, :)

Arnar B. Guðjónsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband