Sunnudagur, 22. apríl 2007
Er slæm staða Framsóknarflokksins Sjálfstæðisflokknum að kenna?
Fréttavefur Morgunblaðsins birti á föstudag viðtal við Guðna Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformann Framsóknarflokksins, í kjölfar þess að birtar voru niðurstöður Capacent Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn í mikilli sókn og nýtur stuðnings 40,8% kjósenda. Framsóknarflokkurinn er hins vegar í afar erfiðri stöðu og nýtur einungis 7,9% fylgis og missir samkvæmt henni 7 af þeim 12 þingmönnum sem nú eiga sæti á Alþingi fyrir flokkinn.
Af viðbrögðum Guðna við niðurstöðum könnunarinnar að dæma virðist sem hann skýri slæma útkomu flokksins með því að Framsóknarflokkurinn þurfi að taka skellinn af óvinsælum málum, en að Sjálfstæðisflokkurinn sé stikkfrí í umræðum um þau.
Það er ekki nýtt að Sjálfstæðisflokknum sé kennt um dapurt gengi annarra stjórnmálaflokka í skoðanakönnunum. Núverið gerði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, það og nú beinir Guðni Ágústsson spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum.
Það er ekki stórmannlegt að kenna öðrum um eigin ófarir. Það er heldur ekki trúverðugt. Að mínu mati geta framsóknarmenn ekki kvartað undan samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. Fram til þessa höfum við sjálfstæðismenn stutt við bakið á framsóknarmönnum í stjórnarsamstarfinu og öfugt. Ég hef ekki orðið var við það að við í þingflokki sjálfstæðismanna höfum þvælst mikið fyrir Framsóknarflokknum á þessu kjörtímabili. Þvert á móti höfum við staðið þétt við bakið á þeim í erfiðum málum. Ég minnist þess til dæmis þegar Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var að reyna að koma í gegnum þingið svokölluðu vatnalagafrumvarpi gegn mikilli andstöðu stjórnarandstöðuflokkanna. Þá studdu ekki margir framsóknarmenn málstað ráðherra síns, en við þingmenn Sjálfstæðisflokksins stóðum vaktina og börðum málið blóðugir upp að öxlum í gegnum þingið með ráðherranum.
Í tilefni af ummælum Guðna Ágústssonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið stikkfrí í erfiðum málum er nauðsynlegt að minna á eitt atriði í því sambandi. Fyrir síðustu alþingiskosningar hlaut Framsóknarflokkurinn glæsilega kosningu í Norðaustur-kjördæmi og fékk fjóra menn kjörna, Valgerði Sverrisdóttur, Jón Kristjánsson, Dagnýju Jónsdóttur og Birki Jón Jónsson. Í sömu kosningum náðu tveir sjálfstæðismenn kjöri í kjördæminu, Halldór Blöndal og Tómas Ingi Olrich, en Arnbjörg Sveinsdóttir tók síðar sæti hans. Ástæðan fyrir hinni glæsilegu útkomu Framsóknarflokksins í kjördæminu var vafalaust sú að fyrir kosningarnar hafði ríkisstjórnin tekið ákvörðun um gríðarlega uppbyggingu á Austurlandi, sem var bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði. Framsóknarflokkurinn naut þess að ríkisstjórnin ákvað að ráðast í þessa uppbyggingu fyrir austan. Sjálfstæðisflokkurinn naut ekki þeirra verka.
Frá því að síðustu alþingiskosningum lauk hefur orðið ákveðin viðhorfsbreyting meðal almennings þegar kemur að stóriðjuframkvæmdum. Þær voru vinsælar en eru það ekki lengur í sama mæli. Eins mikið og Framsóknarflokkurinn græddi á vinsældum framkvæmdanna fyrir austan fyrir síðustu kosningar er eðlilegt að flokkurinn tapi á óvinsældum sama máls nú. Guðni Ágústsson og aðrir framsóknarmenn geta ekki ætlast til þess að njóta ríkulega ávaxtanna af framkvæmdunum fyrir austan en eftirlátið síðan Sjálfstæðisflokknum að taka út fylgistap vegna breyttra viðhorfa. Slíkt væri ekki sanngjarnt og það veit Guðni.
Ég held að fylgistap Framsóknarflokksins eins og það birtist í skoðanakönnunum þessa dagana megi útskýra með öðrum hætti en þeim einum að Framsóknarflokkurinn þurfi að axla ábyrgð á óvinsælum og erfiðum málum sem ríkisstjórnin hefur talað fyrir.
Þetta kjörtímabil hefur verið Framsóknarflokknum erfitt. Þeir erfiðleikar hafa ekki verið búnir til af Sjálfstæðisflokknum, heldur hafa þeir orðið til innan búðar í Framsóknarflokknum. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, náði ekki vopnum sínum þegar hann tók við sem forsætisráðherra. Það duldist engum. Fyrirvaralítið bortthvarf hans af vettvangi stjórnmálanna og úr forystu Framsóknarflokksins veikti flokkinn í þeim skilningi að tómarúm myndaðist og óvissa um forystu til framtíðar, enda hafði Árni Magnússon, sem margir töldu arftaka Halldórs í formannsstólnum, horfið skyndilega úr stól félagsmálaráðherra og til annarra starfa. Brotthvarf Halldórs leiddi til átaka í Framsóknarflokknum. Átök Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, um formennsku í flokknum að Halldóri gengnum voru hörð og skiptu flokknum í fylkingar. Það sama má segja um átök Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, og Guðna Ágústssonar um varaformannsstólinn. Og Guðni þurfti síðan að sæta því að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, skoraði hann á hólm í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi. Er þá ónefndur Kristins hlutur Gunnarssonar, sem vann pólitísk hryðjuverk í þingflokki Framsóknarflokksins meðan hann átti þar sæti og gerði flokknum erfitt fyrir í mörgum mikilvægum málum.
Þar við bætist að Framsóknarflokknum hefur ekki tekist að koma fram sem sameinað stjórnmálaafl í mikilvægum málum og á stundum hefur verið erfitt að átta sig á því hver stefna flokksins er í mikilvægum málum. Nægir þar að nefna stefnu Framsóknarflokksins í Evrópumálum. Halldór Ásgrímsson og fleiri hölluðust meira og meira að aðild Íslands að Evrópusambandinu á meðan aðrir málsmetandi menn í forystunni, svo sem Guðni Ágústsson varaformaður, voru og eru ákafir andstæðingar aðildar.
Ég held að þær þrautir sem hér er líst og Framsóknarflokkurinn hefur gengið í gegnum á þessu kjörtímabili skýri frekar út gengi flokksins í skoðanakönnunum en þau umdeildu mál sem Guðni Ágústsson vísaði til í viðtalinu við fréttavef Morgunblaðsins. Og eitt er víst að Sjálfstæðisflokkurinn ber enga ábyrgð á þessum erfiðleikum framsóknarmanna.
Við sjálfstæðismenn börmum okkur ekki undan erfiðum málum. Séu þau til staðar bendum við á lausnir til þess að leysa þau. Við göngum til þessara kosninga stoltir af verkum okkar og forðumst að afsaka tilveru okkar eða þeirra verka og stefnumála sem við stöndum fyrir. Þess vegna mun okkur vegna vel í komandi kosningum.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.