Sunnudagur, 22. apríl 2007
Hreppaflutningar stúdenta
Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær undir fyrirsögninni ,,Hreppaflutningar stúdenta. Tilefni skrifanna eru ummæli Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á fundi sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hélt á dögunum þar sem frambjóðendur allra flokka ræddu við stúdenta um hagsmunamál þeirra, þar á meðal lausnir stjórnmálamanna á húsnæðisvanda stúdenta og uppbyggingu stúdentagarða á vegum Félagsstofnunar stúdenta. Ég var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundinum.
Kolbrún Halldórsdóttir lýsti því yfir á fundinum að hún vildi leysa vandann með því að senda háskólastúdentana hreppaflutningum til Keflavíkur og koma þeim fyrir í fyrrverandi húsnæði bandaríska hersins á Miðnesheiði og byggja síðan raflest til þess að koma þeim daglega á til og frá skóla. Ummælum Kolbrúnar lýsir Guðjón Ólafur með þessum hætti í ágætri grein sinni:
,,Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, taldi hins vegar bestu lausnina þá að stúdentum við Háskóla Íslands yrði komið fyrir í fyrrverandi húsnæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, og þaðan gætu þeir ekið kvölds og morgna til náms í Reykjavík. Undir þessa hugmynd tók Jón Magnússon, frambjóðandi Frjálslynda flokksins.
Seint verður sagt að Kolbrún hafi hrifið salinn með sér með þessum tillöguflutningi og hlotið rífandi undirtektir. Fremur má lýsa viðbrögðunum með þeim hætti að stúdenta hafi sett hljóða.
Síðar í greininni segir Guðjón Ólafur:
,,Satt best að segja veldur það mér nokkrum vonbrigðum og áhyggjum að Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn skuli ekki hafa meiri metnað fyrir hönd Félagsstofnunar stúdenta og stúdenta við Háskóla Íslands en raun ber vitni. Í raun er þetta skammarleg framkoma við stúdenta og stúdentaráð og mikil vanvirða við þá miklu uppbyggingu stúdentagarða sem átt hefur sér stað við Háskóla Íslands á undanförnum árum og áratugum.
Framsóknarflokkurinn mun ekki taka þátt í slíkum hreppaflutningum á stúdentum við Háskóla Íslands. Á þess háttar vinstri gölnum hugmyndum verða aðrir að bera ábyrgð.
Ég get tekið undir þessi orð Guðjóns Ólafs. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki leysa húsnæðisvanda háskólastúdenta með því að senda þá hreppaflutningum yfir í önnur sveitafélög heldur beita sér fyrir frekari uppbyggingu á stúdentagörðum í nágrenni Háskóla Íslands.
Í ágætri stefnuskrá sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur gefið út í aðdraganda alþingiskosninganna, ,,Gerum menntamál að kosningamáli, benda stúdentar á ástæður þess að stúdentar búi við húsnæðisskort, en þar segir:
,,Mikill skortur er á stúdentaíbúðum og vegna skorts á byggingalóðum hefur uppbygging þeirra ekki haldið í við fjölgun stúdenta.
Þetta er kjarni málsins. Skortur á byggingalóðum í Reykjavík hefur gert það að verkum að uppbygging stúdentaíbúða hefur ekki verið í samræmi við þá þörf sem til staðar er meðal stúdenta eftir ódýru leiguhúsnæði. Eins og ég benti á á fundinum þá er það ekki ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem ber ábyrgð á þessum lóðaskorti sem stúdentar lýsa réttilega í stefnuskrá sinni. Þá ábyrgð bera forystumenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks sem mynduðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 1994, undir merkjum R-listans og forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar.
Nú er blessunarlega búið að skipta um meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Á fundinum lýsti ég yfir vilja mínum til þess að ræða við forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn til þess að greiða fyrir lóðaúthlutun undir stúdentagarða svo hefja megi þá uppbyggingu sem nauðsynlegt er að ráðast í.
Sigurður Kári.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.