Mánudagur, 16. apríl 2007
Sjálfstæðisflokkurinn er klár í slaginn!
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk á sunnudaginn. Fundurinn var að mínu mati gríðarlega vel heppnaður. Á honum hristum við sjálfstæðismenn okkur saman fyrir komandi kosningar og verður ekki sagt að miklar fortölur hafi þarft gagnvart okkar fólki til að láta til sín taka. Sjálfstæðismenn eru klárir í slaginn og bjartsýnir á gott gengi í kosningunum. Segja má að stemningin á fundinum hafi stigmagnast með hverjum deginum, enda sýndu skoðanakannanir þessa daga að flokkurinn er í stórsókn og allt að 43% landsmanna ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það þarf því ekki að undra að bjartsýni hafi einkennt landsfundarstörfin.
Á landsfundinum kom í ljós hversu mikil eining er um forystu flokksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hlaut glæsilega kosningu til embættis varaformanns, eða 91,3% atkvæða, og Geir H. Haarde hlaut hvorki meira né minna en 95,8% í kosningu til formanns. Þetta sýnir hversu mikil eindrægni ríkir um þessar mundir innan Sjálfstæðisflokksins og ljóst að forysta flokksins gengur með traust umboð flokksins til komandi kosninga.
Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa löngum gagnrýnt flokkinn fyrir að gera ekki nógu vel við þær konur sem starfa innan vébanda flokksins. Ekki voru niðurstöður í miðstjórnarkjöri flokksins sönnun þess. Á landsfundinum var kosið um 11 miðstjórnarsæti milli 25 frambjóðenda. 8 konur náðu kjöri, en einungis 3 karlar, þar af tveir reyndir flokkshestar, þeir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, borgarstjóri. Niðurstaða miðstjórnarkjörsins sýnir svo ekki verður um villst að Sjálfstæðisflokkurinn treystir konum til forystustarfa fyrir sína hönd og er það vel.
Á landsfundinum lögðum við einnig þær málefnalínur sem við munum leggja áherslu á í komandi kosningum. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar í öllum málaflokkum. Sjálfur beitti ég mér mest á sviði menntamála, enda hef ég sem formaður menntamálanefndar Alþingis eytt miklum hluta af mínum starfskröftum í menntamál á þessu kjörtímabili. Ályktun Sjálfstæðisflokksins á sviði menntamála sýnir glögglega þann metnað sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrir hönd menntakerfisins. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Ísland verði þekkingarþjóðfélag í fremstu röð og setur menntamál í öndvegi. Einnig beitti ég mér í öðru málefnastarfi á landsfundi, einkum í sjávarútvegs- og auðlindamálum.
Það málefni sem hæst bar að mínu mati á landsfundinum var útspil formanns Sjálfstæðisflokksins um málefni aldraðra, en um fá mál hefur meira veirð rætt í aðdraganda þessara kosninga. Það er eiginlega sama við hvern er talað, allir leggja þunga áherslu á að bæta þurfi kjör hinna eldri, einkum þess hóps eldri borgara sem lakast eru settir. Þessar áherslur koma ekki eingöngu fram hjá eldri borgurum, heldur ekki síður hjá fólki á mínum aldri, enda á það að vera sérstakt markmið hinna yngri að vinna að velferð hinna eldri. Þeir eiga það skilið enda hafa þeir skilað sínu framlagi til þjóðfélagins með glæsilegum hætti og við af yngri kynslóðinni njótum nú ávaxta þeirrar vinnu.
Það var því mikill sigur fyrir kjarabaráttu eldri borgara þegar Geir H. Haarde lýsti því yfir á landsfundi að á næsta kjörtímabili myndi Sjálfstæðisflokkurinn leggja sérstaka áherslu á bæta kjör eldri borgara á næsta kjörtímabili, það er að segja að grípa til sérstakra aðgerða til þess að auka ráðstöfunarfé þessa hóps. Og hvað er það sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera til þess að ná þessum markmiðum?
Í fyrsta lagi ætlum við að minnka skerðingar á lífeyrisgreiðslum frá almannatryggingakerfinu. Slíkt er nauðsynlegt til þess að ná fram kjarabótum fyrir eldri borgara. Í annan stað viljum við tryggja öllum lágmarkslífeyri úr lífeyrissjóði til viðbótar þeim greiðslum sem koma úr almannatryggingakerfinu, enda státa því miður ekki allir eldri borgarar af digrum lífeyrissjóðum sem þeir geta leitað í að lokinni starfsævi sinni. Hefur formaður Sjálfstæðisflokksins nefnt að slíkar viðbótargreiðslur gætu numið 25.000 krónum á mánuði. Í þriðja lagi viljum við sjálfstæðismenn beita okkur fyrir því að fólk sem er komið yfir sjötugt geti unnið launaða vinnu án þess að það skerði lífeyri frá Tryggingastofnun eins og nú er. Slík breyting er mikið réttlætismál. Í stað þess að vera sjálfkrafa dæmdir út af vinnumarkaði myndi slík breyting hvetja eldri borgara til áframhaldandi þátttöku í atvinnulífinu og til þess að gera sig áfram gildandi í samfélaginu með okkur sem yngri erum.
Þetta eru glæsilegar tillögur sem eldri borgarar geta treyst að verði hrint í framkvæmd fáum við tækifæri til þess að loknum kosningum.
Fjölmargar aðrar merkilega ályktanir voru samþykktar á landsfundi sem vert væri að fjalla um hér. Þó svo að slík umfjöllun verði að bíða betri tíma tel ég að málefnastarfið á landsfundi hafi lagt grunninn að öflugri stefnuskrá flokksins fyrir komandi kosningar.
Þegar á allt er litið verður ekki annað sagt en að fundurinn hafi tekist eins og best varð á kosið og þeir sem stóðu að undirbúningi hans eiga allir hrós skilið fyrir.
Sigurður Kári
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.