Hvolpalán á páskum

Páskahátíðin var ánægjuleg fyrir mig og mína fjölskyldu.  Við tókum því að mestu rólega og nutum þess að vera saman, borða páskaegg og páskalamb.´

Þó varð nokkur truflun á afslöppuninni á laugardaginn þegar ég og fleiri frambjóðendur til Alþingis öttum kappi við fjölmiðlamenn í knattspyrnu.  Leikurinn fór fram í Egilshöllinni, en allur ágóði af leiknum rann til Umhyggju- félags til stuðnings langveikum börnum, Blátt áfram og CP samtakanna.  Skemmst er frá því að segja að við frambjóðendur steinlágum fyrir fjölmiðlamönnunum 7-0.  Lið fjölmiðlamanna var vel að sigrinum kominn, enda valinn maður í flestum stöðum í því liði, en liðið var m.a. skipað Hermanni okkar Gunnarssyni, Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, Magnúsi Ragnarssyni, sjónvarpsstjóra á Skjá einum og nágranna mínum Loga Bergmann Eiðssyni.

Það sem þó bar helst til tíðinda um þessa páskahátíð var það að á föstudaginn langa fékk ég og fjölskylda mín í hendur 8 vikna gamlan hreinræktaðan Labrador retriever hvolp sem nú er orðinn hluti af fjölskyldunni.  Það átti sér því stað fjölgun á heimilinu og höfum við reynt að taka þessum góða liðsauka með sem bestum hætti.  Krakkanir á heimilinu eru himinlifandi og ljóst er að göngutúrunum okkar Birnu mun fjölga mjög á næstu misserum og árum í kjölfar þessa happafengs sem þessi litli hvutti er.  Á laugardag var honum síðan gefið nafn og heitir hann Bjartur, enda ljós og bjartur yfirlitum og ber því nafn með rentu.

Sigurður Kári


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband