Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Allt fyrir alla!
Það er ekki erfitt að vera góður, ef góðverkin á að framkvæma á kostnað annarra. Af auglýsingum síðustu daga virðist þetta ætla að verða meginstef Samfylkingarinnar fyrir komandi alþingiskosningar.
Eins og alþjóð veit hefur Samfylkingin verið í frjálsu falli í skoðanakönnunum síðustu mánaða og hefur jafnt og þétt misst fylgi allt frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við formennsku í flokknum. Nú virðist hafa gripið um sig umtalsverður taugatitringur í röðum Samfylkingarinnar vegna afleitrar stöðu flokksins í skoðanakönnunum sem lýsir sér í því að nánast á hverjum degi birtast auglýsingar um að flokkurinn ætli sér að gera allt fyrir alla eftir kosningar, komist hann til áhrifa.
Sem dæmi um loforðin sem hellast yfir almenning má nefna að á föstudaginn var birtist auglýsing frá Samfylkingunni í Morgunblaðinu, en þar segja tveir frambjóðendur flokksins, þau Katrín Júlíusdóttir og Guðvarður Hannesson: ,,Við viljum ókeypis námsbækur fyrir framhaldsskólanema.
Síðastliðinn sunnudag birtist síðan auglýsing frá Samfylkingunni í Fréttablaðinu. Þar boða Anna Kristín Gunnarsdóttir og Kristján L. Möller nýjar lausnir í atvinnumálum á landsbyggðinni og segja: ,,Við viljum bjóða 1200 störf óháð staðsetningu á næsta kjörtímabili. Væntanlega er samfylkingardúettinn að leggja áherslu á fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni, enda stendur hvorugt þeirra í atvinnurekstri, að minnsta kosti ekki svo vitað sé.
Á mánudaginn birti Samfylkingin aftur auglýsingu í Fréttablaðinu, nú um tannlæknakosnað. Þar segja Róbert Marshall og Steinunn Valdís Óskarsdóttir: ,,Við viljum tryggja ókeypis tannvernd fyrir börn - Foreldrar eiga ekki að borga svona mikið fyrir tannviðgerðir barna sinna.
Í gær birtist athyglisverð frétt á vefsíðu Morgunblaðsins þar sem fram koma áherslur Samfylkingarinnar í samgöngumálum, en þar segir:
,,Kristján Möller, alþingismaður segir Samfylkinguna vilja að ríkið kosti gerð Vaðlaheiðarjarðganga svo ekki komi til veggjalds. Kostnaður við gerð ganganna er nær sex miljarðar. Þetta kemur fram á vefsíðu Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Fram kemur að Kristján telji að svigrúm til þessa hafi skapast eftir að stækkun álvers var fellt í Hafnafirði. Ennfremur segist hann vilja hann gera stórátak í samgöngumálum í stað stóriðju á höfuðborgarsvæðinu.
Í morgun birtist síðan enn ein auglýsingin í Morgunblaðinu. Þar er þetta haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össuri Skarpéðinssyni: ,,Í vor getur þú kosið biðlistana burt - Við ætlum að byggja 400 hjúkrunarrými fyrir aldraða á næstu 18 mánuðum.
Ekki þarf að efast um að loforðalisti Samfylkingarinnar á eftir að lengjast á næstu dögum og vikum. Það er gamalt trix hjá stjórnmálaflokkum sem hafa glatað tiltrú og trausti almennings að lofa gulli og grænum skógum fyrir allt og alla í aðdraganda kosninga.
Gallinn við þessar tillögur Samfylkingarinnar er augljóslega sá að flokkurinn gerir ekki minnstu tilraun til að útskýra hversu mikill kostnaður fellur til vegna þessara loforða og ekki heldur hvernig á að fjármagna þau, því ekki eru þessar framkvæmdir ókeypis, svo mikið er víst. Til að gæta allrar sanngirni viðurkennir Kristján L. Möller þó að skattgreiðendur þurfi að punga út 6000 milljónum vegna Vaðlaheiðargangna, en að öðru leyti er fjármögnun loforðanna óútskýrð.
Þar til annað kemur í ljós verður því hér haldið fram að skattgreiðendum sé ætlað að standa straum af loforðum Samfylkingarinnar.
Það verður fróðlegt að sjá hvort loforðum Samfylkingarinnar muni ekki örugglega fjölga á næstu dögum.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.