Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Auglýsingar stjórnarandstöðunnar
Stjórnarandstöðuflokkanir eru farnir að auglýsa grimmt fyrir kosningarnar í vor. Á sunnudag fóru Frjálslyndir yfir strikið, eins og farið hefur verið yfir á þessum vettvangi, en í Fréttablaðinu í gær auglýsir Vinstri hreyfingin grænt framboð fund í Hafnarfirði. Samfylkingin er engin eftirbátur Vinstri grænna og í málefnaauglýsingu í gær sögðu Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Róbert Marshall, frambjóðendur flokksins: ,,Við viljum tryggja ókeypis tannvernd fyrir börn. Reyndar kemur ekki fram í auglýsingunni hver eigi að borga kostnaðinn, en ljóst er að einhver verður að gera það því seint munu tannlæknar landsins lækna tennur barna í sjálfboðavinnu.
Auglýsing gærdagsins var hins vegar önnur auglýsing frá Samfylkingunni. Fyrirsögn hennar var Sterk saman og í auglýsingunni er birt einskonar brúðkaupsmynd af skælbrosandi Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, og býsna glaðhlakkalegum Össuri Skarphéðinssyni, þingflokksformanni, sem bárust á banaspjótum fyrir ekki svo löngu síðan þegar þau börðust um formannssætið í flokknum. Í auglýsingunni er látið í það skína að allt sé í lukkunnar velstandi á Samfylkingarbænum og að forystan gangi í takt.
Athygli vekur hins vegar að Ágúst Ólafur Ágústsson, sem þó er varaformaður flokksins, er hvergi sjáanlegur og fær ekki að vera með í auglýsingunni, sem er einkennilegt þegar flokkurinn er á annað borð að auglýsa fundaherferð forystu flokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar ágætan pistil um auglýsinguna á heimasíðu sinni, http://www.birgir.is, sem ber yfirskriftina ,,Allt í sátt og samlyndi?, en þar segir Birgir:
,, Flokkarnir þrír, sem stóðu saman að kaffibandalaginu sáluga, virðast sammála um eitt þessa dagana, en það er að nauðsynlegt sé að auglýsa duglega í Fréttablaðinu. Í dag er þar meðal annars að finna dálítið sérstaka auglýsingu frá Samfylkingunni þar sem birt er nokkurs konar brúðkaupsmynd af Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri Skarphéðinssyni undir fyrirsögninni Sterk saman.
Það er auðvitað engin þörf að kafa djúpt í einhver Kremlarfræði til að átta sig á tilgangi svona auglýsingar. Hún á auðvitað að gefa þá mynd að í forystusveit Samfylkingarinnar sé allt í sóma, sátt og samlyndi og ekki sé um að ræða nein eftirmál í kjölfar óvenju hatrammrar formannskosningar á landsfundi flokksins vorið 2005. Þetta er í samræmi við margítrekaðar yfirlýsingar ýmissa talsmanna flokksins að undanförnu, sem notað hafa hvert tækifæri til að undirstrika hið nána og góða samband forystumanna sinna.
Nú má vel vera að það sé rétt - en af hverju þarf þá svona auglýsingar?
Ég heyrði viðtal við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins, í síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Þar reyndi formaðurinn að halda því fram að auglýsingin tengdist með einhverjum hætti stóriðju og að með henni væri verið að benda á að þenslan í efnahagskerfinu væri á höfuðborgarsvæðinu en ekki á landsbyggðinni.
Ekki get ég lesið þessi skilaboð út úr auglýsingu Frjálslynda flokksins og ég efast um að nokkur annar en Guðjón Arnar, og hugsanlega Magnús Þór Hafsteinsson, hafi með góðum vilja náð þeim einstæða árangri að lesa þessi skilaboð út úr henni.
Annað athyglisvert atriði nefndi Guðjón A. Kristjánsson í sama viðtali. Þar þvertók formaðurinn fyrir það að í auglýsingunni fælist neikvæð hugsun í garð útlendinga, eins og Guðjón sjálfur orðaði það.
Þetta er merkileg yfirlýsing og raunar alveg ótrúleg. Það er nefnilega alveg sama með hvaða gleraugum auglýsingin er lesin. Vonlaust er að koma auga á jákvæð skilaboð. Þvert á móti er henni ætlað að koma þeim áróðri á framfæri að útlendingar séu fleiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, Íslendingum sé það um megn að kenna þeim sem hingað koma íslensku, kjaraskerðing til iðnaðarmanna og byggingaverkamanna á samdráttartímum sé erlendu vinnuafli að kenna og að lokum að innflytjendur muni íþyngja íslensku velferðarkerfi um of.
Felst ekki neikvæð hugsun í þessum skilaboðum?
Sigurður Kári.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.