Miðvikudagur, 21. mars 2007
Forpokuð forræðishyggja og afturhald
Frá upphafi þessa kjörtímabils hefur verið lagt fram frumvarp sem heimilar sölu á léttvíni og bjór í verslunum og þar með afnám einkasölu ríkisins á þessum neysluvörum. Að þessu frumvarpi hef ég staðið ásamt félögum nokkrum félögum mínum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, þeim Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Birgi Ármannssyni, Bjarna Benediktssyni, Guðjóni Hjörleifssyni, Arnbjörgu Sveinsdóttur, Sigurrósu Þorgrímsdóttur, Pétri H. Blöndal og Gunnari Örlygssyni. Jafnframt hafa þingmenn allra stjórnmálaflokka, utan þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, staðið að og stutt frumvarpið.
Þingmenn Vinstri grænna hafa frá því að mál þetta var lagt fram fyrir fjórum árum barist eins og ljón gegn því að það yrði að lögum. Þegar við nefndarmenn í allsherjarnefnd afgreiddum málið út úr nefndinni tilkynnti fulltrúi Vinstri grænna að málið þyrfti að ræða vel á Alþingi, sem á mannamáli þýðir að þingmenn flokksins myndu kæfa það í málþófi. Á lokadögum þingsins varð niðurstaðan sú að þetta frumvarp var notað sem skiptimynt í samningaviðræðum milli formanna þingflokkanna og það samið út af dagskrá þingsins. Þeirri niðurstöðu fagna Vinstri grænir. Við sjálfstæðismenn hörmum hins vegar þá niðurstöðu.
Ég hef aldrei skilið hvers vegna Vinstri grænir leggja svona gríðarlega mikið upp úr því að koma í veg fyrir að almenningur geti keypt sér léttvín og bjór í verslunum. Hvers vegna treysta Vinstri grænir ekki einkaaðilum til þess að versla með þessar vörur? Af hverju telja þeir að ríkinu einu sé treystandi til þess? Hvaða hvatir reka menn áfram til þess að koma í veg fyrir að viðskiptavinir Ostabúðarinnar og Melabúðarinnar, svo dæmi séu tekin, geti keypt sér þessar neysluvörur ásamt öðrum vörum sem þar eru á boðstólnum? Slíkt myndi vafalaust hafa í för með sér mikla hagræðingu fyrir neytendur og að öllum líkindum efla og styrkja starfsumhverfi smærri verslana. Ég hef ekki svör við þessum spurningum og hef aldrei fengið efnisleg svör við þeim hjá þingmönnum Vinstri grænna.
Í gær mætti ég Ögmundi Jónassyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Í þættinum forðaðist Ögmundur eins og heitan eldinn að ræða málið efnislega og færa fyrir því rök af hverju einkaaðilum væri ekki treystandi fyrir þessari verslun eins og annarri. Þeim spurningum sem hér er varpað fram svaraði Ögmundur ekki frekar en öðrum sem réttlætt gætu afstöðu hans í málinu.
Afstaða Vinstri grænna til þessa máls þarf kannski ekki að koma á óvart. Þingmenn þeirra hafa alla tíð verið á móti frjálsræði en talað fyrir höftum, boðum og bönnum. Formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, var til dæmis á móti því að leyfa bjórinn, hann var á móti frjálsu útvarpi, hann var á móti einkavæðingu bankanna, á móti skattalækkunum til einstaklinga og fyrirtækja og svo mætti lengi telja. Afstaða Vinstri grænna í þessu máli er að mínu mati enn eitt dæmi um þá forpokuðu forsjárhyggju og afturhald sem einkennir stefnu Vinstri grænna.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.