Miðvikudagur, 3. ágúst 2011
Bjarney S. Guðmundsdóttir - Minningarorð
Ég var mikið hjá henni ömmu minni þegar ég var yngri, sérstaklega þegar ég var barn. Þó svo að hún og afi hafi búið við þröngan kost og aldrei haft mikið umleikis vorum við systkinin alltaf velkomin til hennar. Hún tók okkur opnum örmum og hjá henni skorti okkur aldrei neitt.
Við amma eyddum heilu og hálfu dögunum við að spila hvort við annað. Hún kenndi mér að spila og líka að tefla. Það tók mig mörg ár að máta þá gömlu, enda var hún býsna lunkin í skákinni.
Hún amma mín lifði tímana tvenna. Lífshlaup hennar var erfitt. Hún fékk aldrei neitt upp í hendurnar og þurfti, held ég, að mörgu leyti að hafa meira fyrir lífinu en flestir aðrir. Það markaði allt hennar líf að hafa fæðst og alist upp vestur á Hornströndum þar sem lífsbaráttan var harðari en víðast hvar á Íslandi, einkum á vetrum. Hún sagði mér oft sögur af því hvernig lífið á Hornströndum var þegar hún var ung og hversu erfitt það var. Ég sé alltaf eftir því að hafa aldrei skrásett þessar sögur, einkum eftir að hún fór að gleyma. En ég held að sögurnar og lýsingar hennar á því sem hún þurfti að ganga í gegnum hafi haft mikil og góð áhrif á mitt eigið gildismat.
Ömmu minnar biðu heldur engar vellystingar þegar hún flutti suður. Lífið var ekki samfelldur dans á rósum á Grímsstaðarholtinu á árunum eftir stríð og heldur ekki í verkamannabústöðunum í Breiðholtinu síðar. Það var erfitt.
En hún kvartaði aldrei. Hún var stolt af sínu. Hún var stolt af störfum sínum, bæði af ævistarfi sínu sem verkakona og ekki síður fyrir störf sín í þágu Verkakvennafélagsins Sóknar. Hún stóð með sínu fólki og skeytti aldrei skapi, sama hvað gekk á, þó oft hafi hún haft tilefni til. Ég sá hana aldrei reiðast.
Við amma vorum sammála um flest, en ekki allt. Hún talaði vel um alla nema íhaldsmenn. Á íhaldinu hafði hún litlar mætur. Hún var hrifnari af Guðmundi jaka og þeim. Af þeim ástæðum gerðum við amma með okkur þegjandi samkomulag um að tala ekki um stjórnmál eftir að ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Það samkomulag héldum við alla tíð.
Eyja amma mín var alla tíð glaðlynd, hlý og góð. Hjá henni var óskaplega gott að vera.
Ég kveð hana ömmu með miklum hlýhug og söknuði. Mér þótti þá og þykir enn afar vænt um hana og ég þakka henni fyrir allt sem hún hefur fyrir mig gert.
Guð blessi minningu ömmu minnar.
Sigurður Kári Kristjánsson
Minningargreinin birtist í Morgunblaðinu í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.