Umheimurinn stendur ekki á öndinni út af Icesave

Miðað við fréttaflutning íslenskra fjölmiðla af Icesave-málinu mætti stundum draga þá ályktun málið væri ekki bara helsta frétta- og deilumálið hér á landi heldur stæði Evrópa einnig á öndinni.

Góður vinur minn benti mér á þennan áhugaverða link á Google trends:

Hann sýnir að umheimurinn stendur ekki á öndinni út af Icesave-málinu.

Raunar bendir hann til þess að fáir aðrir en við Íslendingar höfum áhuga á Icesave-málinu.

Að sjálfsögðu fjalla fjölmiðla- og stjórnmálamenn í Hollandi og Bretlandi um málið, en aðrir virðast ekki hafa minnsta áhuga á málinu. 

Það er kannski ástæða til þess að hafa þetta í huga þegar fullyrt er að tregða Íslendinga til að fallast umyrðalaust á kröfur Breta og Hollendinga í Icesave-málinu skaði orðspor okkar.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband