Gott tímakaup

Nú þegar fyrir liggur að ný samningsdrög í Icesave-málinu eru allt að 432 milljörðum hagstæðari en Icesave-samningarnir sem ríkisstjórnin reyndi að þröngva upp á íslensku þjóðina og hafði í hótunum við er nauðsynlegt að rifja upp hvernig þingmenn stjórnarflokkanna brugðust við andstöðu Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnarandstöðuflokka við hinum afleitu samningum.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lét þessi orð falla þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu og því hvers vegna hún greiddi þessum skelfilegu samningum atkvæði sitt:

,,Stjórnarandstöðuflokkarnir eru í djúpri afneitun, svo alvarlegri að þeir hafa notað 180 dýrmætar stundir þingsins til að berja höfðinu við steininn því þeir vilja ekki horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna."

Þetta þýðir að þjóðin var á býsna góðu tímakaupi meðan á andófinu stóð.

2,4 milljörðum króna á tímann.

Það munar um minna!

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband