Mánudagur, 25. október 2010
,,Siðaskiptin" í Reykjavík
Tillöguflutningurinn virðist fyrir okkur sem utan borgarstjórnar Reykjavíkur stöndum ganga út á það að rjúfa þau sterku tengsl sem verið hafa milli kirkju og skóla um áratugaskeið í skólastarfi.
x x x
Árið 2008 tók ég þátt í því á Alþingi að setja ný lög um grunnskóla. Þá gegndi ég formennsku í menntamálanefnd þingsins.
Við meðferð frumvarpsins, sem síðar var samþykkt, var tekist á um það hvort starfshættir skóla skyldu mótast af kristinni arfleið íslenskrar menningar, kristnum gildum og kristnu siðgæði, eins og verið hafði um margra ára skeið í eldri lögum.
Í upphaflegu frumvarpi var ekki lagt til að svo væri.
Við sem mynduðum meirihluta menntamálanefndar Alþingis á þeim tíma lögðum til breytingu á frumvarpinu og lögðum til að starfshættir grunnskóla og leikskóla skyldu m.a. ,,mótast af umburðalyndi og kærleika, kristinni arfleiðs íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi."
Við ákváðum sem sagt að starfshættir skóla skyldu meðal annars mótast af kristinni arfleifð íslenskrar menningar.
x x x
En nú vill svo til að komin eru til valda í Reykjavíkurborg öfl sem virðast vilja vinda ofan af þessum starfsháttum sem skólum er ætlað að starfa eftir lögum samkvæmt og lagt er til að skólastarfið mótist frekar af einhverju öðru en kristinni arfleifð okkar menningar.
Tillagan kveður á um það að starfsmenn kirkjunnar fái ekki lengur að heimsækja skóla. Kirkjuferðir verða bannaðar og sálmasöngur líka. Við þetta bætist síðan að taka á fyrir listsköpun í trúarlegum tilgangi.
Hér eru sem sagt á ferðinni tillögur um mjög róttækar breytingar í skólastarfi.
Verði ákveðið að klippa á tengsl kirkju og skóla fæ ég ekki betur séð en að verið sé að fara á svig við þau lög sem Alþingi samþykkti í maímánuði árið 2008.
Þar fyrir utan fela þær auðvitað í sér grundvallarbreytingar á því skólastarfi sem við þekkjum.
Og ég get sagt það fyrir mína parta að þó ég telji mig sæmilega frjálslyndann þá er ég algerlega andsnúinn þessum tillögum.
Það er ekki þar með sagt að ég sé þeirrar skoðunar að ég vilji að börnin okkar leggist reglulega á bæn meðan þau eru í skólanum.
En ég er ekki viss um að slíkar grundvallarbreytingar sem verið er að leggja til að gerðar verði séu það sem börnin okkar þurfa á að halda á þessum tímum.
x x x
Ég veit ekki betur en að kirkjan og skólinn hafi átt býsna góða samleið um áratugi. Og ég veit ekki betur en að kirkjan hafi lagt skólabörnum gott eitt til. Ég veit ekki betur en að kirkjunnar menn hafi lagt sig fram við að innræta börnunum umburðalyndi, kærleika, umhyggju, virðingu og fleiri góð gildi sem þau síðan hafa búið að síðar á lífsleiðinni.
Að minnsta kosti er það mín reynsla. Og hvers vegna að vera þá að breyta þessu fyrirkomulagi?
Hefur einhver orðið fyrir tjóni? Hefur kirkjan látið slæmt af sér leiða í skólum landsins?
Það held ég ekki.
Við þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu held ég að börnin okkar þurfi allra síst á róttækum stefnubreytingum að halda í skólastarfinu.
Þó svo að þau hafi takmarkaðan skilning á fjárlagahallanum, ólögmætum gengistryggðum lánum, kaupmáttarrýrnun, atvinnuleysi, skuldavanda heimilanna og fleiri afleitum fylgifiskum kreppunnar þá skynja þau engu að síður ástandið.
Sum finna fyrir því á eigin skinni heima fyrir. Önnur verða þess áskynja í fréttatímum fjölmiðlanna.
Við slíkar aðstæður er mjög óvarlegt að ráðast í kollsteypur í skólastarfi.
Þá fyrst er afar mikilvægt að börnin fái að halda í það sem þau hafa fengið að njóta og þekkja úr skólastarfinu. Þar á ég við lítil jól, jólaföndur, fræðslu um þýðingu jólanna og páskanna og svo framvegis.
Við þessum föstu þáttum í skólastarfinu má ekki að mínu mati hrófla.
x x x
Engu að síður verður skólastarfið að taka mið af sérstökum aðstæðum eða óskum þeirra sem ekki vilja undirgangast þessa þætti þess, svo sem þeirra sem ekki eru kristinnar trúar. Gegn þeirra rétti má ekki brjóta.
Í því sambandi er ástæða til að benda á að markmiðsákvæði grunnskólalaga kveður ekki einungis á um að starfshættir skóla skuli mótast af kristinni arfleið íslenskrar menningar.
Jafnrétti, umburðarlyndi, kærleikur, ábyrgð, umhyggja og virðing fá þar einnig sinn verðuga sess.
Þá kveður jafnræðisregla stjórnarskrárinnar á um að óheimilt sé að mismuna fólki eftir kyni, litarhætti, trúarskoðunum, þjóðerni og fleiri þáttum.
Það er mikilvægt að hafa ofangreind atriði í huga í þessari umræðu og sjálfsagt eðlilegt að hafa þau í heiðri.
En það þýðir hins vegar ekki að nauðsynlegt sé að ráðast í grundvallarbreytingar á skólastarfinu eins og þær sem mannréttindaráð Reykjavíkurborgar leggur til að gert verði.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.