Miðvikudagur, 20. október 2010
Árni Páll og myntkörfulánin
Í DV í dag er sagt frá því að í nýju frumvarpi sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hyggst leggja fram á Alþingi sé mælt fyrir um að fólk sem hefur ofgreitt fjármögnunarfyrirækjum vegna myntkörfulána fær peningana sína ekki endurgreidda þegar lánin verða endurreiknuð, heldur komi þeir til lækkunar höfuðstóls lánanna, óháð því hvort skuldin sé ógjaldfallin eða ekki.
Ég spurðist fyrir um þessi áform Árna Páls á Alþingi í dag, en fékk engin svör.
Ástæðan fyrir þessari fyrirspurn minni er sú að mér er fyrirmunað að skilja þá forræðishyggju sem hér virðist vera á ferðinni.
Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að fólk eigi sjálft að fá að taka ákvörðun um það hvernig það ráðstafar eigum sínum, en eigi ekki að þurfa að sæta því að Árni Páll Árnason eða starfsmenn fjármögnunarfyrirtækja geri það fyrir það.
Ef ég hefði ofgreitt fjármögnunarfyrirtæki vegna myntkörfuláns, sem Hæstiréttur Íslands hefur dæmt ólögmætt, vildi ég fá að ráða því sjálfur hvað ég gerði við þá fjármuni sem fyrirtækið skuldaði mér.
Og þó Árni Páll Árnason eða starfsfólk fjármögnunarfyrirtækjanna vilji fólki eflaust vel, þá kemur það þeim einfaldlega ekki við hvernig það ráðstafar eigum sínum.
En af fréttum að dæma virðist þetta nýja frumvarp ráðherrans ganga í þveröfuga átt.
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að það fólk sem með órétti hefur verið krafið um hærri greiðslur en lög heimiluðu af myntkörfulánum sínum fái sjálft að ákveða hvernig það ráðstafar inneign sinni.
Þar verður að hafa í huga að aðstæður fólks kunna að vera mjög mismunandi.
Sumir kunna að hafa mikla hagsmuni af því að nýta inneign sína til annars en að lækka höfuðstól bílaláns.
Það kann til dæmis að vera að einhverjir hafi meiri hag af því að greiða niður greiðslukortalán eða yfirdráttarlán, sem bera mun hærri vexti en bílalán, en að lækka höfuðstól bílalánsins.
Og hvers vegna ekki að leyfa fólki að taka ákvörðun um það sjálft hvað það vill gera við eigur sínar?
Er ekki búið að traðka nægilega á þeim sem tóku myntkörfulán?
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.