Ögmundur og fjárlagafrumvarpið

Ég spurði Ögmund Jónasson í gær að því á Alþingi hvort hann styddi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem hann sjálfur á sæti í.

Þrátt fyrir að fá þrjú tækifæri til þess að svara þessari einföldu spurningu treysti Ögmundur sér ekki til þess að segja já og lýsa þar með yfir stuðningi við fjárlagafrumvarpið.

Ástæðan fyrir því að ég lagði þessa spurningu fyrir ráðherrann er þessi.

Eftir fjölmennan borgarafund sem haldinn var í Stapa í Keflavík síðastliðinn fimmtudag lýsti Ögmundur því yfir í fjölmiðlum að hann væri mótfallinn byggingu álvers í Helguvík.

Þá yfirlýsingu ráðherrans verður að skoða í ljósi þess að meginforsenda fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar er sú hagvaxtarspá og hagvaxtarforsendur sem þar birtast.

Þær hagvaxtarforsendur byggja á því ráðist verði í framkvæmdir við uppbyggingu álvers í Helguvík, framkvæmdir sem Ögmundur styður ekki.

Það blasir við að ráðherra sem ekki styður meginforsendur fjárlagafrumvarps, styður ekki frumvarpið.

Enda kom það á daginn.

Ögmundur treysti sér ekki til þess að lýsa yfir stuðningi við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar sem hann sjálfur á sæti í.

Í því felast auðvitað mikil tíðindi.

Ekki síst vegna þess að Ögmundur var tekinn aftur inn í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gagngert til þess að tryggja fjárlagafrumvarpinu meirihlutastuðning á Alþingi.

En ekki síður vegna þess að enn þynnist stuðningurinn við fjárlagafrumvarpið innan ríkisstjórnarflokkanna.

Og allir vita hver verða örlög ríkisstjórnar sem ekki hefur meirihlutastuðning við sitt eigið fjárlagafrumvarp.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband